Byrjunarliðið var að mestu varaliðið en Maguire, Wan-Bissaka og Van de Beek
Varamenn: Grant, Dalot, Mengi, Fernandes, Greenwood, James, Rashford
Það kom meira á óvart að Luton liðið var að mestu skipað varamönnum líka
United byrjaði enda betur, hélt boltanum vel en sótti ekki mikið á. Luton bökkuðu þegar við átti en voru annars óhræddir við að sækja á þegar þeir fengu boltann og áttu meira að segja ágæta sókn á 17. mínútu sem endaði með skoti í hliðarnetið.
Þetta var allt afskaplega tíðindalítið, van de Beek var að spila þokkalega, átti ágætt samspil með Mata en Luton sótti í sig veðrið ef eitthvað var, sóttu nokkur horn og ógnuðu meira en United.
Loksins á 41. mínútu kom boltinn á Juan Mata inn í teignum, hann sveiflaði fætinum en hitti boltann varla og úrvarð horn. United nýtti það auðvitað ekki frekar en oftar.
Tveimur mínútum síðar sneri st gæfan í lið með United, van de Beek sótti, Luton varnarmaður hreinsaði í hendi annars slíks, boltinn barst til Brandon Williams yst í teignum, hann skýldi boltanum og Moncur fór beint í hann og felldi. Víti hárréttur dómur og Juan Mata skoraði örugglega.
Forustan í hálfleik ekki beinlínis verðskulduð en vel þegin.
Þessi mynd sýnir vandamálið nokkuð vel
https://twitter.com/utdarena/status/1308499634881523722
Seinni hálfleikur var mun verri ef eitthvað var. Loksins á 63. mínútu náði United almennilegri sókn eftir að Luton missti boltann, og endaði á því að skot Lingard að marki var hreinsað úr markteignum. Þetta vakti liðið svolítið og nokrar sóknir fylgdu í kjölfarið. Ekkert varð úr þeim samt og leikurinn hélt áfram að vera óspennandi
Loksins á 79. mínútu komu Rashford, Greenwood og Fernandes inná fyrir Mata, Ighalo og van de Beek.
En beint í kjölfarið á því kom horn Luton og það var einungis frábær varsla Henderson sem hindraði að skalli Tom Lockyer færi í netið. Lockyer náði skoti úr lausa boltanum en það var blokkað á línunni af Bailly.
Loksins kom færi hinu megin, Rashford sneri af sér varnarmann og skaut en aðeins of þröngt og markmaðurinn var á réttum stað og varði í horn. Og það voru varamennirnir sem tryggðu sigurinn, sóknin hófst á sendingu Greenwood á Fernandes, boltinn fór til baka, aftur á Fernandes, hann lyfti boltanum á Greenwood sem nikkaði boltanum í veg fyrir Rashford sem skeiðaði gegnum vörnina og skoraði örugglega. Flott sókn, glæsilegt mark.
Í viðbótartíma kom svo það sem er að verða að vörumerkismarki Mason Greenwood, hann fékk boltann úti hægra megin, lék inn í teiginn, tók skæri og skaut svo með vinstri fæti framhjá varnarmanninum og markvörðurinn sá ekki boltann fyrr en of seint.
Þetta var ekki skemmtilegasti leikurinn en gæðin á varamönnunum sögðu til sín og varsla Henderson kom á hárréttum tíma.
Bjarni Ellertsson says
Aldnir hsfa orðið, reynslumikið lið hjá okkur, ætti að duga til sigurs, spenntur að sjá Beek og svo hvaða uppátækjum meistari Bailly tekur uppá. Vona að hann fái samt boltann sem minnst. Fæstir eru að spila uppá byrjunarliðssæti sem þeir vita og mun leikurinn bera þess merki. Á von á öllu í kvöld. Góða skemmtun.
GGMU
Sindri says
Eins og við var að búast. Hark hjá varaliðinu á móti þokkalegu Luton liði.
Frábær varsla hjá Henderson í 1-0 svo koma gæðaleikmennirnir inná í sóknina og klára leikinn. Ekkert til að kvarta yfir. Bíð spenntur að sjá hvaða leikmenn verða teknir af lífi hér af virkum í athugasemdum.
Karl Garðars says
Þetta var ferlega strembið á köflum en góður preseason leikur. Gott að sjá varamennina koma sterka inn.
Ég vil allan daginn sjá Bailly í stað Lindelöf :)
MSD says
Svolítið eins og pre-season leikur en fínt að klára þetta. Henderson á tánum þrátt fyrir að ekkert væri að gera í rammanum hjá honum nema þetta eina færi sem hann varði meistaralega. Hefði orðið strembið ef þeir hefðu jafnað. Spenntur að sjá hann gegn sterkari andstæðingum.
Varðandi miðverðina, þá held ég að ég myndi alltaf velja Bailly á undan Lindelöf. Eina vandamálið er að við vitum allir að Bailly helst aldrei heill mjög lengi í einu. Ég er einnig handviss um að við fáum ekki miðvörð fyrir gluggalok meðan við erum enn með þetta marga farþega á launaskrá í Covid ástandinu. Rojo, Jones, Smalling eru allir með exit merki á bakinu en hreyfast ekkert á markaðnum.
Vonandi dettur Telles inn. Held að það sé það líklegasta til að gerast fyrir lok gluggans. Hinsvegar finnst mér skrítið að fyrst við ætlum ekki að bæta við okkur vængmanni (Sancho) að Chong hafi þá verið látinn fara á láni til Werder Bremen, bara upp á breiddina að gera.