Fyrir leikinn talaði Ole um að United þyrfti að byrja þennan leik af krafti. Hann gerði aðeins eina breytingu ótilneyddur, McTominay fyrir Matic en Tim Fosu-Mensah kom inn fyrir meiddu bakverðina Williams og Shaw.
Varamenn: Romero, Dalot, Bailly, Matic, Fred, James, Lingard, Mata, Ighalo
Lið Palace:
Það var samt David de Gea sem var fyrsti maðurinn sem þurfti að gera eitthvað hjá United, verja gott skot Zaha strax í byrjun. Palace voru svo öllu atkvæðameiri næstu mínútur en þó var ekki mikið að gerast. Það var ekki fyrr en á 10. mínútu að United gerðu sig líklega, fengu horn en úr því varð ekkert. United náði ekki upp neinum takti í spilið, Palace pressaði hátt og vel og það liðu tuttugu mínútur áður en eitthvað markvert gerðist, Martial kom vel inn í teig og gaf þvert gegnum vörnina á Greenwood á fjær en aldrei þessu vant var Greenwood ekki að standa og skaut framhjá.
Rétt á eftir fékk Harry Maguire olnbogann á Jordan Ayew í ennið og steinlá. Hann náði þó að halda áfram leik.
Þetta hélt áfram þannig að United var miklu meira með boltann en náði ekki að skapa færi. Það var eiginlega Lindelöf sem skapaði besta færið þegar hann reyndi að hreinsa en boltinn fór á Jordan Ayew. Skot Ayew fór þó beint á De Gea þannig að það slapp.
En þegar leit út fyrir að við færum markalaus inn í hléið kom loksins markið. Fyrst átti Palace eiginlega að fá víti þegar Lindelöf fór mjög klunnalega í Zaha, en í næstu sókn tókst United loksins það sem virtist átt að vera planið, að senda boltann á milli sín alla leið í netið. Fernandes gaf á Rashford sem lagði fyrir sig boltann aðeins of illa en náði aftur til hans, fintaði Van Anholt upp úr skónum og í jörðina og renndi svo boltanum í netið.
Jafnvel þó þetta væri þegar komið var fram yfir 45 mínúturnar var samt tími fyrir Palace að sækja, vinna aukaspyrnu alveg á vítateigshorninu vinstra megin og De Gea að verja mjög vel þegar Milijevovic reyndi að snúa boltann í samskeytin nær.
Það var meiri hasar síðustu fjórar mínúturnar en næstu 43 á undan, og forustan ekkert mjög vel inn unnin.
United byrjaði aðeins skár í seinni hálfleik, en Palace færði sig fljótlega upp á skaftið og á 55. mínútu lá boltinn í netinu eftir flotta sókn þeirra. Zaha sótti upp, gaf inn og þvert og Jordan Ayew var dauðafrír og smellti knettinum í netið. VAR sá hins vegar að hann var rangstæður sem nam stórutá og United slapp.
Solskjær sá að eitthvað þurfti að gera og skipti Nemanja Matic og Jesse Lingard inn fyrir Scott McTominay og Mason Greenwood. Rétt áður átti Rashford þokkalegt færi en skotið ekki nógu öflugt og Guaita varði.
En ef eitthvað var treystu Palace tök sín á leiknum. Maguire fékk sanngjarnt gult fyrir klunnalegt brot á Ayew úti á miðjum velli og þetta var allt mjög í stíl við það, klunnalegt hjá United, og allt spil ómarkvisst.
Það var loksins á 75. mínútu að United fékk færi. Eftir langvarandi sókn Palace kom allt í einu hraðaupphlaup sem endaði á því að Rashford var kominn upp að endamörkum og gaf út í teiginn, þar var Bruno Fernandes á auðum sjó en honum tókst að hitta stöngina.
Þetta gaf þeim greinilega smá orku því þremur mínútum síðar komu þeir aftur upp vinstra megin, Rashford gaf út á Bruno við hliðarlínuna, Bruno gaf til baka, Rashford stakk inn á Martial og hann kom á hraða inn í teiginn í þetta skiptið kom hvorki Guaita né stöngin við vörnum.
Patrick van Aanholt hafði komið á ferðinni í Martial og dottið um hann og fengið slæma byltu, fékk súrefni og var borinn af velli. Þetta þýddi auðvitað mikinn viðbótartíma, heilar ellefu mínútur, en á 90. mínútu kom sending fram og allt í einu var Wilfried Zaha bara einn á báti og var einn móti De Gea en enn á ný varði De Gea frábærlega og gott ef ekki maður leiksins.
En það sem eftir lifði leiks réði United lögum og lofum og var á endanum farið að spila saman viljandi aftrlega bara til að klára leikinn létt enda stutt í næsta leik.
Bjarni Ellertsson says
Mikið er gott að sjá að við erum líka mennskir. :)
Birgir says
Þökkum æðri máttarvöldum fyrir VAR-ið
Karl Garðars says
Stock Ley Park er að verða jafn mikilvægur og 3 lungs Park.