Það hefðu fá getað giskað á þetta í lok mars en Evrópudeildin klárast næstu tvær vikur. United er búið að klára formsatriðið gegn LASK og er komið til Þýskalands þar sem – ef allt gengur að óskum – liðið spilar þrjá leiki á næstu tveimur vikum til að vinna Evrópudeildina í annað sinn á fjórum árum. Allir leikirnir þrír munu fara fram í Köln, á RheinEnergie Stadion, eða eins og hann heitir hjá UEFA, Stadion Köln.
Mótherjarnir á morgun verða Danirnir í FC København, eða eins og þeir heita á Íslandi, Ragnar Sigurðsson og félagar. Ragnar verður þó frá vegna meiðsla. Ståle Solbakken, þjálfari København var kokhraustur á blaðamannafundi og sagði að eina leiðin til að vinna United væri að halda boltanum og pressa. Hann var þó líka raunsær og talaði frekar um að möguleiki væri á að sigra United frekar en miklar líkur, enda ljóst að København eru veikara liðið. Þeir gengu þó duglega frá İstanbul Başakşehir í seinni leik liðanna í síðustu viku, unnu 3-0 á Parken og tryggðu sér leikinn gegn United. Jonas Wind gerði þar tvö mörk, annað úr víti, og Rasmus Falk það þriðja. Ole Gunnar Solskjær og Solbakken er vel til vina og Solskjær ætti því að þekkja vel til liðsins. Á blaðamannafundi áðan hrósaði hann sérstaklega þremur framherjum liðsins, þeim Wind, Mikkel Kaufmann og Mohamed Daramy. Skv dönskum fjölmiðlum verður lið København eins og á móti İstanbul og Daramy byrjar ekki.
Sama uppstilling og United beitir og því einhver miðjubarátta framundan en forvitnilegt að vita hvað gerist ef United nær að halda uppi pressu, hvernig leikmenn detta aftur. Ef eitthvert ykkar er búið að gleyma honum þá er „Varela“ Guillermo Varela sem var um tíma hjá United við engan orðstír en núna búinn að finna fjölina sína hjá FCK. Vonum að hann taki ekki uppá að eiga einhvern stórleik til að reyna að sýna að United hafi gert mistök að sleppa honum, enda engin ástæða til að endurskoða það.
United
Þetta er ekkert flókið
Sterkasta liðið utan að Shaw er heima meiddur og Brandon Williams var á blaðamannafundinum áðan og fær að byrja.
Það er engin ástæða til að vera að fikta með þrjá miðverði og það er ómögulegt annað en að það verði sterkasta liðið. Þurfum ekkert að ræða þetta frekar, þetta lið á að vinna FCK og fara áfram í undanúrslitin. Þar myndu Úlfarnir, enn eina ferðina á þessu tímabili, eða Sevilla bíða, en leikur þeirra fer fram á þriðjudaginn.
Rúnar P says
Ekki auðveldur leikur og Danir verða erfiðir!