Í kvöld fór fram annar leikur okkar á tímabilinu en að þessu sinni heimsótti liðið þéttsetinn St. Mary’s völl í Southampton. Mikil eftirvænting var meðal stuðningsmanna United eftir leiknum enda var mögulegt að bæði Varane og Sancho fengju fyrsta tækifæri sitt í byrjunarliðinu. Solskjær gerði vissulega tvær breytingar á liðinu sem vann Leeds mjög sannfærandi 5-1 um síðustu helgi en eflaust komu þessar skiptingar flestum á óvart. Nemanja Matic kom inn fyrir McTominay og Martial kom inn í stað Daniel James. Nýju stjörnurnar því bara á bekknum:
Á bekknum voru þeir Heaton, Dalot, Varane, James, Lingard, Mata, McTominay, van de Beek og Sancho.
Á sama tíma stillti Hassenhuttl upp Southampton í 4-2-2 :
Bekkurinn: Forster, Bednark, Walker-Peters, Valery, Diallo, Elyounoussi, Tella, Redmond og Long.
Fyrstu 6-7 mínúturnar voru alfarið í eigu Southampton sem mættu grimmir til leiks og reyndu að færa sér það í nyt að United virtist hafa gleymt að hita upp. En eftir þessar upphafsmínútur kom fyrsta færi United. Það kom eftir brot á Fred en úr aukaspyrnunni kom ágætis fyrirgjöf frá Bruno sem endaði fyrir aftan varnarmúrinn þar sem Maguire tók flugskalla en hitti boltann ekki betur en svo að hann skoppaði ofan á slánni. Þaðan datt hann aftur út í markmannsteiginn þar sem Martial átti einnig skalla sem var bjargað á línu.
Stuttu síðar virtist aftur skapast hætta úr föstu leikatriði frá gestunum, Shaw átti núna fyrirgjöf á fjærstöngina þar sem Pogba tók á móti boltanum, lék á einn varnarmann en skot hans var varið af öðrum varnarmanni.
Þegar hér var komið við sögu tók völlurinn heldur betur við sér og mátti greinilega heyra stuðningsmenn United syngja um Bruno og Martial og frábær stemming á vellinum.
Pogba gerði svo vel í því að krækja í aðra aukaspyrnu við vítateigshornið. Aftur var það Shaw og aftur fann hann Pogba í teignum en að þessu sinni skallaði sá franski boltann yfir þverslánna.
Eftir þetta var ansi lítið að frétta og mikið miðjumoð og barátta.
Bæði lið voru fljót að tapa boltanum og vinna hann aftur. Það sem kannski hjálpaði heimamönnum var að Fred, Lindelöf, Matic og Wan-Bissaka virkuðu allir úr takt og voru ekki að dansa eftir sama laginu í hálfleiknum. Síendurtekin mistök, menn að fylla í sama svæðið á vellinum, hlaupandi í kringum hvern annan, misreikna sendingar og gefa boltann beinustu leik útaf virtist gefa heimamönnum byr undir báða vængi.
Embed from Getty Images
Þeir byrjuðu að færa sig ofar á völlinn og pressa gestina verulega sem skilaði sér því United voru farnir að slaka á þrátt fyrir að staðan væri enn eingöngu 0-0. Á 30. mín var boltanum stolið af Bruno hátt upp á vellinum og Southampton léku vel á milli sín og á endanum datt boltinn fyrir Che Adams við vítateigsbogann en hann smellti honum í tánna á Fred og þaðan alveg út við stöngina og því miður varð sá spænski að játa sig sigraðan enda mikil stefnubreyting á boltanum.
Eftir markið vonuðust eflaust flestir United menn eftir kröftugu svari en þeir urðu fyrir vonbrigðum. Leikmenn United virtust áhugalitlir samanborið við Leeds leikinn og pirringur farinn að gera vart um sig. Sjálfsagt út af því að einhverjir töldu brotið á Bruno í aðdraganda marksins.
Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks fengu United aukaspyrnu við vítateigsbogann eftir að heimamenn töpuðu honum klaufalega. Bruno stóð, ásamt Fred, yfir boltanum en skotið fór beint í vegginn og þaðan í horn. Úr hornspyrnunni kom eflaust hættulegasta færi United í fyrri hálfleiknum.Úr henni tókst Shaw að finna Matic en skalli hans fór niður í grasið og McCarthy átti ekki í teljandi vandræðum með að verja. Miðað við þennan fyrri hálfleik var breytinga þörf.
Embed from Getty Images
Seinni hálfleikur
Það var þó ekki strax sem við sáum breytingar. Óbreytt lið marseraði út á völlinn í síðari hálfleik og fór hann ágætlega af stað til að byrja með. Liðið krækti í nokkrar hornspyrnur og síðan fékk Pogba gott færi og vildi reyndar fá víti þegar skot hans virtist fara í hönd varnarmanns en í endursýningu sást að svo var ekki.
Á 54. mín dróg loks til tíðinda fyrir okkar menn þegar sókn United fór að þyngjast. Pogba fékk boltann vinstra megin í teig heimamanna og eftir laglegt þríhyrningaspil við Bruno inn í teignum kom hann boltanum á Mason Greenwood sem skoraði, annan leikinn í röð. Reyndar var McCarthy alls ekki langt frá því að verja frá honum en inn lak boltinn og staðan orðin 1-1. Nóg eftir og Sancho farinn að hita upp á hliðarlínunni. Sá enski kom svo inn á fyrir Martial, sem átti rólegan dag, á 59. mínútu.
Nokkrum sekúndum síðar komst Pogba í frábært færi við vítateigsbogann þegar hann var umkringdur 5-6 varnarmönnum sem allir virtust bakka frá honum. Færið bjó Pogba til sjálfur en hann dróg skot sitt rétt framhjá stönginni. Hvort sem það var útaf skiptingunni eða bara af hreinni tilviljun í kjölfar hennar þá virtist hápressa liðsins snaraukast í kjölfar hennar.
Fljótlega kom frábær sókn hjá United sem byrjaði með því að Matic vann boltann á okkar vallarhelmingi og kom boltanum áfram upp vinstri vænginn þar sem hann endaði hjá Luke Shaw. Bakvörðurinn geystist fram og kom síðan með góða fyrirgjöf sem var miðuð á Sancho en sá síðarnefndi náði ekki alveg til hans og elti boltann út á vænginn. Þaðan kom síðan fyrirgjöf sem Greenwood skallaði í átt að markinu en boltinn lenti ofan á þaknetinu.
Skömmu síðar átti Bruno skalla að marki en McCarthy gerði vel og varði boltann. Um þessar mundir var pressa United töluverð og samhliða því lítið sem heimamenn náðu að setja saman hinu meginn á vellinum. Eða þar til dampurinn datt örlítið úr United og kæruleysi fór að gera vart um sig. Fyrirliðinn Maguire gerðist sekur um slæm mistök þegar hann lét heimamenn stela af sér boltanum fyrirhafnarlítið. Úr varð dauðafæra þar sem Che Adams var kominn einn í gegn en David de Gea átti frábæra markvörslu og kom boltanum í horn. Annað dauðafæri kom úr horninu, þegar títtnefndur Adams bjó sér til pláss og skallaði boltann að markinu en boltinn skoppaði yfir á fjærstöngina og með klafsi kom United boltanum í burtu. Fleiri urðu mörkin ekki og lokaniðurstaðan 1-1 jafntefli í slökum leik.
Pælingar eftir leikinn
Áður en lengra er haldið ætla ég að gefa leikmönnunum einkunn fyrir leikinn:
de Gea (7), Shaw (6), Maguire (4), Lindelöf(5), Wan-Bissaka(4), Matic(4), Fred(4), Pogba(6), Bruno(5), Greenwood(7) og Martial (5).
David de Gea bjargaði stiginu fyrir okkur, nokkuð sem hann hefur gert í fjölmörg ár án þess að fá endilega nægilegt lof fyrir en í dag minnti hann verulega vel á hæfileikana sem hann býr yfir.
Varnarlínan okkar fær falleinkunn í heild sinni. Fyrirliðinn missti einbeitingu á mikilvægum tíma í leiknum og heilt yfir virtist enginn taktur í mönnum í öftustu línu.
Miðjan var engu skárri en Matic virtist þvælast fyrir Lindelöf og öfugt, trekk í trekk og Fred virtist alls ekki hafa spilað fótbolta með Matic áður. Southampton vann bardagann á miðjunni og það var munurinn í dag.
Sóknin var þolanleg, Martial hljóp og pressaði vel en lítið annað sem kom úr honum, Pogba og Bruno áttu mjög góðar rispur en voru langt frá því sem við sáum fyrir viku. Besti leikmaðurinn var Greenwood sem kláraði færið sitt vel og var ljósi punkturinn í dag.
Það sem kláraði leikinn fyrir okkur var að samspilið á milli varnar og miðju gékk brösuglega. Vissulega var Solskjær að bregðast við smávægilegum meiðslum skotans okkar á miðjunni en ekkert flæði komst á leik liðsins í meira en 1-2 mínútur í senn. Liðið virkaði eins og það hefði hvorki fengið hvíld né undirbúningstímabil og sumir leikmenn liðsins voru að spila eins og þeir hefðu tekið síðdegisleik í gær.
Ef eitthvað gott á að taka úr þessum leik þá er það líklegast sú staðreynd að núna hefur Solskjær fullt efni til þess að setja Sancho og Varane inn í byrjunarliðið gegn Wolves um næstu helgi og vonandi verður Cavani klár þá. Annað þá jafnaði United met Arsenal („the invincibles“) með þessum leik en úrslitin þýða það að United hefur ekki tapað á útivelli í 27 leikjum í röð sem er magnaður árangur þótt annað verði sagt um úrslit leiksins.
https://twitter.com/SkySportsNews/status/1429463265789333517
Næsti leikur er sem fyrr segir gegn Wolves á Molineux vellinum þann 29. ágúst klukkan 15:30.
Helgi P says
Fáránleg uppstilling hjá Solskjær
Egill says
Fred menn einn af sínum skelfilegu leikjum og Matic er búinn á þessu leveli.
Maguire bauð bara upp á markið, en hann er svo góður í að rekja bolta þannig að allt er frábært.
Menn ráða ekkert við pressuna frá Southampton og eru orðnir pirraðir.
Skelfilegur leikur so far. Vonandi bíður Ole ekki með skiptingar þangað til það er orðið of seint eins og hann er vanur.
Scaltastic says
Tónninn var settur strax í upphafi leiks með non stop hiki, óþarfa snertingum og glórulausum sendingum hjá miðvarðaparinu, sem smitaðist yfir allt liðið. Fred + Matic dýnamíkin er ávísun á vesen sem er ekki ný frétt.
Mér þykir vænt um hann… en hvað hefur Martial fram á að færa til þess að vera nían okkar? Ekki er það link up play-ið, hættan í loftinu, hreyfing án bolta eða færanýtingin?… kannski yfirsést mér ehv.
DVB fyrir Fred og Sancho fyrir Martial strax í hálfleik og upp með tempóið.
Helgi P says
Lingard inn frekkar en donny af hverju selur solskjær hann ekki og kaupir leikmann sem hann vil nota
Egill says
Við munum aldrei vinna bikara á meðan Ole, Maguire, Matic, Martial og Fred fá að leika lausum hala í þessu félagi.
Þvílíka ruslið sem er boðið uppá enn eina ferðina.
Gummi says
Við getum gleymd því að vinna einhvað með þennan þjálfar hann er þrjóskari en
ANDSKOTINN
Scaltastic says
Liðið var gjörsamlega bensínlaust eftir 70 mín og getur prísað sig sælt með að fá punkt út úr þessum leik sem eru vonbrigði, þetta Southampton lið myndi tapa með þremur mörkum gegn samkeppnisaðilum okkar.
Ég veit ekki hvort það var laumað Vicodin í morgunkaffið hjá Maguire, Wan Bissaka, Matic, Fred og Shaw. Frammistaða þeirra í dag var ekki boðleg.
Ps. Elsku Donny finndu þér annað lið.
Elis says
Ole er ekki málið og hefur aldrei verið. Það er búið að benda á þetta aftur og aftur. Andstæðingar Man utd elska að Ole er að stjórna liðinu því að með alvöru stjóra þá væri þetta lið komið miklu lengra.
Að spila á móti liði sem er búið að vera að missa lykilmenn og eru einfaldlega að fara að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og vera með Matic og Fred til að passa vörnina er óskiljanlegt. Fyrir hvað er verið að passa líklega einu dýrsust varnarlínu deildarinar. Með þessu er gefin tón sem segir við eru aðeins hræddir við ykkur.
Svo var þetta bara ekki gott, lítið af opnum færum og eftir að liðið jafnaði þá fékk Southampton besta færið í leiknum.
Bruno frábær leikmaður en óþolandi vælari, hann má vera harðari af sér en mér finnst þetta mikið veikleikamerki hjá honum þegar hann er hálf grenjandi inn á vellinum.
Pogba virðist samt vera að vakna og þarf liðið á honum að halda.
Martial ætti aldrei aftur að byrja leik með Man utd í deildinni og mætti Matic/Fred líka fá þá meðferð. Greenwood er allt í einu orðin lykilmaður og þar er eiginlega oft snemmt fyrir þennan unga strák.
Ef liðið ætlar að berjast við Man City, Chelsea og Liverpool um titilinn í vetur þá mega ekki vera fleiri svona drullur í vetur.
Hjöri says
Hér geysast menn á lyklaborðinu og hafa allt á hornum sér, en þegar vel gengur þá er lyklaborðið hvílt. Eru þetta sannir stuðningsmenn?
Keane says
menn eins og hjöri.. „alvöru stuðningsmaður“ væntanlega, hvað sem það þýðir. menn hljóta að mega tjá sínar skoðanir og gagnrýna þennan áhugamann sem stýrir liðinu. Hvað á hann að fá að eyða miklu til að liðið fari að spila fótbolta? en verði ykkur að þessu sem þetta styðjið, það er víst nýbúið að endursemja við goðsögnina.
Gummi says
Að setja 2 varnarmiðjumenn í liðið á móti Southampton segir mikið hvað Solskjær er ekki nógu góður stjóri fyrir klúbb eins og United
Audunn says
Á mjög erfitt með að skilja afhverju það þurfti að breyta liðinu eftir Leeds leikinn sem var svo góður hjá okkar mönnum.
Vika á milli leikja, enginn meiddur og enginn í leikbanni.
Mér finnst óþarfi að gera breytingar á liðinu eftir mjög góða frammistöðu bara til að breyta því.
Mér finnst liðið oftast hálf taugaveiklað með Matic inn á miðjunni, það er enginn drifkraftur í honum, lélegur á boltanum, með lélegar sendingar og oft eins og ryðgaður róbot.
það er alveg ótrúlega mikið af leikmönnum hjá United sem hafa ekkert að gera í þessu liði, það ætlar að ganga mjög hægt að losa sig við þessa farþega eins og Mata, Jones, Matic, Lingard og Bailly svo einhverjir séu nefndir.
Það væri nær að losna við þessa menn af launaskrá og versla gæði í staðinn fyrir þá eins og td gæða miðjumann og gæða sóknarmann.
United gæti leikandi losað sig við 5-6 leikmenn án þess að veikja nokkuð.
Ég myndi heldur ekki gráta það neitt ef Martial og Fred yrðu seldir.
United er ekki að fara að berjast við Man.City, Liverpool og Chelsea um titilinn, þeir eru bara ekki með nægilega gott lið til þess eins og er. Svo einfalt er það.
Red says
Er United ekki með nægilega gott lið til að berjast um toppsætið, er það ekki frekar skrýtið að vera með 1 af dýrustu liðum deildinnnar og með launakosnað eftir því og og hafa ekki trú á að liðið sé betra en þetta.
Er þá ekki bara trúin á þjálfarann bara lítil ?
Audunn says
það má deila um hvort að United sé með næg gæði til að berjast um fyrsta sætið, skiptar skoðanir á því eins og öðru.
Tel persónulega að United vanti tvo leikmenn í viðbót til að geta talist með næg gæði til að berjast um titilinn.
Finnst vanta betri miðjumann en Fred og Matic og finnst vanta markaskorara sem er að skila 25-30 mörkum á tímabili, Martial er því miður ekki líklegur til þess enda ekki nógu góður og Cavani er ekki leikmaður sem er að fara að spila í hverri viku.
Red says
En að spila Pogba og Van De Beek/McTominay á miðjunni með þá Sancho og Greenwood á köntunum, Fernandes í holunni og Cavani frammi.
Málið er bara að Ole þorir ekki að sleppa því að nota þessa 2 trukka á miðjunni.
Svo gæti hann farið í 3 miðvarðakerfi fyrst að Varane er komin og þá ætti hann að geta sleppt því að nota 2 varnarsinnaða leikmenn á miðjunni.
Egill says
Eins lélegur og Fred var í þessum leik, þá verður því ekki neitað að við töpupum miðjunni þegar hann fór útaf fyrir McTominay. Svo var að koma í ljós að McTominay var tæpur og þarf að fara í aðgerð, en af einhverri stórkostlegri ástæðu ákvað norski trúðurinn að spila ekki Donny van de Beek.
Til að bæta gráu ofan á svart þá lgði Ole allt í sölurnar til að halda meiðslagjörnum Cavani í liðinu (sem af einhverri ástæðu hefur ekki verið til taks ennþá) á meðan Ronaldo virðist vera á leiðinni til City fyrir klink.
Við skulum ekki hlæja og mikið að Arsenal, við erum á fullri ferð á sama stað með þennan stjóra og stjórn.
Egill says
Þetta hérna fyrir ofan… ég var bara að djóka #vivaronaldo