Maggi og Þorsteinn settust niður og fóru vel yfir fréttir og leiki síðustu viku.
- David de Gea er í fæðingarorlofi – Dean Henderson spilar á meðan.
- Edinson Cavani er meiddur og missti af leiknum gegn City
- Inter skuldar United ennþá bróðurpartinn af kaupupphæð Romelu Lukaku – Verður einhver leikmaður fenginn frá Inter í staðinn?
- Voru kaupin á Donny van de Beek mistök?
- Leon Bailey orðaður við United ásamt þeim Sergio Ramos og Rafael Varane.
- Markalaust jafntefli gegn Crystal Palace
- Frábær 0:2 sigur á meistaraefnum Manchester City
https://open.spotify.com/episode/3KW8sk4DDeUd93afb9oU0u?si=b7dd13a8266f4a19
Djöflavarpið er í boði:
Adidas á Íslandi. Hægt er að nálgast vörur adidas á eftirtöldum stöðum:
Jói Útherji
Músík og sport
Adidas á Íslandi
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan, auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Gerast áskrifandi í Spotify
Gerast áskrifandi í Apple Podcasts
Gerast áskrifandi í öðrum forritum
MP3 niðurhal: 97. þáttur
Ef þið viljið senda okkur spurningar þá er það hægt að senda okkur skilaboð á Facebook síðu Rauðu djöflanna.
TonyD says
Flott hlaðvarp og gaman að hlusta. Ég held að við ættum ekki að afskrifa Van De Beek alveg strax enda hefur hann ekki fengið mikil tækifæri, kannski aðallega vegna upprisu Pogba? Það sést alveg að þegar hann kemur inn fyrir Bruno að hann er ekki að láta hlutina tikka alveg eins vel. Einngi finnst mér að þegar hann fær tækifæri af bekknum (10 mín eða svo í leik) þá er hann mikið til í boxinu, hvort sem það sé taktíst eður ei.
Hann ætti að fá dóm á næsta tímabili þar sem vonandi verður eitthvað pre-season (ólíklegt út af EM) og hann detti í gang þá. Mig grunar að hann hafi verið keyptur í stað Pogba og hann hafi komið inn strax því hann var fáanlegur í þessum glugga og mögulega ekki búinn að slá í gegn á EM sem hefði eflaust hækkað verðmiðann töluvert ef það hefði gerst.
Svakalegt þetta með Inter og vonandi gerist eitthvað í því, ég er sammála að salan sé ekki slæm en díllinn er afleitur ef skuldin er ennþá svona há og spurning um hvenær greiðslurnar áttu að berast? Þetta væntanlega kemur betur í ljós í sumar.