Annað kvöld verður seinni viðureign okkar manna gegn Granada í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fyrri viðureignina unnu okkar menn nokkuð þægilega á Spáni í síðustu viku með tveim mörkum gegn engu. Má segja að leikurinn sé formsatriði að komast í gegnum miðað við dapra spilamennsku Granada í fyrri leiknum. Tvö útivallarmörk eru gulls í gildi í Evrópu keppnunum einnig og erfitt að sjá Andalúsíu mennina skora tvö slík á Old Trafford. Það verður þó spennandi að sjá hvernig Ole stillir upp liðinu þar sem þrír máttarstólpar í okkar liði eru komnir í bann eftir uppsöfnuð gul spjöld og spurning hvort Ole gefi öðrum lykilmönnum hvíld. Með samanlögðum sigri í viðureignunum gegn Granada má telja líklegast eins og er að okkar menn mæti Rómverjum í undanúrslitum. Roma eru 2-1 yfir í viðureign sinni gegn Ajax eftir að hafa spilað í Hollandi í síðustu viku. Þar náði Roma í tvö mikilvæg útivallarmörk sem gætu riðið baggamuninn í þeirri viðureign. Allt kemur þetta þó í ljós annað kvöld.
Byrjunarliðs pælingar
Manchester United
Eins og fyrr segir eru þrír leikmenn innann okkar raða í leikbanni eftir uppsöfnuð gul spjöld í keppnini og verða því ekki með. Þeir eru McTominay, Luke Shaw og fyrirliðinn okkar Harry Maguire sem missir varla úr leik. Hann á nú einnig hættu á að missa bráðlega af tveim leikjum í deildinni þar sem hann er kominn með 9 gul spjöld og einu spjaldi frá tveggja leikja banni þar. Martial er meiddur og Daniel James er tæpur fyrir leikinn en gæti mögulega byrjað. Þá verður Eric Bailly sennilega ný snúinn til baka frá Fílabeinsströndinni eftir einangrun þar eftir að hafa smitast af COVID flensuni í landsliðsverkefni. Það má þó telja ósennilegt að hann taki nokkurn þátt í leiknum þar sem hann hefur verið í u.þ.b. mánuð í burtu frá æfingum hjá United. Einnig vona ég innilega að Rashford fái algjöra hvíld frá þessum leik þar sem hann hefur verið að spila ansi þjáður síðustu vikur.
Það eru því tækifæri fyrir ýmsa leikmenn að spreyta sig annað kvöld sem lítið hafa verið að spila. Ég býst fastlega við því að Donny van de Beek fái tækifæri á miðjunni sem og Tuanzebe enda ekki um auðugan garð að gresja í miðvarðarstöðunum fyrir þennann leik. Einnig væri spennandi að sjá hvort Amad Diallo fái tækifæri í byrjunarliðinu. Svo er spurning hvort að Juan litli Mata fái að spila, en hann hefur aðeins spilað 10 mínútur síðan 9. janúar. Þá er einnig ein stærsta spurningin eftir sem varðar baráttu um stöðu í liðinu. Er De Gea búinn að missa stöðuna sem markmaður númer eitt yfir til Henderson? Er De Gea orðinn Evrópudeildar markvörðurinn okkar og orðinn að varaskeifu í deildinni? Persónulega held ég að svarið sé já við báðum þessum spurningum og hann byrji annað kvöld.
Ég spái að þetta verði byrjunarliðið:
Granada
Um liðna helgi komu Granada menn til baka gegn Real Valladolid eftir að hafa lent marki undir seint í fyrri hálfleik og unnu leikinn á síðasta korteri leiksins. Kunnuglegt stef í eyru okkar United manna. Þetta gátu þeir þrátt fyrir að hafa hvílt þó nokkra leikmenn sem byrjuðu gegn okkar mönnum í síðustu viku og eru líklegir til að byrja á morgun. Þar á meðal var sennilega þeirra þekktasti leikmaður, Roberto Soldado en hann var í leikbanni um helgina. Þá var Kenedy ekki heldur með sem er í láni frá Chelsea, en hann var hvað sprækastur í liði Granada gegn United í síðustu viku. Líkt og United missti Granada leikmenn í leikbann fyrir leikinn annað kvöld fyrir uppsöfnuð gul spjöld. Það voru þeir Yan Eteki sem fékk á sig vítið í fyrri viðureignini og svo Domingos Duarte miðvörður sem er algjör lykilmaður í Granada liðinu.
Líklegt byrjunarlið:
Spá
Ég spái að leikurinn verði nokkuð þægilegur þrátt fyrir að líklegt verði þó nokkuð rót á byrjunarliðinu miðað við undanfarið. Þetta er raunar síðasta keppninn sem Granada er inn í á tímabilinu, dottnir út úr bikar og sigla lygnan sjó um miðja deild heima fyrir. Því gætu þeir komið dýrvitlausir inn í leikinn en miðað við spilamennsku þeirra fyrir viku þá ættu okkar menn að komast þægilega í gegnum þá. Við höldum hreinu, 3-0 heima sigur og undanúrslitinn blasa fyrir. Undanúrslit hafa verið kryptonítið hans Ole Gunnars hingað til en hann þarf að sigrast á því helst á þessu tímabili. Meira um það síðar.
Rúmenski dómarinn Istvan Kovacs flautar leikinn annað kvöld á kl. 19:00
Áfram Man.Utd.!
Skildu eftir svar