Maggi, Bjössi og Þorsteinn settust niður og fóru vel yfir fréttir og leiki vikunnar.
- Kvennaliðið tapaði gegn Reading og er í hörku baráttu um Meistaradeildarsæti
- Paul Pogba er meiddur á læri og verður frá í nokkrar vikur
- United mætir Leicester í næstu umferð ensku bikarkeppnarinnar
- United hefur ekki enn framlengt við Edinson Cavani og Juan Mata
- U-23 liðið er stórskemmtilegt
- United gerði 3:3 jafntefli gegn Everton
- United vann West Ham í bikarnum 1:0 með marki Scott McTominay í framlengingu
https://open.spotify.com/episode/2ESRUu9uNiTZ9NV4JPzoXH?si=n9RLdM91R7iT90g4CqB_AQ
Djöflavarpið er í boði:
Adidas á Íslandi. Hægt er að nálgast vörur adidas á eftirtöldum stöðum:
Jói Útherji
Músík og sport
Adidas á Íslandi
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan, auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Gerast áskrifandi í Spotify
Gerast áskrifandi í Apple Podcasts
Gerast áskrifandi í öðrum forritum
MP3 niðurhal: 94. þáttur
Ef þið viljið senda okkur spurningar þá er það hægt að senda okkur skilaboð á Facebook síðu Rauðu djöflanna.
Halldór Marteins says
Smá leiðrétting bara, það eru 3 CL-sæti í boði í úrvalsdeild kvenna. Það breyttist fyrir þetta tímabil. Svo staðan er enn ágæt fyrst Arsenal hefur verið að hiksta. En síðustu tveir leikir hafa ekki verið nógu góðir hjá kvennaliðinu okkar, meiðslavesen og kraftleysi. Vonandi finnur Casey Stoney lausnir á þessu.
Svo verð ég nú að fá að mótmæla þessu rugli um að John O’Shea hafi ekki verið heimsklassa leikmaður. Hann var það svo sannarlega, breytti leiknum þegar kom að hlutverkinu squadplayer. Hann tók þá rullu og gerði hana að algjörum key. Hann hafði kannski lægra þak en sumir aðrir í hópnum á þeim tíma en hann hafði hvað hæsta gólfið, það var alltaf hægt að treysta á solid leik frá honum í það allra minnsta. Sama í hvaða stöðu þú hentir honum, m.a.s. þótt hann þyrfti að leysa af í marki. Ekki margir (ef nokkur!) sem hafa getað sýnt þennan stöðugleika á jafn fjölbreyttan hátt.
Team John O’Shea!