„Hann stóð sig vel en þetta var hans líkami með hug mínum. Hann var fyrir framan mig og ég tók allar ákvarðanir fyrir hann.“
Luis Enrique sagði eitt sinn snyrtilega að það væri bæði hægt að læra af þjálfurunum sem gerðu hlutina vel og þeim sem gerðu þá illa. Þar vísaði hann reyndar til Louis van Gaal hjá Barcelona en meðferð Jose Mourinho er dæmigerð fyrir hvernig ekki á að byggja upp leikmenn. Hrósið – ef hrós skyldi kalla – hraut af vörum Mourinho eftir einn besta leik Shaw undir hans stjórn.
Þótt búið væri að reka Mourinho gat hann samt ekki látið Shaw í friði. Eftir 4-0 sigur United á Chelsea í fyrstu umferðinni 2019 hafði Jose þetta að segja: „Maguire á eftir að komast á því að hann á eftir að hafa nóg að gera við að dekkasvæðið fyrir Luke Shaw í vetur.“ Fyrirsagnir fréttamiðla og stríðsmennirnir á Twitter voru enn neikvæðar.
Í viðtali við BBC í síðasta mánuði svaraði Shaw aðeins fyrir sig. Hann sagðist hafa átt erfitt því fólk hefði talað illa um hann og hann hefði ekki getað svarað fyrir sig. Hann hefði þess í stað reynt að læra og að lokum hefði mótlætið gert hann að betri manneskju.
Í markaþætti BBC síðasta sunnudag, Match of the Day, var Shaw tekinn fyrir eftir frábæran leik gegn West Ham og honum hrósað í hástert. Sérstaklega var samvinnu hans og Maguire hælt og sýnt hvernig þeir væru tilbúnir að fórna sér fyrir liðið, að kasta sér fyrir skotin.
Það kemur kannski ekki á óvart. Shaw hefur átt sérstaklega gott tímabil í vetur. Sendingar hans og hlaup hafa stutt vel við sóknarleikinn og United hefur gjarnan saknað hans svo þegar hann hefur verið hvíldur á bekknum að honum hefur veriðskipt inn á. Annar sérfræðinga BBC rifjaði upp að hann hefði horft á Shaw 16 ára gamlan tæta í sig mótherja sína með snörpum hlaupum inn í teiginn og góðum fyrirgjöfum.
Þeir stuðningsmenn United sem fylgdust með Shaw hjá Southampton minnast einmitt þessa líka. Hlaupa inn á teiginn, upp að endamörkum og fyrirgjöfum sem skiluðu marktækifæri. Þess vegna var honum treyst til að taka við vinstri bakvarðarstöðunni hjá United af Patrice Evra 19 ára gömlum.
Það er kannski ekki að undra þótt svo ungur leikmaður eigi erfitt með að fóta sig á stóra sviðinu og þannig var fyrsta ár Shaw með van Gaal. En það má líka rifja upp að Shaw sýndi allar sínar bestu hliðar í byrjun annars tímabils van Gaal, þar til hann fótbrotnaði í leik gegn PSV Eindhoven. Fram að því hafði Shaw verið lykilmaður í sóknarleiknum sem í kjölfarið hrundi. Þegar Shaw snéri aftur var van Gaal horfinn en Mourinho kominn.
Upprisa Shaw nú er dæmi um hversu liðið staðnaði undir stjórn Mourinho. Varla nokkur leikmaður tók framförum og því er nánast hægt að tala um tvö glötuð ár, þrátt fyrir Evróputitil og annað sæti í deild. Meðferð hans á Shaw er líka uppbygging um að það er vænlegra til árangurs að tala fólk upp en niður. Sem betur fer sáu stjórnendur United sig um hönd og bundu enda á valdatíð Mourinho. Yfir því gleðst gott fólk – og Luke Shaw.
Skildu eftir svar