Maggi, Björn, Daníel og Þorsteinn settust niður og fóru yfir leikina gegn WBA og Başakşehir. Fórum svo yfir fréttir um þrepaskiptinguna sem ræður því hvort lið fái að hleypa inn áhorfendum eða ekki. Einnig minntumst við Diego Maradona sem lést í vikunni og fórum að lokum yfir slúður vikunnar.
https://open.spotify.com/episode/0GwEcRIWVBHUf0EfUrWjQU?si=4eKUbkEjTtOeQ8bseJmTvQ
Djöflavarpið er í boði Adidas á Íslandi. Hægt er að nálgast vörur adidas á eftirtöldum stöðum:
Jói Útherji
Músík og sport
Adidas á Íslandi
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan, auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Gerast áskrifandi í Spotify
Gerast áskrifandi í Apple Podcasts
Gerast áskrifandi í öðrum forritum
MP3 niðurhal: 84. þáttur
Ef þið viljið senda okkur spurningar þá er það hægt að senda okkur skilaboð á Facebook síðu Rauðu djöflanna.
Bjarni Ellertsson says
Fínt Pod, þó ég sperrti upp eyrun þegar kom að umræðu eða einræðu Björns um meistara Maradona. Ólst líka upp við hæfileika hans þó ekki hafi verið beinar útsendingar í þá daga, nóg var að heyra lýsingar frá BBC í útvarpi, þær jöfnuðust á við beinar útsendingar í dag og lýsendur margfalt betri en fyrirfinnast í dag. Gleymi seint 3-0 leiknum á Old Trafford þar sem Bryan Robson tók leikinn í sínar hendur frá upphafi og keyrði liðið áfram til sigurs gegn stjörnuprýddu Barcelona liði, með Maradona innanborðs. Fæ enn gæsahúð þegar ég hugsa til baka.
Náði að sjá átrúnaðargoðið leika listir sínar með Napoli ’88 gegn Cesena þar sem hann skoraði eitt mark en fyrir leik var samt minnistæðasta mómentið, 30 mínútur fyrir leik fylgdumst við með svona 20 blaða og ljósmyndurum mynda hring á leið inn á völlinn að þeim helmingi sem Napolimenn voru byrjaðir að hita upp. Öryggisverðir komu og leystu hringinn upp og þá birtist litli naggurinn úr hrúgunni haldandi boltanum á lofti, að sjálfsögðu með vinstri, og veifaði til mannfjöldans. Hann hitaði upp einn einsog þetta væri einhver sirkus, lék sér með boltann og hafði unun á að skemmta áhorfendum. Leikurinn endaði 2-0 og þvílíkt hafarí sem varð þegar honum varð kippt útaf, enda leikurinn unninn.
En nóg um það, erfiður leikur um helgina, en hann vinnst ekki nema ástríða, leikgleði og sigurvilji verði til staðar, eitthvað sem vantar því miður hjá mörgum í dag.
GGMU