Manchester United snýr aftur eftir landsleikjahlé á morgun þegar liðið tekur á móti Brighton á Old Trafford. United mætti Brighton í sínum öðrum deildarleik í haust og var stálheppið að landa 2-3 sigri. Annars vegar settu Brighton-menn deildarmet með að skjóta finn sinnum í marksúlurnar í sama leiknum, hins vegar skoraði Bruno Fernandes sigurmarkið úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að búið var að flauta til leiksloka.
Liðsfréttir
Meiðslastaðan er skárri hjá United en undanfarnar vikur. Marcus Rashford tókst að bjarga frá landsliðinu og hefur getað æft í vikunni, Edinson Cavani hefur verið glaðlegur að sjá á æfingum og Eric Bailly telst heill. Victor Lindelöf, Anthony Martial og Marcus Greenwood lentu hins vegar allir í meiðslum í landsleikjahléinu og teljast tæpir.
Stærsta spurningin í liðsuppstillingunni er hver verður í markinu. Dean Henderson og David de Gea eru báðir í fullu formi. Henderson spilaði gegn Leicester en fékk á sig þrjú mörk. Hann er tilbúinn að hjálpa liðinu að spila framar en þegar kemur að því að verja skot eru fáir betri en de Gea. Við spáum því að Spánverjinn komu aftur inn í liðið en Henderson spili gegn Granada á fimmtudag.
Út frá meiðslum Lindelöf virðist vörnin segja sig sjálf. Með alla heila á miðjunni milli Fred/McTominay og Matic/Pogba. Við veðjum á fyrra parið gegn líflegu liði Brighton. Ef Greenwood er tæpur er líklegt að Daniel James, sem skoraði laglegt skallamark með landsliðinu, verði á kantinum og Cavani taki framherjastöðuna.
Mótherjinn
Líklegt er að augu stuðningsmanna Manchester United verði á hinum 23ja ára gamla miðverði Ben White, sem í vikunni var á ný orðaður við liðið. Manchester Evening News segir merkilegt nokk að White hefði hug á að leika fyrir United og gæti fengist fyrir 35 milljónir punda. Staðarblaðið greindi fyrst frá því í desember að White væri einn þeirra miðvarða sem United hefði til skoðunar.
Graham Potter, stjóri Brighton, segir alla hafa skilað sér heila heim eftir landsleikina. Hópurinn er því sá sama og í síðasta leik gegn Newcastle. Liðið vann þann leik 3-0 og náði með því forskoti í fallbaráttunni. Brighton hefur þann vafasama titil að vera óheppnasta lið deildarinnar, samkvæmt væntum mörkum (xG) ætti það að vera með 17 stigum meira en það hefur og þar með í Evrópuslag. Leikurinn í haust var einkennandi fyrir ólukku liðsins. Vonandi er að heppnin snúist ekki á sveif með því á morgun.
Tveir markaskorara liðsins frá í haust, þeir Tariq Lamptey og Solly March, er frá út tímabilið vegna meiðsla. Danny Welbeck hefur glímt við meiðsli í vetur en spilaði 83. mínútur og skoraði gegn Newcastle. Hann snýr væntanlega aftur á sinn gamla uppeldisvöll á morgun.
Miðað við góð úrslit síðast er líklegt að Brighton stilli upp óbreyttu liði frá leiknum gegn Newcastle.
Spá
Lið eru oft þung eftir landsleikjahlé og Brighton hefur sýnt að liðið getur spilað vel þrátt fyrir stöðuna í vetur. Það samt óskandi að United klári þennan heimaleik, 2-0 (Rashford og Cavani) væri þægilegt. Brighton þó má fá eitt mark gegn því að það sé þegar United er með unninn leik í höndunum og Welbeck skori það.
Leikurinn er á morgun páskadag og hefst klukkan 18:30 að íslenskum tíma, enda hafa Evrópubúar breytt klukkunni.
Skildu eftir svar