Tveimur dögum eftir góðan sigur á Aston Villa og tveimur dögum á undan fjandaslagnum gegn Liverpool tekur Manchester United á móti Leicester City. Leikurinn skiptir öllu máli fyrir gestina en litlu máli fyrir Rauðu djöflanna þökk sé Gylfa og félögum hans í Everton sem sigraði West Ham um helgina. Leicester einfaldlega verður að vinna tvo og gera eitt jafntefli í leikjunum sem liðið á eftir til þess að komast aftur Meistaradeildina og með því tryggja fimmtudagsfótbolta á Anfield næsta árið.
Gestirnir urðu fyrir mikilli blóðtöku um daginn þegar Jonny Evans tók uppá því að meiðast og saknaði Leicester hans sárt í tapi gegn Newcastle af öllum liðum. Brendan Rodgers talaði um Evans og sagði að hann væri í rauninni heilinn í vörninni hjá Leicester og virðist liðið sakna hans meira en Harry Maguire nokkurn tíma sem er ótrúlega fyndið. Einnig verður Leicester án þeirra James Justin og hins bráðefnilega Harvey Barnes.
En talandi um Harry Maguire þá fór fyrirliðinn meiddur af velli gegn Aston Villa og óljóst hvort hann verði meira með á tímabilinu og jafnvel hvort hann nái að fara með Englendingum á EM í sumar. Anthony Martial er áfram meiddur og verður að teljast ansi ólíklegt að Daniel James verði orðinn klár. Ég tel það vera dauðafæri hær til að hvíla menn á morgun þannig að það verði hægt að spila almennilegan leik á fimmtudaginn gegn Liverpool.
Óskalið:
Hvaða byrjunarlið viljið þið sjá gegn Leicester? Á Ole að hvíla menn eða stilla upp sínu sterkasta liði?
Golli Giss says
Engin spurning, hvíla menn, þessi uppstilling hjá þér er mjög góð. Vera með öflugasta mögulega lið á móti Liverpool.
Steve Bruce says
Upp á prinsippið þá væri betra að tapa stigum í þessum leik og keyra svo á LFC á fimmtudag.
Konan hans Johnny Evans sér um official Man.Utd podcastið í þriggja aðila teymi. Greinilegt að þau hjónin eru all in á United enn þann dag í dag. Mikið svakalega voru gerð mikil mistök þegar Evans var látinn fara frá félaginu.
MD says
Klárlega sammála því, hvíla menn í þessum leik og keyra á Liverpool leikinn. Ég get allavega frekar lifað með því að gefa stig gegn Leicester heldur en Liverpool, plús að þá komum við í veg fyrir að þeir komist í meistaradeild að ári :D