Eftir vægast sagt djúpan dal hjá Manchester United hefur stjóranum Ole Gunnar Solskjær verið sagt upp störfum. Það sem vekur athygli er að hann var sá eini í þjálfaraliðinu sem var látinn fara. Mögulega mun það breytast þegar nýr stjóri tekur við, hvenær sem það nú verður. Michael Carrick er tímabundinn stjóri þangað til að annar tímabundinn stjóri verður fenginn til að stýra liðinu út tímabilið. Við ræddum þetta í nýjasta þætti Djöflavarpsins. Carrick stýrir sínum fyrsta leik annað kvöld þegar United flýgur til Spánar og mætir á Estadio de la Cerámica, heimavöll Villarreal.
Heimaliðið hefur ekki átt neitt sérstakt tímabil hingað til. Eru vissulega í 2. sæti F-riðils með 7 stig eins og United sem er í 1. sætinu. Gengið í La Liga hefur hinsvegar ekki verið æðislegt og situr liðið í 12. sæti. Vörnin hefur verið vandamál ekki ósvipað og hjá okkur mönnum. Nokkrir lykilmenn verða mögulega fjarri góðu gamni en þeir eru Gerard Moreno, Emmanuel Capoue og Arnaut Danjuma. Aðrir leikmenn ættu að vera klárir í slaginn.
Mögulegt byrjunarlið
Sigur í þessum leik væri innilega kærkominn en jafntefli gæti sloppið ef sigur næst gegn Young Boys í lokaumferðinni.
Leikurin hefst kl. 17:45
Skildu eftir svar