Sagan endalausa hefur tekið enda, það er búið að segja Ole Gunnar Solskjær upp störfum. Michael Carrick tekur við tímabundið á meðan leitað er að millibilsstjóra til að taka við út tímabilið! Það segir líklega meira en mest um þessa stjórnun á klúbbnum
https://twitter.com/ManUtd/status/1462367978327089162
Við kveðjum Ole betur síðar í dag
Davíð says
Mikil mistök hjá okkur og nú fyerst liggur leiðinn niður á við.
SHS says
Þetta er sorgardagur mikill en samt kominn tími á þetta, því miður.
Ole!
Rúnar P says
Var aldrei á Ole burt vagninum en þetta var búið því miður og það finnst mér sorglegt!
Ég skal samt segja að ef Brendon Rogers (sem kann ekki að tala nema með tennurnar límdar saman) eða Pókahontas verða stjórar ManU, þá er ég hættur að styðja þetta lið, því miður!
Audunn says
Þetta var því miður ekkert annað í stöðunni en að láta OGS fara og það hefði átt að gerast fyrr, en það þýðir ekkert að fást um það úr þessu.
Maður er hinsvegar með áhyggjur af því að það sé ekkert plan í gangi á Old Trafford frekar en fyrridaginn.
Stjórnendur virðast aldrei ætla að læra neitt þar á bæ. Í lang flesturm tilvikum þegar lið reka stjórana sína þá er það ekki skyndiákvörðun sem er tekin 1,2 og 3 heldur eitthvað sem búið er að þróast í einhverjar vikur.
Lang oftast eru liðin búin að þreifa á öðrum möguleikum áður en endanleg ákvörðun um að reka stjórann er tekin.
En það virist ekki vera þannig hjá United, ég held að þeir hafi ekki hugmynd um í dag hver á að taka við út tímabilið. Carrick og Fletcher eru hluti af vandamálum United og því engin lausn.
Það er líka mjög skrýtið að reka bara OGS og halda öllum hinum eins og Kieran McKenna, Mike Phelan, Eric Ramsay og Martyn Pert. Það er ekkert að fara að breytast á með þessa menn ennþá um borð.
Fyrir mína parta ætti United að einbeita sér að einum manni í dag og aðeins einum manni og það er Ralf Rangnick. Fá hann til að taka við út tímabilið.
En eins og stjórn United vinnur þá kæmi mér ekkert á óvart að þeir myndu ráða Bruce til að taka við lðinu út tímabilið.
Scaltastic says
Tíðindi dagsins, hvað get ég sagt?… ég svíf um á bleiku skýji og það liggur enginn vafi á því að framtíð félagsins er gífurlega björt.
Eftir blóð, svita, tár og ómetanlegt framlag. Þá sér herra Woodward sig knúninn til að svara ákalli stuðningsmanna. Mér er þakklæti efst í huga. Richard Arnold, John Murtough og Darren Fletcher… horfið, hlustið og umfram allt lærið!
Ég vona innilega að ég hafi rangt fyrir mér, a.þ.s. þá er þessi leikmannahópur gjörsamlega rotinn inn að beini. Hæfileikarnir eru vissulega til staðar, en það er enginn kemistría í gangi. Ég get ekki sagt að ég hafi trú á því að þessi hópur berjist um neina titla á næstu þremur árum.
Að mínu mati þá er löngu orðið tímabært að gleypa stoltinu, hreinsa til í leikmannahópnum og lækka launakostnað. Það tekur 10-15 ár að endurbyggja innviði félagsins nóg til að verða alvöru samkeppnishæfir. Þá þurfa eigendurnir annaðhvort að selja félagið eða vakna upp úr rotinu. Miðað við hegðun þeirra síðastliðin mánuð… Það fer um mig hrollur.
Því miður held ég að meirihluti stuðningsmanna hafi væntingar um að alvöru prófíll af þjálfara muni gera okkur að topp 10 klúbb nánast samstundis, það er ekki að fara að gerast… því miður. Það er löngu kominn tími á að taka nokkur skref til baka og huga að framtíðinni.