Eitt stig í fjórum leikjum. Á Old Trafford.
Sagði einhver fordæmalausir tímar? Sannarlega. Burnley hefur samt tapað öllum heimaleikjunum. Það er huggun. En það eru víst bara þrír leikir
West Bromwich kemur í heimsókn á morgun, með heilt stig úr sínum fjórum útileikjum og þrjú í allt og það hlýtur að vera kominn tími til að United sýni sitt betra andlit því það sem ef er hausti hefur þetta ýmist verið í ökkla eða eyra. Ágætar frammistöður, aðallega í Meistaradeildinno og svo hrein hörmung inn á milli.
Hvers eigum við að vænta á morgun? Þetta landsleikjahlé var ömurlegt, ekki síst vegna þess að við hér heima höfum síðustu átta árin eða svo verið vön því að íslenska landsliðið kæti smá á meðan rauði herinn í Manchester lítur á eina tilgang enska landsliðsins vera að senda okkar menn í meiðsli. Það var erfitt enda Harry Maguire eini útileikmaðurinn sem spilaði í þessum leikjum. Enda meiddist hann eitthvað í leiknum gegn Íslandi og óvíst hvort hann byrji. Victor Lindelöf spilaði hnjaskaður þannig miðvarðastaðan okkar er í þessum líka fínu málum.
Alex Telles var mættur á æfingu í vikunni þannig hann er líklega klár sem og Edinson Cavani sem var mættur á æfingu í morgun þannig hann virðist hafa sloppið undan SARS-CoV-2 sýkingunni sem gekk um úrúgvæska hópinn. Eigum við að spá þessu?
Alveg óljóst reyndar hvernig staðan á Mason er, sjáum bara til með það
West Bromwich Albion
Þeim hefur gengið alveg herfilega það sem af er sem fyrr segir. Slaven Bilić hlýtur að vera undir pressu og ekki hjálpar að þeir hafa lent undir veiruvagninum. Branislav Ivanović, Matheus Pereira og Callum Robinson eiga þó að vera tilbúnir, sem og einhverjir ónefndir sem fengu veiruna en voru víst til í dag
Liðinu er spáð svona
…fyrirgefðu sagðirðu Branislav Ivanović?
Já einmitt. Eftir þrjú ár hjá ZenitSánktiPétursborg datt hann inn um gluggann hjá West Bromwich núna í september og er að styrkja liðið, þrjátíu og sex ára sem hann er. Á morgun verður vonandi ljóst að hann er enginn Kári (kóngur) Árnason!
Einhver eru með West Brom í 3-5-2 en ég leyfi mér að efast um það á morgun, frekar það detti í 5-4-1. Sjáum til. Doug Livermore er nafn sem þekkist en annars eru þetta leikmennirnir sem komu þeim upp í öðru sætinu í fyrra, að viðbættum mönnum á frjálsri sölu og lánsmönnum (Krovinović kemur frá Benfica).
Það er eitthvað mikið að ef þetta vinnst ekki á morgun, og þó illa hafi stundum gengið í haust þá er ekki svo mikið að. Sigur takk!
Leikurinn er klukkan átta annað kvöld, en það er ekki eins og það sé djamm!
Skildu eftir svar