Vonbrigði haustsins koma fersk upp á yfirborðið þegar Manchester United leikur Evrópuleik á morgun. Ekki á þriðjudegi eða miðvikudegi heldur fimmtudegi því ekki í fyrsta skiptið er það Evrópudeildin sem bíður liðsins
Á morgun ferðast United til San Sebastián… nei afsakið áfangastaðurinn er víst Torino því Englendingar eru ekki velkomnir á Spáni útaf einhverju veseni.
Leikurinn hefur verið færður á Juventus leikvanginn, Real Sociedad til sárrar gremju enda munu útivallarmörk áfram telja og þó vellir séu tómir hlýtur það að teljast einkennilegt að þurfa að ferðast til annars lands en samt vera á heimavelli.
En nóg um ástandið.
United er búið að tilkynna ferðahópinn og í hann vantar bæði Edinson Cavani og Donny van de Beek. Amad Diallo og Shola Shoretire eru hins vegar báðir með og þar sem aðeins 22 ferðast til Ítalíu og það má hafa 12 varamenn á bekknum er ljóst að þeir verða á bekknum á morgun. Af þeim má nota fimm menn og það mun reyndar koma mér á óvart ef Ole fer að nota þá af meiri áfergju en venjulega.
Byrjunarliðið verður svona
Allt annað mun koma (skemmtilega?) á óvart
La Real
Real Sociedad hefur verið að standa sig vel í vetur svona á minni spænskra liða mælikvarða, situr nú í 5. sæti í La Liga, að vísu vel á eftir Sevilla sem er í fjórða sæti, þykir spila skemmtilegan fótbolta og er því fjarri því að vera auðveld bráð fyrir okkar menn
Það eru sannarlega nokkur kunnugleg nöfn þarna. David Silva eyðir elliárinum í að vera allt í öllu á miðjunni, sænski sóknarmaðurinn Alexander Isak er búinn að skora níu mörk í 19 leikjum í deild í vetur, en Mikel Oyarzabal er stjarna liðsins og er að koma til baka eftir meiðsli sem áður var búist við myndu þýða að hann missti af leiknum en svo verður ekki. Oyarzabal er kominn með 10 mörk í 18 deildarleikjum.
Já og svo er þarna Adnan Januzaj, sem eðlilega hefur fengið stóran skerf að umfjölluninni fyrir þennan leik. Hann er nú orðinn 26 ára, hefur leikið 14 leiki í deild í vetur og skorað tvö mörk. Þar fer leikmaður sem ofanritaður var alveg handviss um að yrði stjarna fyrir United en svo varð aldeilis ekki. Nóg um það, það gerir engum gott að ýfa upp gömul sár og þess vegna treysti ég því að Januzaj fari ekki að skora gegn United.
United fólk þarf að vera á tánum á morgun því leikur hefst kl 17:55 að íslenskum tíma!
Skildu eftir svar