Upphitarinn góði í gær var með byrjunarlið United á tæru
Varamenn: Bishop, Grant, Lindelöf, Shaw, Tuanzebe, Williams, Fred, Amad, Shoretire
Lið AC Milan
United byrjaði betur í leiknum og fyrir utan rangstöðu“mark“ Leao í skyndisókn fóru þeir að ógna fljótlega. Fyrsta færið var þegar Martial tók bolta frá Alex Telles á kassann og smellti honum síðan að marki en Donnarumma sló boltann yfir. Skemmtilegt skot hjá Martial og ágætlega varið.
En rétt á eftir kom Milan boltanum aftur í netið. Þeir fengu innkast frá hægri, Kessié tók boltann og fékk að leggja hann fyrir sig án þess að Maguire eða McTominay kæmust nálægt og smellhitti tuðruna, óverjandi fyrir Henderson. Þetta fór hins vegar í VAR og þar sást að Kessié hafði notað hendina til að hjálpa við að taka á móti boltanum og markið dæmt af.
Eftir þetta sótti Milan nokku og svo United, fram og til baka og hvorugt lið náði almennilega tökum á miðjunni. Svo sem ekki að furða að Nemanja Matic sé ekki sá líflegasti en Kessié og Meité voru öllu frískari hjá Milan og fyrir vikið var meira og meira af leiknum að fara fram á vallarþriðjungi United.
Að auki var leikmönnum United ansi mislagðir fætur þegar kom að því að gefa á samherja og erfitt að koma boltanum fram á við.
Saelemaekers kom svo með eitt besta færið í leiknum, lék inn í teig og fékk að skjóta en það var beint á Henderson sem sló frá. Alls ekki sannfærandi hjá vörn United frekar en oft áður.
United sótti nú samt nokkuð, Alex Telles fékk að taka aukaspyrnu sem fór í horn og síðan kom horn sem endaði á að Harry Maguire var óvaldaður á fjær stöng en náði ekki skoti heldur setti sköflunginn í hann og boltinn small í stöng. Gullið tækifæri fyrir fyrirliðann þar.
Anthony Martial hafði alls ekki verið að skila sínu í fyrri hálfleik og var að auki að haltra og í hálfleik kom Amad Diallo inná fyrir hann.
United sótti frá upphafi og það tók Amad innan við fimm mínútur að skora. Bruno Fernandes fékk boltann á miðjunni, leit upp og gaf langa beina sendingu inn á vítapunktinn, og þar var Amad mættur eftir frábært hlaup milli tveggja varnarmanna, stökk upp og sneri sér í loftinu og með bakið að marki nikkaði hann yfir Donnarumma. Frábært skallamark! 1-0 fyrir United.
Milan varð hins vegar enn á ný hættulegra og enn á ný var vörn United ekki sú traustasta. Kessié slapp í gegn vinstra megin og hefði getað gert betur en var í frekar þröngu færi og Henderson varði í horn. Næst var það svo Krunić sem fékk fínt færi þegar hann kom á ferðinni í skalla en Maguire var í bakinu á honum og gat truflað hann nóg til að skallinn fór framhjá.
Þetta var orðin ansi mikil einstefna en allt í einu brenndi United af öðru dauðafæri. Greenwood kom upp, gaf stutt á Amad í teignum og fékk hann strax til baka og var allt í einu frír, gaf þvert og þar var Daniel James enn og óvaldaður en skaut hátt framhjá.
Þá gerði Ole þrjár breytingar. Fred kom inná fyrir Bruno, Williams fyrir Wan-Bissaka og Shaw fyrir Daniel James.
Það sem eftir var leiks gerðist ekkert allt of mikið. Milan var með yfirhöndina, United var oftast með pakkað í vörn en samt var Milan oft aðeins hársbreidd frá að brjótast í gegn.
Það hafðist að lokum.
Skörp sókn Milan endaði með horni, og úr því kom boltinn inn á teiginnn, framhjá Alex Telles og McTominay komst ekki í Simon Kjær sem skallaði fast, Henderson sá boltann seint, stóð ekki beinn og náði bara rétt að slá í boltann ekki nóg til að koma honum yfir. Jöfnunarmarkið og lokaflautið kom sekúndum eftir að United byrjað.
Lokatölur mikil vonbrigði en ekkert sem Milan átti ekki skilið. United brenndi tveimur dauðafærum en átti samt minnst í leiknum, eins og minnst hefur verið á var miðjan varla með, og vörnin er alltaf sekúndubroti frá hruni.
Síðast en ekki síst er ekki mjög ósanngjarnt að segja að Henderson hefði átt að verja skalla Kjær.
Þetta eru allt kunnugleg vandamál en við förum frá þessum leik með frábært mark nýliðans okkar í farteskinu, velkominn til United Amad Diallo!
Zorro says
Vá hvað þetta byrjar leiðinlega..bitlsust..enginn sòkn..svo situr hann Ole eins og froskur uppi stùku…leiðindi😞
Karl Garðars says
Þetta endar ekki vel ef menn fara ekki að vakna. Það er eiginlega eins og McTominay sé einn á vellinum.
Mcguire alveg úti að aka framan af.
Hjöri says
Getur einhver frætt mig á því, þegar rangstöðumarkið var hvers vegna línuvörður veifar flagginu ekki strax, í stað þess að láta leikmanninn hlaupa nærri frá miðju og setja boltan í netið, og veifa þá. Eru þetta einhverjar nýjar reglur, að láta leikmenn eiða orku sem er svo ekki til neins?
Karl Garðars says
Ohhhh þvílíkt mark!👌
Scaltastic says
Réttlætinu fullnægt. Dýrt spaug hjá fyrliðanum og Macca í ruglinu.
Egill says
Slabhead klúðrar á marklínu, miðjan steingeld, erum gjörsamlega hauslausir í föstum leikatriðum og trúðurinn hann Ole hlær og er rosa sáttur í lok leiks þegar hann tók í höndina á andstæðingunum.
Ég get ekki beðið eftir því að við fáum inn alvöru þjálfara sem losar okkur við þessa farþega sem fá endalaust að spila og gera sjálfa sig og félagið að fíflum.
Frábært mark hjá Diallo varð að engu eftir enn eina skituna.
Björn Friðgeir says
Egill: Ég veit ekki í hvaða Fifadraumaheimi þú ert en ef þú heldur það sé hægt að taka inn ellefu leikmenn á einu sumri og skipta út heilu liði verð ég að valda þér vonbrigðum og segja að það sé ekki hægt.
Einar Ingi Einarsson says
Ég sá seinni hálfleik vá hvað þetta var lélegt algjört stjórnleysi þvílík vonbrigði.
Egill says
Björn Friðgeir: Það er reyndar rétt, ég ætla að fá að umorða þetta.
Ég get ekki beiðið eftir því við fáum inn alvöru þjálfara sem losar sig við þessa farþega með því að fá betri menn inn, en ekki eyða fúlgu í aðra farþega. Bruno er þó undantekningin.
Ole á að vera kominn lengra með þetta verkefni. Vörnin er verri en hún var, miðjan er jafn hugmyndasnauð og hún var nema þegar Bruno á góðan leik, og sóknin er verri en hún var.
James, Matic, Martial, Maguire, Jones, de Gea, Mata og Lindelof eru allt menn sem eiga að vera farnir. Sá eini þarna sem hefur hæfileikana til að spila fyrir Man Utd er Martial, en hausinn er bara ekki á réttum stað.
Svo er Rashford að glíma við sjaldgæft vandamál sem er of mikið sjálfstraust.
Enn ein uppbyggingin er að fara að hefjast og það er svo augljóst að Ole er ekki maðurinn í það.
Cantona no 7 says
Ole
Halldór Marteins says
Solskjær hefur nú verið duglegri að losa út leikmenn en aðrir stjórar eftir Ferguson og að mínu mati er hann búinn að gera hópinn betri þótt það sé enn svigrúm til bætingar.
Ég er enn ekki alveg sannfærður um að Solskjær hafi það sem þarf til að taka liðið alla leið en mér finnst hann vera búinn að vinna sér inn meiri tíma til að sýna hvað hann getur.
Ég hef líka mjög mikla trú á Darren Fletcher og finnst frábært að hann sé kominn inn sem technical director. Þar held ég að við séum með frábæran karakter og verulega flottan fótboltaheila sem getur lagt mikið af mörkum í áframhaldandi uppbyggingu á liðum Manchester United.
Stórkostlegt að sjá Amad skora sitt fyrsta mark fyrir United með þessum hætti. Það er afar ánægjulegt að sjá ungan gutta koma inn í liðið með þetta mikið sjálfstraust þrátt fyrir að hafa ekki mikla reynslu af alvöru fótbolta. Ég hef mikla trú á að hann nái að bakka þetta sjálfstraust upp og hlakka mikið til að fylgjast með honum þróast á næstu árum.
Nú þýðir ekkert að mæta hálfsofandi á San Siro. Það er ekki til neins að reyna að verja eitthvað þar, liðið verður að skora. Frekar að tapa leiknum en falla úr leik á markalausu jafntefli.
gummi says
Solskjær verður aldrei nógu góður fyrir united alveg sama hvað hver segir við erum ekki að fara vinna neitt með hann sem stjóra
Tòmas says
Það er satt Egill að það þarf enn að losa menn. En ég held að það sé tæpt að gera Ole ábyrgan fyrir því að ekki sé búið að selja menn eins og Matic og Jones. En að tala um að það þurfa að losa Maguire, Lindelöf og DeGea er bara rugl. Það þarf hins vegar að kaupa klassa miðvörð með Maguire, jafnvel tvo. Til að halda honum á tánum. City eru með 3 miðverði sem ég tel jafngóða eða betri en okkar besti miðvörður sem er líklega Maguire
Er sammála því að miðjan er frekar geld. Mér finnst það eiginlega fullreynt að nota Matic á miðjunni, hann leikur nánast alltaf illa. Hann var í byrjunarliðinu á móti Crystal Palace, Sheffield United og í kvöld. Finnst að það megi gagnrýna Ole fyrir að halda áfram svo lengi að nota hann. Vonandi er Pogba að fara jafna sig og við sjáum ekki meira af honum. Nema þá til að koma inn á í unnum leikjum.
Það þarf að fá heimsklassa 8 inn í þetta lið og jafnvel 6 líka. Er samt aðdáandi McTominay.
En annars stefnir allt í að við séum að fara skora hærra í deildinni en í fyrra og komast nær toppliðinu. Væri rosa sterkt að taka bikarinn eða evrópudeildina, en það eru sterk lið þarna í báðum keppnum.
Danni says
Spurning um Dof stöðuna samt, já maður ráðinn þar inn og svo Fletcher sem technical director bara til þess að róa fans. Krabbameinið er og verður alltaf Ed Woodward, við verðum að losna við þann gæja því miður. Alveg sama þó hann hafi tímabundið rifið hagnaðinn upp. Titlaleysi í þessum geira er bad business. Afleit kaup og virkilega slæmir samningar undanfarinna ára skrifast að stórum hluta á hann. Eins og ég sé þetta, þá er Óli enn á kafi í skítnum upp að hnjám, kommon gæjinn er að laga til bæði eftir 3 ólíka stjóra og Woody. Að koma þessum hóp (takið eftir ég tala ekki um liðið heldur hópinn) í annað sæti deildarinnar og meistaradeildar séns er alls ekki slæmt. Enn sem komið er hefur hann staðið sig vel í því að byggja upp, hvort hann sé maður í titla er svo önnur saga.
TonyD says
Sammála Danna, ég veit ekki með Ole til lengri tíma litið en heilt yfir virðist hann vera að gera fína hluti með því að byggja liðið upp og það er verið að breyta öllum kúltúrnum í klúbbnum. Ennfremur hefur hann losað sig við mjög mikið af leikmönnum sem voru algjörir farþegar og er ekki ennþá búinn. Það hefur ekkert gefist allt of vel að losa sig við fullt af leikmönnum og taka inn slatta af nýjum í einu. Eins þá þurfa leikmenn að passa saman, sem hefur verið stóra vandamálið hingað til í þessum kaupum.
Ég er ekkert endilega á því að þessi Murtough sé endilega einhver já-maður og hann er víst búinn að vera með fingurna í góðum hlutum á bakvið tjöldin. Vonandi er hann með bein í nefinu og Woody gert gert einhverja flotta samninga fyrir klúbbinn án þess að koma nálægt fótboltamálunum.
En aðeins um leikinn, já þetta er skíta jafntefli og mér finnst eins og það sé smá þreyta í of mörgum leikmönnum. Það þarf að rótera reglulega og það að Bruno og framherjarnir eigi erfitt með að fá pásu sé ekki uppskrift að góðum úrslitum. Eins með miðjuna, það eru engir kjúklingar klárir í aðalliðið eins og staðan er núna. Við vinnum enga titla né spilum við samba bolta með McT, Fred og Matic í 2 af 3 miðjumönnunum. Þetta verður meira af því sama þangað til Pogba kemur aftur og Van De Beek (sem vonandi fær einhverjar mínútur). En djöfull er þetta glatað að fá þetta mark í restina, menn verða að halda haus og klára leikina.
Björn Friðgeir says
Egill: Þú vilt losa 8 manns. Þar af skipta Jones og Mata engu máli lengur en James er fínn bekkmaður. En svo viltu skipta út fimm byrjunarliðsmönum.
Þetta virkar ekki þannig, það þarf að taka inn menn um leið og öðrum er skipt út
Segjum nú samt sem svo að Henderson geti tekið stöðu De Gea. Nú eigum við öll að vita að það er ekki séns að selja De Gea. Þannig er nú bara markaðurinn.
Þá eru það hinir fjórir, báðir aðal miðverðirnir, miðjumaður og sóknarmaður.
En hvað er það sem við vitum að við þurfum? Jú, miðvörð, miðjumann og sóknarmann.
Þetta er einfaldlega það sama og búið er að tala um síðan í haust að sé aðalfókusinn í sumar. Og ef það tekst vel sem er fyrst og fremst undir yfirmönnum Ole komið og hvort til séu peningar, þá verðum við í raun komnir á þann stað sem þú vilt að við séum í mannskap.
Alveg án þess að þurfa að kenna Ole um hvað allt sé í klessu.
Robbi Mich says
Hata þetta væl og þessa neikvæðni leik eftir leik. Þrátt fyrir ALLT erum við í öðru sæti og með aðeins meiri baráttu og meiri gæðum í hópnum værum við að virkilega að gera tilkall til titilsins. Það væntanlega kemur á næstu tveimur tímabilum að við séum virkilega að berjast um titilinn, en mér líst töluvert betur á uppbyggingu liðsins undir stjórn Ole heldur en José og LvG. Ole er ennþá að vinna mestmegnis með hóp sem hann fékk í arf og það tekur tíma að endurnýja og kostar sitt.
Sjáið ríkjandi meistara sem er með töluvert betri mannskap en við og þar er allt í rúst sem stendur. Hátt var fallið af toppnum. Erum sem betur fer ekki þar lengur.