Portúgalski miðjumaðurinn er loksins orðinn leikmaður Manchester United.
https://twitter.com/ManUtd/status/1222928041539776512
Kaupverðið eru rúmlega 46 milljónir punda en svo bætast við árangurstengdar greiðslur, 4,2 milljónir punda tengdar leikjafjölda, aðrar 4,2 milljónir ef United kemst í Meistaradeildina og síðan 12,7 milljónir sem munu vera tengdar frammistöðu Fernandes, og eiga að vera frekar fjarlægar svo sem að hann vini Gullknöttinn.
Bruno Fernandes er 25 ára gamall, fæddur 8. september 1994. Hann var í unglingaliðum Boavista en rétt fyrir 18 ára afmælisdaginn gekk hann itl liðs við Novara í ítölsku B deildinni. Hann komst þar fljótlega í aðalliðið og eftir einn vetur hjá Novara fór hann til Udinese. Þar lék hann í þrjú ár þangaði til leiðin lá á lán til Sampdoria þar sem hann lék eitt tímabil en sumarið 2017 keypti Sporting hann á 8,5 milljónir evra.
Hjá Sporting hefur stjarna hans risið snarlega, hann var leikmaður ársins í Portúgal fyrsta árið hjá þeim og eftir annað gott tímabil var hann mikið orðaður við United og Spurs í fyrrasumar. Spurs bauð 46 milljónir evra í hann en þegar því var hafnað gengu þeir frá borðinu.
United hins vegar virtist ekki hafa áhuga og lét boð út ganga að í Sporting væri að skálda upp þann áhuga eins og stundum hefur verið hjá portúgölskum liðum. Ed Woodward virtist sérstaklega í viðtali í haust samþykkja að Fernandes væri einn af þeim mönnum þar sem United væri notað til að kynda áhuga annarra liða.
En ýmislegt hefur breyst og þó að fréttir frá vingjarnlegum blaðamönnum í vikunni vilji meina að United hafi tekið endurmat á drenginn eftir frammistoðu hans í vetur verður ekki séð að hún sé neitt sérstaklega mikið betri en fyrr, hann hefur skorað átta mörk í deild en er vitaskytta Sporting og það nokkuð örugg.
Netverjar hafa ólmir kallað eftir kaupum á Bruno og hafa hann í miklum metum. Það hlýtur eiginlega að vera að hann sé fyrsti kostur inn á miðju United eins og staðan er í dag er það ekki erfiðasta hindrun sem til er. Hann lítur hins vegar líka út fyrir að hafa hæfileika sem fáir aðrir hjá liðinu hafa til að sækja frá miðju og skapa.
Það verður spennandi að sjá hvernig hann passar inn í liðið og vonandi að hann taki sem skemmstan tíma að venjast enska boltanum.
Danni says
Glæsó, vonandi fáum við líka Ighalo að láni líka. Fínn framherji með reynslu af enska boltanum. Samt auðvitað bara að fyllatímabundið upp í skarðið.
Audunn says
Er vitað hvaða treyju númer hann fær?
Ole sagði að hann væri ekki tía heldur átta.
Þeir sem hafa séð til hans geta kvittað undir þau orð stjórans.
Við getum því verið 99% viss um að Pogba yfirgefi Manchester United í sumar því það er að mínu viti ekki pláss fyrir þá báða á miðjunni.
Scott er nefnilega líka meiri átta frekar en bæði sexa og tía að mínu mati, það verður því forvitnilegt að sjá hvernig Ole stillir liðinu upp ef og þegar allir þessir leikmenn eru heilir… Bruno er ekki keyptur til að vera á bekknum eða sem varaskeifa.
Ég fagna þessum kaupum mjög, held að þetta sé flottur leikmaður með hausinn rétt skrúfaðan á sig.
One down five to go 😁😁
Rúnar P says
Pogba og Bruno er tvær ólíkar týpur, hef verið að fylgjast með honum í smá tíma núna (er nú einusinni mikill Sporting aðdáendi) og þessi leikmaður minnir mig svakalega á Scholes og að auki er svakalegur leiðtogi, so move on Harry because we have are new future Captain 😉
Björn Friðgeir says
Auðunn: þetta finnst mér benda til 18 það sem sést af treyjunni í vídeóinu
https://twitter.com/kohlerunited/status/1222930556884848643?s=21
Bruno getur algerlega spilað 10 ef þarf. Verður fróðlegt að sjá hvort hann og Pogba passa saman það getur gefið til kynna hvort við reynum við Maddison eða Grealish í sumar
Tómas says
Rosalega, jafnvel óhóflega bjartsýnn á þennan leikmann.
Það sem ég hef séð þá er hann með allt sem maður vill sjá hjá miðjumanni… nema kannski svoltið léttur eða mjór.
Bætir það samt upp einstaklega góðri tækni og leikskilning sem og hörku.
Menn hafa verið að benda á að hann sé að koma úr lélegri deild, en það eru fjölmörg dæmi um að menn hafi verið keyptir úr portúgölsku yfir í þá ensku með góðum árángri. Matic, Nani, Auðvitað Ronaldo. Síðan hafa Wolves verið að gera góða hluti á portúgalska markaðnum. Ricardo Peirera hjá Leicester, eflaust einhverjir fleiri.
Lék við góðan orðstýr á Ítalíu einnig.
Áfram Bruno!
Audunn says
Kannski er Bruno það sem Pogba hefur vantað? Maður veit aldrei.
Það hefur eitthvað vantað til að koma Pogba í gang, eitthvað sem erfitt er að útskýra.. þeir gætu mögulega smollið vel saman.
Það er meiri vinnsla bæði í Bruno og Scott heldur en Pogba, það gæti hentað Pogba mjög vel.
Eins er mögulegt að Bruno taki einhverja athygli frá Pogba bæði innan sem utan vallar… Það kæmi Pogba líka mjög vel hefði ég haldið.
Það væri afskaplega gaman ef þessi miðja myndi smella.. mikið væri það nú óskandi.
Líst vel á að Bruno fái treyjuna hans Scholes.
Björn Friðgeir says
Komnar myndir af honum með 18. Besta mál.