Loksins einhverjar fréttir! Odion Ighalo verður áfram á láni til 31. janúar 2021
Góðar fréttir sem styðja við hópinn og gefur liðinu aukna vídd framávið, enda stóð drengurinn sig vel í þessum fjórum leikjum sem hann fékk fyrir kóf.
https://twitter.com/ManUtd/status/1267403227814924293
Svo lítur allt út fyrir að tímabilið byrji aftur þann 17. júní og fyrsti leikur United gegn Spurs yrði þá helgina 20-21. En það bíður enn staðfestingar.
Turninn Pallister says
Góðar fréttir.
Ighalo virðist vera fínn náungi, með hjarta fyrir klúbbnum og bísna góður slúttari. Mjög sterkt að halda breiddinni fram á við, þar sem að augljóst er að leikmenn munu ekki verða í mikilli leikþjálfun, þegar og ef deildinni verður startað aftur.
Rúnar P says
Þeir verða ekki lengi að selja United treyjur upp í Þetta í Nígeríu, ánægður með þessar fréttir