Liðið er alveg staðlað, án Pogba.
Varamenn: De Gea, Grant, Alex Telles, Tuanzebe, Williams, Amad, Pogba, Matic, Van de Beek
AC Milan var án Ante Rebić og Leão, þannig að Castillejo var fölsk nía en Zlatan beið á bekknum
United var sterkara liðið frá fyrstu mínútu, sótti vel og pressaði hátt, færin létu þó á sér standa eins og oft áður. Milan reyndi gagnsóknir en vörn United gekk vel í að stoppa þær áður en hætta skapaðist.
Fyrsta góða færi United birtist á 20. mínútu, hröð sókn og United voru tveir á einn, en Dan James ákvað að gefa ekki á Rashford, Hernández gat komist í hann aftanfrá og trufla og síðan kom Tomori og hirti boltann með harðri tæklingu í hliðina á James. Þar hefði hann mátt gefa boltann.
Það var svo Theo Hernández sjálfur sem virtist ætla að skapa gott færi hinu megin, óð upp allan völl en Maguire komst vel í boltann þegar Hernández missti hann aðeins of langt frá sér.
Leikurinn aðeins að opnast þarna um miðjan hálfleik þegar Milan sýndi meiri sóknartilburði. Það var Milan sem var síðan hársbreidd frá færi, en tækling Lindelöf á Kessié var fullkomin og ekkert varð úr því.
Síðasta færið í fyrri hálfleik var Milan, Krunić setti boltann framhjá, ekki opið færi en hugsanlega það hættulegasta í hálfleiknum.
Bæði lið voru mistæk í fyrri hálfleik, nóg af ónákvæmum sendingum og vantaði upp á ákefðina hjá United.
Ole er oft réttilega gagnrýndur fyrir að skipta seint og ekki, en í kvöld kom Paul Pogba inná í hálfleik fyrir Marcus Rashford. Pogba fór á vinstri kantinn og Greenwood fram. Það tók hann innan við þrjár mínútur að setja mark.
United sótti frá fyrstu mínútu, og Pogba sendi út þvert út á Wan Bissaka í teignum, hann gaf fyrir og það voru líklega fjórar til fimm snertingar hjá United leikmönnum áður en boltinn datt fyrir Pogba á markteignum og hann fintaði skot, setti Donnarumma úr jafnvægi og kláraði svo vel. Furðulegasti aðdragandi og Milan klaufar að hreinsa ekki en að sama skapi vel gert hjá United að halda pressunni þarna á markteignum. 1-0 United
Milan tók við sér eftir markið en það var fátt markvert næsta kortérið þangað til Zlatan Ibrahimović kom inná fyrir Castillejo og Diogo Dalot fyrir Kalulu. Þeir komu með meiri kraft í leikinn og sóknarþungi Milan jókst. Að sama skapi þá náðu United svolitið að opna fyrir skyndisóknir, enda höfðu þeir náð að stöðva sóknir MIlan, stundum helst til seint, en þó vel. Zlatan át Shaw í skallabolta en Henderson varði það ágætlega. Ekki ólíkt markinu sem Kjær skoraði í síðustu viku þegar Henderson hefði átt að gera betur, í þetta sinn gerði hann það.
Áfram sótti Milan og áfram var vörn United góð í því að hreinsa frá og það oftast mjög vel.
Síðustu mínúturnar fóru United svo að sækja aðeins og þar var Pogba með ágætan skalla eftir fyrirgjöf Dan James, en yfir. Ekki kannske of hættulegt.
Það voru fimm mínútur af uppbótartíma og Dean Henderson sýndi hvað hann gat þegar hann greip vel inn í sókn Milan með úthlaupi. Tomori sá um að missa boltann útaf eftir aukaspyrnu og það var síðasta hættan sem Milan skapaði.
Fínn sigur á útivelli staðreynd og United er komið áfram. Ekki kannske sá mest sannfærandi en ekki hægt að biðja um meira en sigur. Vörn United var lykilatriði í þessum leik, Lindelöf var klettur í miðjunni, Luke Shaw góður en sem oft áður meira fram á við en hitt.
Það er frábært að fá Pogba til baka, og hafa bæði hann og Fernandes til að sjá um sköpunina. Bruno var frekar rólegur í þessum leik en við höfum séð hvað þessir tveir geta gert saman.
Scaltastic says
Greinilegt miðað við liðsuppstilliningu að Ole veðjar á evrópudeildina frekar en FA cup… pressan er á okkur í kvöld.
Zorro says
Skil ekki þetta þrönga kantspil hja okkur sem enda alltaf á aftasta manni eða klùður….ekkert hugmyndaflug i okkar leik…og Ole sem fastastur uppi stùku…það þarf að öskra þessa menn áfram😞
Scaltastic says
Bruno og Fred gjörsamlega hauslausir, rífa sig í gang ASAP takk!
Zorro says
Jæja það er komið nòg af leiðindum..ekkert að frétta af United..vona að það verði skemmtilegra að horfa a Val-Tindadtòl i körfunni
Einar Ingi Einarsson says
Þá eru 45 mín liðnar vá hvað mér finnst liðið lélegt .
zorro says
Verðum að fá annann mann til stjórna þessu liði erum með góðann mannskap..en gengur ekki að hafa fermingarstrák sem manager..hann getur þjalfað Soke en ekki þetta lið….maður missir áhugann á fótbolta að horfa á þetta hellvíti
Tómas says
Við hverju voru menn að búast? Algeru yfirspili? Móti Milan?
Skil ekki þetta væl.
Betri aðilinn. Kláruðum leikinn flott. Héldum boltanum innan liðsins.
Henderson er ákveðinn og vörnin áfram góð. Flott að fá Pogba til baka.
Karl Garðars says
Iðnaðarsigur á San Siro og verðskuldað hreint lak hjá Dean Henderson.
Skál fyrir því!
Mikið finnst mér samt að menn hitti illa á hvern annan í síðustu ansi mörgum leikjum. Auðveldar sendingar að fara úrskeiðis, það veit aldrei á gott.
En við erum ekki að fá á okkur mörk og það er mikið gott.
Ég er bara nokkuð bjartsýnn á framhaldið ef Pogba ætlar að mæta til leiks í botni. Það léttir mikið á Bruno og við förum að sjá hand bestu hliðar aftur.
Hjöri says
Ég er farinn að stórefa að þú sért Utd maður zorro, því hver einasti komment hjá þér er svo neikvæður gagnvart liðinu og stjóranum.
Cantona no 7 says
Ole
Scaltastic says
Upprisa Maguire & Lindelöf sammstarfsins eftir Sheffield og Everton bíóið hefur verið mögnuð. Gott að fá Pogba tilbaka en ég hef áhyggjur af heilsunni á Rashford.
Valdi says
Vil hrósa liðinu fyrir seinni hálfleikinn. Dean flottur og tók sem þurfti og sýndi öryggi. Persónulega vil ég halda Pogba. Bruno verður betri við það og allt liðið, var það augljóst nú í kvöld. Ef við höldum honum, fáum alvöru 9 og svo elite miðvörð í sumar erum við komnir einu skrefi áfram. Næst væri að sækja djúpan miðjumann og eitthvað hægra meginn
Björn Friðgeir says
Rashford verður að fá hvíld. Væri gott ef hann „tognaði“ eilítið fyrir landsleikjahlé.
Óli says
Gerum okkur grein fyrir því að við erum með yngsta liðið í deildinni og mér finnst að liðið sé á réttri leið. Get ekki skilið þessar árásir á Ole Gunnar finnst hann hafi gert það gott með liðið og það er jafn stígandi og er að gefa ungu strákunum mikilvægar mínútur fyrir framtíðina og framtíðin er björt en við þurfum 2-3 heimsklassa leikmenn í sumar til þess að vera samkeppnis hæfir í öllum keppnum. Áfram Manu. Glory Glory
Sigurvald (Silli) says
Mjög öflugur sigur gegn mjög góðu liði Milan.
Ég er í alvörunni farinn að hallast að því að okkur vanti ekki lengur miðvörð, enda sýna undanfarnir leikir það. Ole og hans krúi er að takast að búa til magnað miðvarðapar úr Maguire og Lindelöf.. Það eina sem vantar er að Bailly haldist heill upp á að rótera þegar þarf (svo má ekki gleyma Tuanzebe, sem vonandi verður samtíma týpan af John O’Shea – bara enn betri).
Deano þarf að verða okkar nr. 1, frá og með núna. DDG hefur verið gjörsamlega frábær í mörg ár og oft bjargað „okkur“ stórkostlega og unnið helling af leikjum með frábærum vörslum.
Nú held ég samt að það sé kominn tími á breytingar: Það er einhver ástæða fyrir því að „við“ höfum bara fengið á „okkur“ 1 mark í s.l. 8 leikjum sem DH hefur staðið á milli stanganna, og í þeim leikjum virðist vörnin mun aggressívari og með meira sjálfstraust.
Frábært að sjá Herra Paul Pogba koma til baka og magnað hvað hann kveikir í mönnum eins og Bruno, sem hefur oft á tíðum verið í gíslingu hjá varnarmönnum mótherja upp á síðkastið. Vonandi getum við haldið þeim báðum um ókomin ár, enda er hrein unun að sjá hve þeir snillingarnir ná sérstaklega vel saman.
James er allur að koma til aftur og svo er ég alveg viss um að Greenwood á eftir að verða geggjaður eftir nokkur ár – krakkinn er jú bara 19 ára!
Varðandi níu – Eins mikið og mig langar að fá Haaland, þá grunar mig að það verði bara vesen.. ekki síst út af fjandans umboðsmanninum hans.
Þar sem Spurs eru með allt í skrúfuni, væri ekki alveg rakið að ná í Kane? Er hann ekki nákvæmlega maðurinn sem vantar uppi á topp?
Tökum svo þessar 2 dollur sem eru í boði..
GGMU!
P.S.
@Zorro : SLAKA!
Björn Friðgeir says
Góð súmmering hjá Sigurvaldi, sammála þessu.
Bæði Haaland og Kane yrðu mjög dýrir en hvor sem er væri velkominn. Þá væri líklega ekki peningur fyrir nema einum alvöru í viðbót og eins og staðan er núna þá finnst mér það ætti að fara í miðjumann. Sterkur maður þar betri en McSauce, Fred og Matic myndi gera rosalega mikið.
Vörnin bíður þá og eins og þetta hefur veirð að spilast þá er það í þokkalegu ástandi. Eigum við svo ekki bara að vona að Amad eigni sér kantinn?
Cantona no 7 says
Granada takk
Helgi P says
Ef Solskjær fer ekki að nota bekkinn hjá sér þá sé eg okkur ekki komast lengra en í undanúrslit er ekki að skilja hvernig james sé spila núna 90 mín í hverjum leik þegar hann komst ekki einu sinni á bekkinn í byrjun
Sigurvald (Silli) says
@Björn Friðgeir.
Ég er á móti sammála þér. Eins og ég elska McT (og laumuelska líka Fred) þá væri geggjað að fá einhvern alvöru þar til viðbótar. Mér dettur fyrst í hug Declan Rice.
Amad á vonandi eftir að eigna sér kantinn – Eins má láta sig dreyma um fyrrum liðsfélaga Brunosins; Raphinha. :-)
Það eru a.m.k. bjartir tímar framundan.