Fráfarandi meistarar Liverpool koma í heimsókn á Old Trafford á morgun. Slagurinn um Ísland hefur oft verið merkingarmeiri en í þetta skiptið og þó. Ef Manchester City vinnur Crystal Palace á útivelli í hádeginu á eftir getur Liverpool endanlega gert úti um vonir United á titlinum með sigri á morgun. Þetta væri svipað því þegar ég vaknaði upp 33ja ára að aldri og áttaði mig á að atvinnumannsdraumurinn væri líklega endanlega úti. Langræknir muna eftir 1992 og óþarft að rifja það upp nú.
Sigur United á morgun myndi tryggja sæti í Meistaradeildinni í haust, en það er sæti sem þarf ansi mikið að gerast til að gangi United úr greipum. Liverpool háir hins vegar harða baráttu um slíkt sæti og er sem stendur á leið í Framrúðubikar Evrópu, nýja keppni sem byrjar í haust. Meistaradeildarsætið er þó innan seilingar og sigur United á morgun því nauðsynlegur hvað það varðar.
Sigur United á Roma í vikunni gerir þennan leik aðeins auðveldari. Framundan er ferð til Rómar sem ætti að vera nánast formsatriði og hægt að hvíla 2-3 leikmenn þar en stilla upp sterkasta liði á morgun.
Meiðslastaðan er góð, ekkert nýtt eftir fimmtudaginn og eina spurningin er eins og oft áður miðjan. McFred voru ágætir á fimmtudaginn en það er alltaf eitthvað óspennandi við það. Pogba og McTominay sáu um þetta í bikarleiknum sem United vann í janúar og það væri skemmtilegast að sjá þetta svona.
Spilað til sigurs!
Liverpool
Meiðslavandræði Liverpool í vetur eru vel þekkt og fyrir leikinn á morgun eru Matip, Van Dijk, Henderson, Divock Origi, Joe Gomez og Caoimhim Kellaher allir frá. Nathan Phillips er mjög ólíklegur til að geta byrjað.
Liðinu er því spáð einhvern veginn á þennan veg
Síðan vörn Liverpool hætti að vera sömu fjórir sterku mennirnir hefur Alisson Becker ekki verið að standa sig jafnvel og fyrr og gert þó nokkur mistök. Fyrir framan hann á morgun verður Fabinho sem eins og vitað er, er sterkastur á miðjunni en vel slarkfær miðvörður og hinn 21s árs Ozan Kabak sem er í láni frá Schalke. Kabak og Fabinho eru búnir að spila síðustu leiki og ættu að vera farnir að venjast hvor öðrum en þetta er vissulega ekki það sama og taka á Van Dijk og Gomez eða Matip.
Andrew Robertson og Trent Alexander-Arnold eru sem fyrr bakverðir. Eftir að Alexander-Arnold var ekki valinn í landsliðið um daginn hefur þó nokkur umræða verið um stöðu hans. Enginn efast um að hann er einn sterkasti sóknarbakvörður í heimi en svo er það spurningin hvort það er nóg ef hann heldur áfram að vera jafn mistækur og hann hefur verið í vetur, þegar ekki er besti miðvörður í heimi við hliðina á honum.
United hefur svo sannarlega náð að velgja honum undir uggum og án efa verður spilað upp á það á morgun.
Á miðjunni er enginn Henderson og enginn Fabinho. Thiago hefur sannarlega ekki staðið undir væntingum og James Milner er aðeins farinn að gefa eftir enda sigið á seinni hluta ferilsins. Loks hefur Georgio Wijnaldum þurft að þola gagnrýni stuðningsmanna og sagt að hugur hans sé farinn frá klúbbnum enda rennur samningur hans út í vor og ýmislegt bendir til að Barcelona verði næsti viðkomustaður. Miðjan er því ekki eins sterk og gæti verið og meginástæða fyrir því að það má sleppa því að stilla upp McFred
Framherjar Liverpool eru heldur ekki sú mikla ógn sem var. Hvorki Sadio Mané né Roberto Firmino eru að skora sem fyrr og allar líkur á að Diogo Jota verði fremstur á morgun enda kom hann vel inn í liðið í haust fyrir meiðsli og er með jafn mörg mörk og Mané í nær helmingi færri leikjum.
Það er því nóg að vinna til á morgun, og engin ástæða fyrir United að tapa þessum leik.
Leikurinn hefst kl 15:30 að íslenskum tíma og það er sjálfur Michael Oliver sem verður á flautunni
Sveinbjörn says
Skemmtilegt að jafnvægi hafi aftur verið náð og Liverpool er fyrir neðan United þegar við mætumst. Þetta verður samt hörkuleikur eins og alltaf. Ómögulegt að segja hvort liðið vinnur. Þó þarf Liverpool sigur, og það hentar okkur líklega ágætlega að liggja aftarlega og beita skyndisóknum á laskaða vörn þeirra með Rashford og James sem rakettur á köntunum. Ég hlakka allavega mjög til að horfa á þessa veislu!!!!
Karl Garðars says
Ehemm Martial…??
Nautabanann takk.
Karl Garðars says
Ég vil gefa Liverpool þennan leik.
Það er ekkert eðlilegt hvað er búið að ganga á hjá greyjunum.
Í fyrsta lagi þá eru þeir með langbesta lið sem leikið hefur knattspyrnu og þeir voru svo gott sem komnir með aðra höndina á dollufimmuna í upphafi tímabils, vissulega gat brugðið til beggja vona með samfélagsskjöldinn en hinar fjórar voru bara formsatriði.
Síðan lenda þeir í alveg ferlegum covid heimsfaraldri og ofboðslegu leikjaálagi. Einhverjir dómar hafa ekki verið að falla með þeim og þá hafa menn verið að meiðast í þokkabót. Ekki nóg með það þá trufluðu super league væringarnar móralinn í hópnum.
Það sem hægt er að leggja á eitt lið, viðlíka hörmungar hafa hreinlega ekki sést síðan Drottinn hrekkti Job um árið og það verður að teljast ótrúlegur varnarsigur að hanga á 7 sætinu m.v. allt og allt. 😇
Björn Friðgeir says
@Karl : það er svona að hafa ekki fiktað í ‘default’ síðan í haust.
Mátt þakka fyrir að ég man eftir að taka út De Gea og Alex Telles
Karl Garðars says
Það lá í augum uppi. Mátti til með að stríða ykkur.
Gott að defaultið nær ekki aftur í moyes/LVG ástandið. :)
Scaltastic says
Mér yljar um hjartaræturnar að sjá Old Trafford í dag, hefði verið æðislegt að vera á staðnum en…
https://mobile.twitter.com/UnitedsUpdate/status/1388851699008352260/photo/2