Ståle Solbakken var kannske að hlusta á Ole þegar hann setti hinn 18 ára Mohamed Daramy í fremstu víglínu eftir að Solskjær hafði haft hann með í hrósinu í gær. Jens Stage kom inn á miðjuna en annars var lið FCK eins og búist hafði verið við.
Ole hvíldi Lindelöf og Matic og leyfði Bailly og Fred að spreyta sig og síðan fékk Sergio Romero markmannsstöðuna eins og fyrr í þessari keppni.
Varamenn: De Gea, Fosu-Mensah, Lindelöf (70.), Mengi, Andreas, James, Lingard (113.), Mata (90.), Matic (70.), McTominay(120.), Chong, Ighalo
Það kom ekki á óvart að United sótti frá fyrstu spyrnu og FCK gerði ekki annað en bakka og það duglega. Það entist þó ekki alveg og FCK sá sér færi á að sækja, og á 12. mínútu var Daramy nálægt því að koma fæti í boltann á markteig og skora þá en gekk ekki alveg.
Næsta mínútan var verulega viðburðarík því Nicolai Boilesen kom upp kantinn og hamraði boltann fyrir, alveg tvo metra í kjálkann á Wan-Bissaka sem steinlá. Búast mátti við að Wan-Bissaka þyrfti útaf enda höggið rosalegt, en það var Boilesen sem þurfti að fara að velli, hafði eitthvað hnjaskast. Wan-Bissaka hélt hins vegar áfram.
FCK fékk horn og sótti svo fast. United náði sókn og í staðinn fyrir að halda uppi pressu var það FCK sem sótti og Daramy fíflaði Bailly upp úr skónum og Maguire rétt naði að komast fyrir hann og blokka skotið og síðan var hasara og vesen inni í teig og United var stálheppið að það féll ekki betur fyrir danska fætur.
Loksins kom svo góð United sókn sem endaði með skalla sem Johnsson varði yfir, hefði getað verið víti líka, en eftir smá rugling var þetta einfaldlega rangstaða.
United herti svo enn tökin á leiknum en með átta til níu menn í vörn Köbenhavn þá var erfitt að finna glufur. Síðustu mínútur hálfleiksins fékk Martial tvisvar sendingar inn á teiginn sem hann hefði hugsanlega átt að gera sér mat úr en svo varð ekki. Rétt um það leyti sem klukkan sló í 45 mí´nutur fékk svo Greenwood stungu, óð inn í teig og afgreiddi frábært skot í fjær stöng og inn. Martial var að labba inn úr rangstöðu þegar stungan kom en hafði ekki áhrif á leikinn, en Greenwood var hins vegar örlítið rangstæður og því ekkert mark.
Það var bætt við fimm mínútum en United gat ekki nýtt sér það og markalaust í hálfleik.
Hitinn var enn um þrjátíu gráður þegar seinni hálfleikur hófst og United byrjaði eins og þeir enduðu fyrri, með stöðugri sókn. Líkt og í fyrri hálfleik var þó varnarleikur FCK gríðarvel skipulagður og United komst ekki mikið áfram, en þó voru stöku vísbendingar um að hægt væri að finna veikleika. Loksins átti Greenwood gott skot í stöng, Rashford kláraði en úr augljósri rangstöðu.
Rashford átti svo að gera betur þegar Bruno Fernandes gaf frábæra háa sendingu inn á teiginn, en náði ekki viðstöðulausu skoti vel og boltinn beint á markvörðinn. FCK óð í sókn og í fyrsta skipti þurfti Romero að verja, þó ekki væri það of erfitt. Næsta sókn var aftur FCK og það endaði á vel tímasettri tæklingu Williams á Varela sem endaði á að boltinn kom til Romero. Það voru sóknir á báða bóga því strax á eftir kom þruma Bruno í stöng.
Leikurinn var þá farinn að opnast og FCK átti enn eina hættulega sókn og í henni bjargaði Bailly tvisvar.
Bailly hafði verið mjög sterkur í vörninni en var á gulu spjaldi og fór útaf fyrir Lindelöf á 71. mínútu og Matic kom inná fyrir Fred og þá var að mestu komið byrjunarliðið sem spáð hafði verið.
Einhvern veginn var það svo að sóknir FCK voru hættulegri enda sótt gegn færri varnarmönnum en þegar United var að reyna að komast gegnum hvítan vegg Kaupmannahafnarmanna.
Loksins á 90. mínútu virtist sem Martial væri að prjóna sig í gegnum vörnina en þá kom Victor Nelsson með frábæra tæklingu og stöðvaði hann.
Allar tilraunir United í leiknum höfðu í raun verið máttlausar og leikurinn fór því í framlengingu. Leikmenn voru þegar orðnir ansi lúnir í hitanum, United gerði skiptingu, Mata kom inná fyrir Greenwood.
það var hins vegar Anthony Martial sem var allt í öllu fyrstu mínútur framlengingarinnar. Fyrst komst hann upp að endamörkum og átti skot sem Johnsson varði á stönginni, síðan fékk hann sendingu innfyrir og Johnsson varði frábærlega og loksins var brotið á honum inni í teig og dæmt víti. Allt þetta á þremur mínútum og Bruno Fernandes afgreiddi vítið frábærlega að vanda og kom United yfir. Mata átti þó sendinguna á Martial fyrir vítið þannig skiptingin gaf sitt.
Martial var svo enn á ferðinni, sólaði gegnum alla vörnina, átti að gefa á Mata, gerði það aðeins of seint, og Mata endaði á að skjóta í Johnsson.
United sótti allan fyrri hluta framlengingarinnar og áttu alls kyns tækifæri sem endaði á síðasta skoti hálfleiksins, Lindelöf setti boltann framhjá þegar hann hefði mátt skora.
Seinni hálfleikur var mun viðburðaminni, FCK reyndi að sækja en komst ekki alla leið og vörn United stóð sig þokkalega og allt liðið var farið að draga sig mikið til baka síðustu mínúturnar og hélt þetta út.
Þetta var erfiður leikur, vörn FC København sýndi hvers vegna þeir fá ekki á sig mörk að ráði og Johnsson átti frábæran leik og varði ein 12 skot. Unitd á mjög erfit með að brjóta niður þéttar varnir og það var ekki alltaf sem liðið var sannfærandi til baka en Eric Bailly var betri en enginn.
Það vill til að United fær aukadag á Sevilla eða Úlfana, enda liðið væntanlega alveg búið eftir þennan leik. Það getur verið að byrjunarliðið sé ágætt en úrvalið á bekknum er ekki frábært. Juan gamli Mata kom þó vel inn óþreyttur gegn þreyttum mönnum.
Arnar Skuli says
Ert með De Gea bæði i starting 11 og a bekknum, en vonandi statement win 💪 mitt gisl 5-0 endurspeglar ekki mat þjoðarinnar samt
Björn Friðgeir says
Romero byrjar. Smá yfirsjón.
Bjarni Ellertsson says
Allt í lagi Björn, þér er fyrirgefið. En annað er ekki hægt að segja um stórliðið. Hvernig við erum að tækla þennan leik fyrstu mínúturnar er ekki boðlegt og leikmönnum til skammar. Algjör vanvirðing gagnvart andstæðingunum.
gummi says
Solskjær er bara ekki að ná neinu útur hópnum þetta er bara djók að horfa á þetta
Helgi P says
Enda er ekkert líf í þeim norska á bekknum
Bjarni Ellertsson says
Leikur liðsins í fyrri algjört hálfkák og ekki til útflutnings. Ekkert líf frekar í leikmönnum né teyminu utan vallar, eins og menn séu að bíða eftir að fá á sig mark til að koma sér í gang. Þetta er bara í beinu framhaldi af síðustu leikjunum í deildinni. Þó ég efist alltaf um hæfileika Fíksbeinsstrendingsins þá má hann eiga það að án hans værum við verri stöðu í hálfleik. Hrósa honum ekki meira en það. Hef ég trú á að komast áfram, veit ekki.
Valdi says
Fred er bara ekki í sambandi
Rúnar P says
1.24 – 7.5 – 17.5 stuðull sagði allt sem þurfti að segja um fyrstu 90min (ManU var ekki að fara að vinna!)
Bjarni Ellertsson says
Inná með Ighalo, óþreyttan manninn, annars er ég enn með óbragð í munni eftir tilþrif Falk vs Williams, þvílík slátrun.
Karl Garðars says
Hættu að verja helvítið þitt
Rúnar P says
Aldrei verið Pogba maður en hann er maður leiksins!
afleggjari says
þessar vítaspyrnur eru að verða rannsóknarefni. 21 í öllum keppnum og sirka helmingurinn vafasamar eða rangar. Einn Salah með dýfu takk.
Halldór Marteins says
„sirka helmingurinn vafasamar eða rangar.“
Hahahaha, fyndinn! Vissulega var einn rangur dómur þarna en annars eru þetta allt víti og flest stonewall.
Frábært að liðið sé líka komið með svona flotta vítaskyttu með stáltaugar. Munar miklu.
Cantona no 7 says
Flottur sigur.
MSD says
Fred var með ansi slæmar sendingar oft í leiknum. Getur verið brútal að gefa boltann frá sér á hættulegum stað og fá sókn beint í fésið. Ég held að hann sé svona leikmaður sem þurfi að spila nánast alla leiki til að vera í leikformi og góður. Eins og staðan er núna þá myndi ég alltaf velja Matic fram yfir hann í byrjunarliðið.
Annars hefur mér fundist Rashford pínu off undanfarið. Ekki lélegur en eins og hlutirnir séu bara ekki alveg að ganga upp. Martial er algjörlega lethal þegar hann fær tækifæri til að hlaupa hratt beint á varnarmennina með boltann. Þessi fjandans markmaður átti hinsvegar leik lífs síns. Fannst eins og að þulurinn hefði einmitt talað um að hann hefði bætt eitthvað met í Evrópudeildinni yfir flestar vörslur í einum leik.
Ég elska að sjá Greenwood klára færin sín, jafnvel þó mörkin séu svo dæmd af. Þvílíkur slúttari! Gefðu honum hálft færi og hann setur hann í stöngina og inn! Við erum með algjöran demant í höndunum, nú er bara undir Solskjær komið að slípa hann rétt til.
Varðandi vítaspyrnudómana þá elska andstæðingar okkar að koma með þá umræðu. Ég veit ekki hvort það skipti máli en United hefur farið í undanúrslit í FA bikarnum, deildarbikarnum og Evrópudeildinni. Þannig að væntanlega erum við að spila eitthvað fleiri leiki en mörg önnur lið í kringum okkur. Svo kannski hjálpar sú staðreynd líka að eftir að Solskjær tók við af Móra þá erum við meira í teig andstæðinganna en okkar eigin :)
Veit einhver hvenær við klikkuðum síðast á víti? Það kom tímabil þar sem við hreinlega gátum ekki skorað úr vítum, virtist alveg sama hver tók spyrnuna. Þegar Bruno fer á punktinn núna þá er maður mun rólegri en áður.
Ég vona að við fáum Sevilla næst. Ég meika ekki fleiri leiki gegn Wolves. Ef við förum alla leið í úrslit þá held ég að það sé skrifað í skýin að við mætum Inter með Lukaku, Young og Sanchez innanborðs.
sigurvald says
Þvílík skemmtun þessi leikur, allavega frá 46. mín.
FCK minnti mig ansi mikið á íslenska landsliðið á EM, enda aldrei aldrei komist eins langt í Evrópubolta. Svakalegur fókus og liðið mjög vel skipulagt.
Vel gert hjá OGS að taka þetta á þolinmæðinni, enda var það alltaf vitað að þetta yrði þolinmæðisvinna.
Vonandi fáum við Sevilla í næsta leik… þar leyfi ég mér að spá slátrun frá okkar mönnum.
Audunn says
Þetta var fínasti sigur eftir allt saman. þegar hann kom inn á, við þurfum bara sterkari leikmenn til að koma inn á í svona leikjum.
jú jú það er rétt að United eigi að öllu eðlilegu að klára svona lið á 90 mín eða jafnvel á skemmri tíma en það en við sem fylgjumst með fótbolta vitum að það er nú bara ekki alltaf þannig.
það er ekki hægt að segja annað en að United hafi skapað mörg góð færi og átt margar flottar sóknir í þessum leik en við hittum á markmann sem átti líklega sinn besta leik á ferlinum, bara gaman fyrir hann að það hafi gerst gegn United.
Að því sögðu þá er ljóst að United er ekki að fara í úrslitaleikinn með svona spilamennsku, það þurfa allir að eiga betri leik en þetta. það vantaði hraða og kraft í spil liðsins.
Vandamálið er að það eru því miður ekkert sérstaklega margir möguleikar í stöðunni á bekknum og því þarf Ole að spila mikið á 12-14 leikmönum sem er bara ekki gott.
lingard var
Björn Friðgeir says
Auðunn: Ég breytti kommentinu þínu, svona tölum við ekki á þessari síðu. Leyfði rest að standa.
Öll: í reglum stendur
Enga fordóma
Kynþáttafordómar og aðrir fordómar eru ekki liðnir. Í drögum að nýrri stjórnarskrá segir „Öll erum við jöfn fyrir lögum og skulum njóta mannréttinda án mismununar, svo sem vegna kynferðis, aldurs, arfgerðar, búsetu, efnahags, fötlunar, kynhneigðar, kynþáttar, litarháttar, skoðana, stjórnmálatengsla, trúarbragða, tungumáls, uppruna, ætternis og stöðu að öðru leyti“. Höfum það í huga að United stuðningmenn eru af öllum stærðum og gerðum sem þarna eru upptaldar.
Scaltastic says
https://www.manchestereveningnews.co.uk/sport/football/man-utd-transfer-news-sancho-18756569
Holl lesning… Verst að hæstráðendur í félaginu eru í mótþróakasti. Það er löngu orðið tímabært að byrja ferlið í auka breiddina í hópnum. Samkeppnisaðilarnir eru komnir á fullt með sitt off season og nú er kominn tími til að Glazer’s og okkar „ástsæli“ Woody hysji upp um sig.