Á morgun koma Belgarnir í Club Brugge í seinni viðureign liðana í Evrópudeildinni. Fyrir viku gerðu liðið stórfenglega leiðinlegt 1-1 jafntefli í Brugge sem þýðir þó að United stendur mun betur að vígi þegar kemur að heimaleiknum, það nægir að halda hreinu.
Það léttist brúnin á okkur á sunnudaginn þegar góður sigur vannst á Watford með alsterkt lið. Framundan er samt erfitt prógramm í deild og bikar og það verður einhver rótering á liðinu. En það má ekki við of mikilu kæruleysi og ég vil sjá sterka vörn, og Bruno Fernandes. Það er í lagi að Brandon Williams leysi Shaw af samt og þetta er ágætur leikur fyrir Eric Bailly að halda endurkomunni áfram.
Það væri síðan ekki leiðinlegt að sjá Mason Greenwood í sinni eðlilegu stöðu sem fremsta mann en það verður Ighalo sem fær þarna sitt tækifæri. Greenwood verður geymdur fyrir Everton leikinn.
Fyrirliði Brugge, Ruud Vormer var á bekknum í fyrri leiknum vegna meiðsla og meiddist aftur um helgina og verður ekki með. Eins meiddist markaskorari þeirra úr fyrrileiknum, Emmanuel Bonaventure Dennis um helgina og situr heima. Loks er varnarmaðurinn Eder Balanta í banni.
Þetta er smá út í bláinn að stilla upp í 4-3-3 eins og síðast, en Brugge þarf nauðsynlega að skora mark á Old Trafford og það þýðir ekki fyrir þá að sitja til baka allan leikinn.
Leikurinn hefst á slaginu 8 annað kvöld, fimmtudag.
Skildu eftir svar