Maggi, Friðrik og Bjössi settust niður og ræddu fyrirhugaða endurkomu ensku úrvalsdeildarinnar. Farið yfir hópinn, nýjasta slúðrið og ástandið á þessum fordæmalausu tímum.
https://open.spotify.com/episode/6FF3k1cCadKUDQFkh7ZY4H?si=UhpBh7dSQTq6S2MLbeMXPw
Við viljum endilega fá ykkar álit þannig að virk þáttaka í athugasemdarkerfinu er vel þegin.
Ef þið viljið senda okkur spurningar þá er það hægt að senda okkur skilaboð á Facebook síðu Rauðu djöflanna.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan, auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Gerast áskrifandi í Spotify
Gerast áskrifandi í iTunes
Gerast áskrifandi í öðrum forritum
MP3 niðurhal: 77. þáttur
Timbo says
Takk fyrir líflegar og áhugaverðar umræður.
Ég er mátulega bjartsýnn fyrir lokasprettinn á tímabilinu. Það skiptir öllu máli að ná meistaradeildarsæti, til þess að halda áfram að endurnýja leikmannahópinn.
Eins pirraður og ég var að sjá Chelsea krækja í Werner þá verður maður að horfa til þess að Ighalo hefur verið rock solid, ásamt því að Greenwood getur haldið áfram að fá stærra hlutverk.
Draumaglugginn hjá mér væri að fá: Sancho, Grealish, Skriniar og Jude Bellingham inn. Selja eða lána út: Alexis, Phil Jones, Rojo, Smalling, Andreas og Joel Pereira, Lee Grant og Lingard. Ég er 50/50 varðandi Pogba.
Vegna ytri aðstæðna þá yrði það ásættanlegt ef 50% af listanum myndi rætast.