Janúar er ekki enn búinn þegar þessi orð eru skrifuð sen samt mætum við Wolverhampton Wanderers í þriðja skipti á árinu á morgun. Það er ekki nema von að hér á skerinu hafi verið talað um hinn endalausa janúar.
En það skýrist auðvitað einfaldlega af því að United þurfti tvo leiki til að komast framhjá Wolves í þriðju umferð bikarkeppninnar. Á morgun mætast liðin aftur á Old Trafford, rúmum tveimur vikum eftir sigurinn í aukaleiknum þar. Sá sigur var dýrkeyptur því þegar Ole Gunnar reyndi að vinna leikinn með að setja Marcus Rashford inná gekk hann endanlega frá bakinu á sér og verður frá fram á vor
Það hvílir því á herðum Anthony Martial og Mason Greenwood að leiða línuna þangað til og það hefur gengið misvel hingað til.
En á morgun fá þær væntanlega liðsstyrk eins og engin sem fylgst hefur með fréttum síðustu daga hefur getað misst af. Sápa mánaðarins fékk farsælan endi í gær þegar Bruno Fernandes gekk til liðs við United í tæka tíð til að vera gjaldgengur á morgun. Það verður ansi fróðlegt að sjá hvort honum verður hent inn í djúpu laugina eftir eina æfingu eða hvort hann byrjar á bekknum. Ég ætla að skjóta á hið síðarnefnda og býst við liðinu svona
Solskjær hefur verið að spila með fimm manna vörn gegn sterkari liðum, sérstaklega á útivelli en hefur hingað til ekki gert það gegn Wolves og ég fæ ekki séð hann byrji á því núna. Þrátt fyrir hrós Pep Guardiola í garð Luke Shaw sé ég ekki að hann eigi að byrja á morgun, Brandon WIlliams á að fá að taka á Adama Traore, nema Traore flýji yfir á hinn kantinn eins og í síðasta leik. Fred og Nemanja Matic eru klárir og sá síðarnefndi er að spila sinn besta bolta síðan í fyrstu leikjunum eftir að hann gekk til liðs við United. Greenwood og Martial hljóta að byrja og þrátt fyrir misjafnar frammistöður er Daniel James samt sá hættulegasti hægra megin.
Og þá er bara eftir að horfa á Andreas Pereira reyna, og mistakast, að sýna að hann eigi stöðu skilið í byrjunarliðinu. Hann mun síðan fá að víkja fyrir Fernandes.
Þetta er orðið kunnuglegur barningur hjá United. Leikir vinnast og gefa fyrirheit og síðan tapast næsti leikur sama hversu auðveldur hann er á pappír. Chelsea hefur verið að fatast flugið hvað eftir annað og United verið í tækifæri að komast í baráttuna um fjórða sætið en klúðrað því. Chelsea mætir Leicester í hádegisleiknum á morgun og ef Leicester vinnur þann leik er enn á ný hægt að komast í snertifæri við meistaradeildarsætið. En reyndar fyrir Wolves líka!
Þess vegna eru nú fimm stig í Chelsea en United er með jafn mörg stig og Spurs og Wolves en eilítið skárri markatölu. Liðin á eftir eru síðan andandi niður um hálsmálið á United og það eru ekki nema fjögur stig niður í fjórtánda sætið.
Sigur á morgun er því báðum liðum gjörsamlega lífsnauðsynlegur og jafntefli töpuð stig. Það verður því fróðlegt að sjá hvort Úlfarnir verða ekki að spila frekar djarft á morgun til að veðja á toppbaráttuna. Þeim hefur ekki gengið of vel í síðustu leikjum enda þurft að keppa báða deildarleikina við Liverpool og auðvitað tapað báðum en að auki töpuðu þeir gegn Watford á nýjársdag og gerðu jafntefli gegn Southampton. Þeir hafa ekki leikið síðan 23. janúar enda dottnir úr bikarnum gegn United á meðan United hefur leikið tvo leiki síðan þá og unnið báða.
Aukabónus fyrir leikinn á morgun er auðvitað að Wolves eru portúgalskasta lið utan Portúgal, nokkurs konar sérverkefni Jorge Mendes og það verður því nóg um að spjalla fyrir Bruno, en vonandi ekki fyrr en eftir leik.
Skjótum á Úlfaliðið
Liðin þekkjast orðið mætavel og við vitum að ókn Wolves kemur frá Adama Traoré, hvorum kantinum sem hann verður á, og Raúl Jiménez. Það tókst síðast að vinna þá og þarf að takast aftur nú.
Leikurinn hefst klukkan 17:30 á morgun, laugardag
Svingur says
Matic í banni á móti Úlfinum er það ekki 🥴
Valdi says
Menn eru að spá þessu:
De Gea; Wan-Bissaka, Lindelof, Maguire, Williams; Fred, Andreas; James, Fernandes, Mata; Martial
Mikið vona ég að Pereira verði hent beint út úr liðinu
Audunn says
United hafa fengið Odion Ighalo að láni til loka tímabilsins.. það er orðið staðfest.
Verðum að vinna þennan leik á móti Wolves.. mikilvægt að fara í fríið með sigur.
Danni says
Fínt að fá Ighalo inn núna á meðan Rashford er meiddur. Var alltaf hrifinn af honum þegar hann spilaði með Watford. Vonandi hefur hann bara haldið sér vel við í Kína.
Björn Friðgeir says
10 í 17 leikjum í fyrra með Shanghai, það er í lagi.
Svo er hann gamall stuðningsmaður United og mun gefa allt í verkefnið. Ekkert að því.
Björn Friðgeir says
Og jújú Matić í banni, ég klúðraði því hér fyrir ofan
Rúnar P says
Ég ætla að stökkva Beint á næsta Nígeríu svindl, sem verður pottþétt “notuð” Ighalo treyja Á uppsprengdu verði með einhverskonar Innbygðum galdra krafti! 😅