Eftir flotta byrjun í Meistardeildinni í haust brotlenti liðið í Istanbúl fyrir tæpum þremur vikum. Tap gegn Başakşehir og það er ekki alveg jafn björt sýn á stöðuna. En á morgun koma Tyrkirnir í heimsókn og eftir nauman sigur á West Brom verður þessi leikur einnig að vinnast til að halda United við toppinn í riðlinum.
Fyrir leikinn í Istanbúl fór Friðrik Már vel yfir sögu tyrkneska liðsins og ég ætla því að hafa þetta einfalt í kvöld:
Velkominn heim Rafa!
https://twitter.com/orafa2/status/1330872135674376192
Það kann að vera að Rafael da Silva hafi ekki verið besti leikmaður United á árunum eftir Fergie, en það eru fáir ef nokkur jafn miklir United menn og hann og jafn reiðubúnir að skilja allt eftir inni á vellinum fyrir klúbbinn.
Frá því hann fór frá United sumarið 2015 lék hann 139 leiki fyrir Lyon þangað til hann fór til Başakşehir í haust. Hann er ekki fastamaður en við vonumst til hann fái tækifæri á morgun.
Hann má samt alveg vera aðeins rólegri gegn okkur en með okkur.
Af tyrkneska liðinu er það helst að frétta að þeir töpuðu fyrir Beşiktaş um helgina og eru í sjötta sæti í deild.
liðinu er spáð svo:
Manchester United
Það er ekki alltof blómlegt í garðinum hjá okkar mönnum og óánægja með frammstöðuna á laugardaginn minnkar ekkert ef illa gengur á morgun.
Það þarf einhverjar breytingar og ég spái því að á morgun rísi sá dagur að Donny fái séinsinn. Eins má Martial víkja úr framherjastöðunni, og Daniel James fer í liðið og verða þá einhver óánægð. Eftir tapið í Istanbúl býst ég ekki við annarri tilraun við tígulinn en ef Pogba verður tilbúinn eftir smávægileg meiðsli er samt aldrei að vita. Rashford má alveg við smá hvíld og ég stilli þessu svona upp.
Það má víst reyndar vona að Mason Greenwood verði tilbúinn og það væri ekki verra.
Leikurinn verður flautaður á á slaginu kl 8 annað kvöld
Skildu eftir svar