Maggi, Gunnar, Bjössi og Steini ræddu fyrirhugaða Ofurdeild Evrópu fóru yfir það helsta sem vitað er um keppnina, fyrirkomulagið og þátttökuliðin.
Djöflavarpið er í boði:
Adidas á Íslandi. Hægt er að nálgast vörur adidas á eftirtöldum stöðum:
Jói Útherji
Músík og sport
Adidas á Íslandi
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan, auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Gerast áskrifandi í Spotify
Gerast áskrifandi í Apple Podcasts
Gerast áskrifandi í öðrum forritum
MP3 niðurhal: 101. þáttur
Ef þið viljið senda okkur spurningar þá er það hægt að senda okkur skilaboð á Facebook síðu Rauðu djöflanna.
TonyD says
takk fyrir þáttinn, góð yfirferð og gaman að hlusta. Það er rétt að bíða með yfirlýsingar þar til meira kemur í ljós en þetta er bara svo yfirgengilega asnalegt og klúðurslegt hvernig að þessu öllu er staðið. Væntanlega kemur eitthvað í ljós í vikulok en þetta útspil hjá Glazerunum er alveg út úr kortinu, sérstaklega þar sem ég hélt að það væri erfitt að líka verr við þessa eigendur.
En góðir punktar með að fara aðeins í lagalegu pælingarnar. Það þarf að horfa út frá þeim en væntanlega eru liðin að eyðileggja markaðsvörur s.s. meistaradeildina og sínar landsdeildir. Einnig eru líkur á að verið sé að brjóta samninga sem liðin eru aðilar að í gegnum toppklúbbasamtökin og UEFA en væntanlega telja liðin sig vera í rétti til þess að fara í þessa framkvæmd, annars væri þau ekki að taka þessa áhættu á að tapa málsóknum og þurfa að borga einhverjar svimandi háar skaðabætur. Nú mun reyna á samstöðu stuðningsmanna um allan heim og ef eigendunum fer að verkja í veskin, þá kannski mun þetta ganga til baka þótt ólíklegt sé. Eins og þið minntust á, Glazerarnir hafa sogið endalaust fjármagn úr klúbbnum en stúkan er alltaf troðfull, sem og búðin sjálf.
Helgi P says
Ætli glezerarnir fari ekki bráðum að breita nafninu á liðinu í Glezer united það verður alltaf erfiðara að stiðja þetta lið á meðan þetta glezer drasl og ed wood séu þarna
RH says
TalkSPORT: Woodward búinn að segja af sér
Karl Garðars says
Þeir hljóta þá að hafa fundið annan og meiri fáráð en Woodward.
Hugsið ykkur samt ef að Woody hafi kannski verið á móti þessu og sagt af sér vegna þess? Það væri eiginlega syndasturta eða hvað?
Ég hallast samt að fyrri kenningunni.