Við byrjum á yfirferð um leikinn, þið sem ekki þurfið að sjá hana getið hraðskrunað niður í Hvað nú kaflann
Ole Gunnar Solskjær var með það á hreinu hvaða leikmönnum hann treysti best í stórleikinn, liðið var óbreytt frá leiknum við Atalanta
Varamenn: Henderson, Bailly, Dalot, Lingard, Matic, Pogba, Van de Beek, Cavani, Sancho
Lið Liverpool er
Það var strax á fjórðu mínútu að þessi besta sóknaruppstilling United var næstum búin að bera árangur. Fred og Ronaldo komu upp vinstra megin og boltinn kom til Greenwood sem framlengdi til Bruno Fernandes hægra megin í teignum, aleinn móti Alisson en bombaði boltanum upp í stúku. Hrikalegt klúður og afdrifaríkt því Liverpool var ekki með lélegri sókn á pappírnum og tóku ekki nema mínútu í að refsa þessu harkalega. komu í hraða sókn, vörnin var í tómu tjónu, Salah fékk boltann óvalduður, Luke Shaw var í miðvarðarstöðu allt of langt frá Salah og síðan alltof langt frá Keita sem fékk fína sendingu frá Salah og átti auðvelt með að renna boltanum fram hjá De Gea.
Liverpool var síðan næstum komið í 2-0 á sjöundu mínútu þegar Keita vann boltann af Fred, Firmino fékk sendingu í teignum, enn á ný var vörn United hvergi að sjá, en skotið var aðeins of slakt og De Gea varði vel.
Eftir smá von á fyrstu mínútum var allt í einu Liverpool með völdin, þegar United vann boltann á miðjunni reyndi Rashford skot af 25 metra færi, sem fór reyndar rétt framhjá en smá örvænting í því kannski.
Það tók síðan Liverpool alveg fram á 13. mínútu að skora annað mark. boltinn kom að teighring, Shaw og Maguire hjálpuðust að að vera hvor fyrir öðrum, Keita hirti boltann, gaf á Trent Alexander-Arnold sem gaf einfaldan þverbolta sem enginn United maður komst í en Diogo Jota teygði sig og stýrði boltanum inn. Einfalt mark.
Vægast sagt skelfileg byrjun í boði varnarinnar okkar, sóknin var aðeins hressari en Liverpool hafði efni á að draga sig vel til baka þegar United fékk boltann og leyfa þeim að dúllast fyrir utan teig. Liverpool var síðan mun grimmara í að vinna boltann.
United sá helst möguleika í langskotum, Shaw skaut framhjá, Mason Greewood átti eitt ágætt sem Alisson varði í horn en annars gekk ekkert upp, sendingar rötuðu ekki á samherja og það voru engar glufur í vörn Liverpool.
Liverpool fór að sækja aftur í sig veðrið upp úr því að hálftími var liðinn af leik og voru strax meira ógnandi en United hafði verið, Salah fékk fínt færi eftir að Rashford gaf sendingu aftur til baka upp allan kantinn sem endaði hjá Salah, sem óð inn í teig en var aðeins of utarlega og De Gea varði.
En þetta var allt of erfitt fyrir United. Vörn United var splundrað enn á ný. Salah skaut í Maguire boltinn fór út á Jota sem gaf fyrir og þar var auðvitað Salah til að klára auðveldlega.
0-3 eftir 38 mínútur.
Eftir allt fjaðrafokið í kringum McFred var það vörnin hjá United sem var gjörsamlega úti á túni. Mo Salah fékk að vera aleinn hægra megin í teignum á meðan boltinn barst milli Liverpool manna við teiginn, tveir United menn í hverjum bolta en enginn náði að stoppa neitt og Salah fékk boltann og skoraði óáreittur.
Fjögur núll í hálfleik, leikurinn búinn og stjóraferill Ole Gunnar Solskjær augljóslega líka.
Ein skipting var það í hálfleik, Mason Greenwood vék fyrir Paul Pogba. Það hafði auðviaðt engin áhrif, Mo Sala tók fjórar mí´nutur í að fá sendinguna innfyrir Maguire, stinga Shaw af og setja boltann nett framhjá De Gea.
Það verður örugglega mikið skrifað um hvernig Ronaldo hefur komið inn í þetta lið og hvort það hafi veri til góðs eða ekki en hann getur þó enn meira en margir og hann setti boltann í netið á 52. mínútu eftir netta fótavinnu í teignum en hann var auðvitað hárfínt rangstæður og VAR tók þessa birtu úr leiknum.
Pogba fékk að vera með í kortér. Hann vann sér inn gult spjald og svo rautt þegar hann tók ökklatæklingu á Keita. Hefði átt að vera beint rautt, en gult var nóg til að senda hann í sturtu.
Keita var borinn af velli, og Oxlade-Chamberlain kom inná fyrir hann en Edinson Cavani og Diogo Dalot komu inn fyrir Fernandes og Rashford.
Þetta róaðist aðeins, leikurinn auðvitað löngu búinn. Liverpool voru miklu betri og léku sér bara. De Gea tók eina glæsivörslu frá Alexander-Arnold, eins og það skipti máli.
United hefði getað skorað á 83. mínútur, Andy Robertson setti boltann í eigin slá úr opnu færi en bæði Cavani sem snerti boltann og McTominay sem átti sendinguna voru líklega rangstæðir í undirbúningnum, þannig það skipti litlu.
Leikurinn fjaraði út, versta tap United í langan, langan tíma staðreynd
Embed from Getty Images
Hvað nú?
Ég hef ekkert farið leynt með að ég hef stutt að Ole Gunnar Solskjær yrði ekki rekinn, af ýmsum ástæðum. Eftir þennan leik er auðvitað engin leið til baka fyrir hann. Eftir allt sem hann hefur gert til að koma klúbbnum á réttan kjöl með þokkalegri frammistöðu og réttum kaupum, þá er núna komið á endastöð.
Hann er ekki maðurinn til að breyta leikstíl liðsins, koma skikki á leik þess og laga veikleikana. Það hefur einmitt verið helsta áhyggjuefnið að það hefur alltaf virst eins og það sé ekkert ákveðið leikskipulag og að stíllinn sé hreinlega ekki æfður. En það hjálpar samt ekki í leik eins og í dag þar sem bakvörður og miðvörður sem voru lykilmenn í silfurliði Englands leika eins og trúðar sem hafa aldrei séð hvorn annan.
Þannig að núna þarf að ráða mann sem getur þetta. Hver er á lausu? Það er talað um Zidane, sem tók við það góðu búi hjá Real Madrid að ekki einn leikmaður sem hann fékk til liðsins lék fleiri en tíu deildarleiki á tímabili næstu þrjú árin. Kann hann að velja menn? Var ekki einmitt stundum talað um Ronaldo og 10 aðra jafnvel þó meðal þessara tíu voru sumir af bestu leikmönnum heims?
Antonio Conte er og ég stend við það með hrútleiðinlega spilamennsku og ekki væri það betra þegar hann þyrfti að taka við liði þar sem varla er nokkur almennilegur miðjumaður sem getur varist eða pressað. Að auki hefur hann ekki verið með neitt lið lengur en tvö aur.
En stærsta vandamálið er stjórnin
https://twitter.com/AdamCrafton_/status/1452314310244503555
United er að því er virðist komið í endalausa hringekju ráða og reka. Julian Nagelsmann hefði verið frábær kostur en en hann er kominn á draumastað Þjoðverjans. Thomas Tuchel er að vinna frábært starf með Chelsea. Hvað er þó eftir af góðum kostum? Luis Enrique er ekki að fara að hætta með Spán, Erik ten Hag og já ég segi það, Graham Potter eru óreyndir á hæsta stigi.
Það verður liklega Zidane og ég óska og vona að það gangi.
Zorro says
Þessi uppstilling er að verða hlátursefni i Bretlandi….ekkert gamepland frekar en venjulega
Unitednr1 says
Zorro,
Meira andskotans bullið. Styddu liðið eða vertu á kop.is.
Áfram Manchester United 👊
Dór says
Af hverju eigum við alltaf að fara á kop.is ef við segjum einhvað sem þið viljið ekki sjá því sum ykkar sjáið ekki sólina fyrir þessum miðlungs stjóra sem við erum með
Dór says
Deildin er búinn og það er ekki kominn nóvember en endilega höldum áfram að stiðja Solskjær
Zorro says
Held að allir Man.Utd fans séu komnir með nòg af þessu..sama miðja sem getur ekkert og skapar ekkert leik eftir leik …en jù það er þjalfarinn sem ræður og hann verður nùna að fara…..þetta er ömurlegt
Arni says
Hvaða brandari er í gangi jæja hvað hefur unitednr1 að segja í hálfleik þú hlítur að vera sáttur við solskjær núna
Snjómaðurinn ógurlegi says
HAHAHAHA
Zorro says
Mc Fred en inná vellinum…þvìlikt mettnaðarleysi og enginn vilji til að laga eitthvað
Tómas says
Hræðilegt! Studdi Solskjaer inn í þetta tímabil en get það ekki lengur. Stefnulaust og andlaust. Mögulega mesta niðurlæging í sögu þessarra viðureigna.
Það er ekki svona mikill gæðamunur á leikmannahópunum.
Hræddur um að stjórnin taki ekki í gigginn alveg strax. Maður var spenntur fyrir tímabilinu en það var fljótt að fara í súginn.
Zorro says
Hjartanlega sammála Tòmas…skelfilegt
Hallgrímur says
Níunda umferð 1988-89 13 stig, 10.sæti níunda umferð 2021-22 14 stig 7. sæti.
Scaltastic says
Hann drekkur vodkann, hann drekkur jager-inn… sá fyrirliðinn. Shaw var jafn mikið út að skíta btw.
Scaltastic says
https://youtu.be/C-qPG-aHqhs
Norðmaðurinn geðþekki að reyna að komast inn á Carrington á morgun
MSD says
Ég er kominn með nóg af Óla. Þú sérð engin merki um að uppbyggingin sé að virka. Hvað er besta kerfi United? Spila þeir sóknarbolta? Pressubolta? Vilja þeir sitja á boltanum og þreyta andstæðinginn? Sitja aftarlega og beita skyndisóknum? Það er ekkert auðkenni á liðinu ennþá.
Það þarf einhvern með reynslu sem hefur vit á taktík til að láta liðið breyta um takt. Óli var réttur maður til að taka liðið upp úr þeim dal sem það var komið í og fara í ákveðna hreinsun. En næsta skref er held ég því miður of stórt fyrir hann. Tapið í dag sýndi á svart og hvítu hversu slakt ástandið er.
Það er líka mjög mikið áhyggjuefni að fyrirliði liðsins sé endurtekið lélegasti maður vallarins. Leiðtoginn innan vallar slakasti maðurinn sem þarf svo sífellt að vera að koma í viðtöl og biðja stuðningsmenn afsökunar á frammistöðunni. Hvaða djók er þetta?
Hringið í Conte. Eins og staðan er í dag þá er þetta ekki lið, þetta eru bara 11 einstaklingar saman inn á vellinum sem virðast ekkert vita hvert uppleggið er. Því miður þá er Óli bara ekki með þetta presence sem þarf til að taka þessa leikmenn áfram á næsta level.
birgir says
ef ekki væri fyrir rauða spjaldið á Pogba hefði þetta tapast stærra. Manni færri hafði Ole afsökun til að fara í skotgrafirnar, en þeir eru veikastir fyrir gegn liðum sem spila þannig.
kristjans says
Man varla eftir svona dapri frammistöðu hjá liðinu. Liverpool hafði lítið sem ekkert fyrir þessum sigri og sigur þeirra hefði hæglega geta verið stærri.
Ummæli Ole eftir leik:
“I have come too far, we have come too far as a group and we are too close to give up now.“
Too close to what?
Hvert er handbragð Ole á liðinu?
Hvert er einkenni liðsins?
Veit Ole sitt sterkasta byrjunarlið?
Eftir því sem ég kemst næst er Ole búinn að kaupa 13 leikmenn í sinni stjóratíð fyrir tæplega 400 milljónir punda og sú upphæð á eitthvað eftir að hækka vegna ýmissa ákvæða, add-ons.
Hægri vængurinn var helsti hausverkur liðsins í fyrra.
Nú er Greenwood látinn spila þar og Sancho er á bekknum. Á Greenwood ekki að vera bestur upp á topp?
Hvers vegna fær Donny van de Beek ekki tækifæri í liðinu?
Hann getur ekki verið verri en Fred eða Scott McTominay.
Kappinn var tilnefndur til Ballon d’Or 2019 og Frank De Boer, fyrrum þjálfari hans telur að hans besta staða á vellinum sé sexa.
Hvar passar Paul Pogba inn í þetta lið?
Veit það einhver?
Hann er amningslaus í lok tímabils. Vill hann vera áfram? Á að bjóða honum samning – take it or leave it? Ef hann vill ekki semja, þá á að taka hann út úr liðinu og nota sem algjöra varaskeifu, hann getur tekið við hlutverki Donny van de Beek.
Samuel Luckhurst, blaðamaður Manchester Evening News gaf Harry Maguire núll í einkunn eftir þennan leik. Ég endurtek núll! Þetta er fyrirliði liðsins. Hann átti afleitan leik gegn Leicester og svo þessa frammistöðu í dag. Menn gera grín að Lindelof og Bailly en ég vil sjá þá byrja í næsta leik. Ég vil sjá Maguire tekinn út úr byrjunarliðinu og það á einnig að taka fyrirliðabandið af honum líka. Hann er enginn leiðtogi, líkt og Ole er ekki maður til að stýra svona stóru félagi og Man Utd.
Athyglisverð tölfræði sem bent var á eftir leik:
#mufc’s defensive stats in the Premier League this season:
Goals conceded (15): 16th
Clean sheets (1): 18th
Shots on target faced (43): 14th
Tackles (104): 20th
Errors leading to shots (8): 20th
Expected goals against (14.3): 15th
Sjá hér svo verstu töp Man Utd í Premier League.
Skuggalega stutt á milli tveggju seinustu tapa undir stjórn Ole.
Record Premier League defeat:
0–5 v Newcastle United, 20 October 1996
0–5 v Chelsea, 3 October 1999
1–6 v Manchester City, 23 October 2011
1–6 v Tottenham Hotspur, 4 October 2020
0–5 v Liverpool, 24 October 2021
Þvi fyrr sem Ole fer, því betra.
Hver á að taka við?
Tel Conte og Zidane ekki henta, hafa þeir komið að einhverri uppbyggingu? Væri Erik ten Hag ekki álitlegur kostur og fá Edwin Van der Sar sem yfirmann knattspyrnumála eða taka við starfi Woodward?
ghe says
Hvað getur maður sagt eftir þessi ósköp og hvar á maður að byrja best að byrja á vörn liðsins, það er engin leiðtogi sem stýrir vörninni samskiftin eru í molum og Harry fyrirliði lítur skelfilega út og aulahátturinn er algjör. Miðja liðsins Mc Tommi og Fred þessi miðja skapar ekki mikið og í dag átti hún afleitan leik, að horfa upp á feilsendingu eftir feilsendingu er ekki boðlegt fyrir þetta lið sérstaklega þegar að leikmaður eins og DVB sem er geymdur á bekknum leik eftir leik er mun betri leikmaður heldur en MC Tommi og Fred, að mæta til leiks gegn liverpool með miðju sem er hugsuð sem skjöldur fyrir vörnina fyrst og fremst og með frekar takmarkaða sóknargetu þetta býður hættunni heim. Brúnó þessi frábæri leikmaður sást frekar lítið í leiknum fyrir utan þessar fyrstu mínútur. Sóknarleikur liðsins var ansi hreint daufur enda var þjónustan í lélegri kantinum, síðustu leikir i deildinni og leikurinn gegn atalanta sýna svo að ekki verður um villst að varnarleikur liðsins er slakur og liðið virðist ráða illa við lið sem eru hröð í sínum leik. Ég hef stutt Ola hingað til en því miður sýnist manni að hann sé kominn á endastöð eins og staðan er akkúrat núna, mér hefur fundist skorta hjá Ola plan b og jafnvel c þegar plan a virkar ekki, en leikmenn liðsins verða líka að axla ábyrgð. Minna menn samt á að undir stjórn Ola höfum við tapað stórt en þap gerðum við líka undir stjórn A.F.
Audunn says
Þetta var svo hræðilegt hjá United að það er engin leið að stuðningsmenn liðsins geti haldið áfram að styða þennan stjóra áfram í starfi. Að tapa 0-5 á heimavelli fyrir Liverpool og spila eins og C-deildarlið er brottrekstrarsök.
Við skulum heldur ekki gleyma því heldur að liðið tapaði 4-2 fyrir Leicester, gerði 1-1 jafntefli heima gegn Everton og tapaði 0-1 á heimavelli gegn Aston Villa. Semsagt 1 stig úr síðustu 4 leikjum.
Samt segir Ole eftir leik gærdagsins að hann sé kominn of langt með þetta lið til að gefast upp. Of langt hvert? Of langt niður í ræsið? Var honum ekki bent á úrslit síðustu leikja? Ég hefði krafist útskýringar á þessum glórulausum orðum hans.
Hann er greinilega í algjörri afneitun og þegar þjálfarar eru komnir þangað og hafa ekki svör við neinu inn á vellinum leik eftir leik þá verða þeir að fara, Ole hefði átt að vera rekinn í gærkvöldi.
Ekkert lið í deildinni sem vinnur færri tæklingar, ekkert lið í deildinni sem hleypur jafn lítið, ekkert lið í deildinni sem gerir jafn mörg mistök inná vellinum og aðeins tvö lið búin að fá á sig fleiri mörk þrátt fyrir að De Gea sé búinn að vera í góðu formi það sem af er tímabili, líklega búinn að vera besti maður liðsins.
Nei í alvöru? eru ennþá til stuðningsmenn liðsins sem halda því fram að Ole sé rétti maðurinn fyrir Man.Utd? í alvöru?
Ef stjórn United sér þetta ekki og rekur hann ekki í vikunni þá veit ég ekki hvað þarf til. Ole Gunnar er bara lélegur þjálfari.. það sjá það allir sem fylgjast með fótbolta.
Gummi says
Svo ákváðu þessir snillingar sem stjórna þessum klúbbi að gefa honum nýjan samning fyrir stuttu þetta lið er orðið svo mikið rusl að það er orðið erfitt að stiðja þetta mikið lengur
Audunn says
Þegar kemur að því að ráða inn nýjan stjóra fyrir Ole Gunnar hafi þessi blessaða stjórn vit á því að reka hann í dag þá finnst mér persónulega aðeins tveir menn koma til greina.
Annaðhvort Conte eða Brendan Rodgers.
Conte hefur svo sannarlega sannað að hann er frábær þjálfari og náð góðum árangri, honum hefur líka tekist vel upp í leikmannakaupum í gegnum sinn þjálfaraferil þótt hvorki hann né aðrir séu 100% fullkomnir þegar að því kemur.
Eina sem hræðir mig við Conte er taktíkin hans, hann vill spila 3-5-2 leikkerfi sem ég er ekki viss um að henti núverandi leikmannahóp Man.Utd. Ekki það að taktíkin sé slæm, alls ekki. Hann hefur gert frábæra hluti með þessa taktík bara meiri spurning hvort hún henti United liðinu eins og það er mannað.
Ég ber líka mikla virðingu fyrir Brendan Rodgers. Það verður að segjast eins og er að hann hefur náð mjög góðum árangri sem stjóri. Hann er taktíkslega frábær, mikil vinnsla í hans liði og hann virðist ná vel til leikmanna.
Jú ok hann var rekinn frá Liverpool á sínum tíma stuttu eftir að hafa næstum því unnið deildina með þeim. Enn það kemur fyrir á bestu bæjum að menn séu reknir einu sinni eða tvisvar.
Ég held að Brendan Rodgers hafi svo sannarlega sannað undanfarin ár að hann sé frábær stjóri.
Ég myndi ekki þora að taka einhverja sénsa með menn eins og td Erik ten Hag með liðið í þessari stöðu.
og þegar menn spyrja hvað hafa menn hvort Conte ofl hafa komið að einhverri uppbyggingu þá má spyrja á móti hvaða uppbyggingu?
Byggja upp lið frá grunni með heimamönnum? eða taka inn unga leikmenn og gefa þeim séns? Ef það er málið hvaða topp lið í Evrópu eru að stunda það mikið í dag?
Og þarf United mikla uppbyggingu í dag leikmannalega séð? Það finnst mér persónulega ekki.
Þeir þurfa 2-3 gæða leikmenn eins og t.d 2 miðjumenn og jafnvel einn miðvörð.
Ég veit ekki alveg hvað er verið að meina þegar talað er um uppbyggingu, klopp, Guardiola, Brendan Rodgers, Thomas Tuchel hafa svo sannarlega komið að uppbyggingu liða sem þeir stjórna í dag þó það þýði ekki að þeir hafi verið að framleiða unga leikmenn og tekið þá inn í aðalliðið. Conte bygði líka upp Chelsea liðið sem hann tók við á sínum tíma og gerði þá að meisturum eitt árið og vann FA cup eitt árið.
Þannig að þetta er alltaf spurning hvað menn eru að tala um.
Ef menn vilja að Man.Utd framleiði unga leikmenn sem eiga að fara í aðalliðið og spila þar þá verða sömu menn að sætta sig við það á móti að liðið er ekki að fara að vinna neina titla í þessari deild né evrópu.
Að byggja upp lið sem vinnur marga titla gerist kannski á 50 ára fresti, í dag er það nánast vonlaust nema kannski í Hollandi, Belgíu eða Portúgal. Þetta er orðið svo gjörbreytt umhverfi að við getum ekki endalaust miðað við 1999 lið Man.Utd.
Steve Bruce says
ég held að hvað leikmenn varðar hefur Man.Utd ekki verið sterkara á pappír í fjölda ára. Já, það vantar DMC en aðrar stöður eiga að vera coveraðar. Þá vísa ég til þess að Harry M og Luke S spili eitthvað nálægt sinni getu, ólíkt því sem hefur sést undanfarið. Þjálfunin og uppleggið í leikjunum er vandamál. Þessi hörmulega lélega sem skilar aðeins auðum svæðum, þetta ráðaleysi þegar upplegg A gengur ekki upp og þessi tilfinning að það þurfi alltaf að treysta á stórkostlegt einstaklingsframtak til að liðið vinni leiki!
Sá sem gegnir stöðu „Head coach“ verður að taka ábyrgð á ofangreindum þáttum. Sá maður er Ole Gunnar Solskjær. Hann kemst ekki lengra með þetta lið. Það er fullreynt og hann er búinn að fá þennan tíma sem svo margir kölluðu eftir. Nýjum stjóra mun bíða það sem van Gaal, Mourinho og Solskjær fengu einnig upp í hendurnar – að hefja United aftur upp til skýjanna úr myrkum dal. Mourinho og Solskjær áttu báðir spretti, sérstaklega sá síðarnefndi en það hefur alla tíð vantað töluvert upp á að maður sé sannfærður um að Ole hafi það sem þurfa þarf. Nú er 100% ljóst að svo er ekki.