Leikmenn United fá í kvöld gott tækifæri til þess að rífa sig í gang eftir tapið gegn Liverpool á sunnudaginn. Það sem myndi gera öruggan sigur gegn Burnley en betri er sú staðreynd að úrslit hjá liðunum í kringum okkur voru hagstæð. Það hefur reyndar líka oft reynst tvíeggjað sverð en þetta Burnley lið hefur oft verið betra en í vetur. Gestirnir verða án Ashley Barnes og Jóhann Berg er tæpur og er frekar ólíklegt að hann verði klár í þennan leik.
Meiðslavandræði United í vetur hafa verið ævintýraleg og liðið mátti engan veginn við því að missa Marcus Rashford í langtímameiðsli. Fyrir utan hann eru þeir Paul Pogba og Scott McTominay enn meiddir og því verður sjálfvalið á miðjuna hjá okkur en Fred karlinn hefur verið að stíga upp undanfarið.
Líklegt byrjunarlið:
Með sigri í kvöld verður United 3 stigum frá Chelsea sem er í 4.sætinu. Næstu leikir Chelsea eru Leicester og svo United. Þannig að á einhvern ótrúlegan hátt er enn góður séns á að komast í Meistaradeildarsæti í febrúar.
Leikurinn í kvöld hefst kl. 20:15
Ps: Minni á nýjasta þátt Djöflavarpsins.
Audunn says
Barátttan um 4 sætið er sérstök í ár og það er alveg ótrúlegt hversu mörg lið eru að ströggla á sama tíma.
Ef við tökum þessi svokölluðu topp 6 lið (að nafninu til) sem eru United, Spurs, Arsenal, City, Chelsea og Liverpool þá eru bara tvö af þeim í góðum gír hvað varðar topp 4 á meðan restin er að ströggla.
Það kemur mér ekkert á óvart að Spurs, Arsenal og United séu í ströggli en árangur Chelsea kemur mér á óvart því að það lið er að mér finnst miklu betur mannað en öll hin.
Ég myndi amk alveg vilja skipta á mannskap við Chelsea, líklega umþb 90% af United mannskapnum.
Chelsea er búið að tapa 8 leikjum á tímabilinu sem kemur mér á óvart.
United á jafn mikla möguleika á þessu 4 sæti og öll hin, en liðið þarf að komast á eitthvað almennilegt run, ég veit ekki hversu lengi maður er búinn að segja það.. það virðist því miður ennþá ekki ætla að gerast. Við fáum 2 eða max 3 fína leiki og góð úrslit en svo kemur skelfileg frammistaða og tap.. þetta er búið að vera ongoing vandamál í allt of langan tíma.
Ef Ole getur ekki snúið þessari þróun við þá þarf að finna einhvern sem það gæti.