Manchester United skráði sig úr leik í baráttunni um Meistaradeildarsæti eftir sanngjarnt 1-0 tap á Goodison Park rétt í þessu. Frammistöðunni verður best lýst sem andlausri og mögulega spaugilegri. Ég gæti sennilega bara smellt á copy/paste af einhverri gamalli skýrslu og skellt hér inn, því að þetta var bara endurtekið efni. Hér er tölfræði af Twitter sem að gefur góða mynd af því sem að gekk á, en hún dekkar þó bara fyrri hálfleikinn:
https://twitter.com/Utd_Analytics/status/1512768201490378753?t=M0H93AX_2bUuTkIVfYdwIA&s=19
Gaman að þessu! Svona stilltu liðin upp.
Man Utd:
Pogba inn fyrir Fred, Mata inn fyrir Matic og Elanga inn fyrir Rashford.
Everton:
Leikurinn
Everton liðið var með varnarlínuna lágt á vellinum og bauð United að sækja á sig. Marcus Rashford komst í tvígang nokkuð nálægt því að koma liðinu yfir en Jordan Pickford sá við honum. United hélt boltanum áfram lengst af án þess að skapa sér opin marktækifæri og það kom sennilega engum á óvart þegar að Everton komst skyndilega yfir, án þess að hafa nokkuð gert í leiknum fram að því. Langur bolti skilaði sér á Richarlison úti á vinstri vængnum, hann tók Aaron Wan-Bissaka á og lagði boltann út á Anthony Gordon. Gordon átti afleitt skot sem að fór í fyrirliðann Harry Maguire og framhjá David de Gea í markinu. Helvíti týpískt, en algjörlega viðbúið svona miðað við gengi United á tímabilinu. 1-0.
Svar United við þessu mótlæti var í besta falli aumingjalegt. Eftir því sem að leið á leikinn þá bara fann maður að liðið myndi aldrei finna jöfnunarmark. Engar hugmyndir gegn Everton liði sem að hafði tapað 5 af síðustu 6 leikjum sínum. Hver feil sendingin á fætur annarri og leikmenn virtust aldrei á sömu bylgjulengd. Ef að samherji vildi fá boltann í hlaupið, þá bjóst boltamaður við því að viðkomandi vildi fá hann í lappir = Everton innkast/markspyrna. Það er eins og þessir leikmenn æfi aldrei saman.
Það er ekki hægt að taka einn leikmann fyrir. Þetta var tap liðsheildarinnar. Ef liðsheild mætti kalla. Samstaðan er engin og það er alltaf það sama á dagskránni þegar á móti blæs – pirringur og uppgjöf þegar hlutirnir detta ekki nákvæmlega fyrir þá.
https://twitter.com/R_o_M/status/1512784914525138948?s=20&t=7Cr0m__zvbZ6BuZWVHWqyA
Undirritaður hefði til dæmis fyrirgefið það ef að einhver í liðinu hefði tekið sig til og straujað Richarlison þegar að Brasilíumaðurinn ákvað að halda boltanum á lofti með höfðinu þegar að leikmenn United höfðu ekki fyrir því að pressa hann. Þá hefði ég allavega vitað að viðkomandi væri sár og pirraður yfir ástandinu.
Framhaldið
Nú er bara beðið eftir því að þetta tímabil klárist. Liðið á til að mynda eftir að fara á Anfield. Drottinn minn sæll og glaður, það verður einhver slátrunin. Nýr stjóri á ærið verk fyrir höndum og vonandi fær hann frið og frjálsar hendur til að hreinsa út öll rotnu eplin. Erik ten Hag er orðaður sterklega við starfið, en við skulum vona að hann hafi verið úti að hlaupa eða í langri verslunarferð á meðan á þessum leik stóð. Ekki var þetta fallegt.
Næsti leikur er heimaleikur gegn Norwich. Þau sem halda að þar verði aldeilis spýtt í lófana og boðið uppá veislu ættu að búa í Undralandi. Þetta verður eins út leiktíðina þar sem að leikmenn hafa einfaldlega gefist upp. Ralf Rangnick hefur ekki náð til þeirra og mun ekki gera það úr þessu. Víða hefur verið skrifað að leikmenn hafi skoðanir á því hver næsti stjóri ætti að vera. Þessir sömu leikmenn mega endilega drekka einn rjúkandi heitan bolla af grjóthaltu kjafti og leggja sig fram fyrir klúbbinn.
Áfram gakk. Og áfram Manchester United.
Brynjólfur Rósti says
Jæja, fólk að plana að gera eitthvað skemmtilegt í páskafríinu?
Jj says
Oflaunaðir aumingjar.
Turninn Pallister says
Heyrðu var að spá í að skella mér til Liverpool. Langar til að kíkja á styttuna sem stendur til að reisa af fyrirliðanum okkar fyrir utan Goodison Park. Heyrði að þeir vildu þannig þakka fyrir vel unnin störf við að bjarga Everton liðinu frá falli. :)
Arni says
Þetta united lið á ekki skilið að vera í úrvalsdeildinni
birgir says
meistaradeildarsæti í húfi, andskotinn hafi það
Jj says
Ofdekraðir aumingjar með hausinn upp í rasgatinu og þjálfarateimid var fengið hjá sorpu.
Helgi P says
Við þurfum að losa okkur allan hópinn eins og hann leggur sig þvílíkt drasl sem þetta lið er orðið
Elis says
Látum okkur sjá lið sem er búið að eyða liða mest(kannski fyrir utan Man City) er en þá í vandræðum með hægri bak, miðvörð, vinsti bak, djúpan á miðju, kannt og sóknarmann.
Hvernig er þetta hægt?
Þetta Everton lið var skelfilegt til að byrja með en liðið gaf þeim mark, já já Harry mjög óheppinn og allt það(hversu oft er hægt að vera svona óheppinn?) og eftir markið fór Everton í gang en Utd ja… þeir fóru inn í skel.
Að ná ekki meistaradeildarsæti með þetta lið, þessa eyðslu, þennan launapakka er mesti skandall í sögu liðsins frá upphafi PL.
Egill says
Þegar ég sá að Maguire, Rashford og AWB voru allir î byrjunarliðinu ákvað ég að horfa ekki á leikinn. Sé ekki eftir því.
Það hlýtur að flokkast undir samningabrot hvað þessir menn eru lélegir.
Scaltastic says
Hef eytt nægri orku tíma í getu/andleysi leikmannahópsins og farsann á yfirvaldinu, en… heilagur saur hvað Rangnick er búinn að valda mér miklum vonbrigðum. Ég geri mér fyllilega grein fyrir að hann kom inní vonlaust ástand á eldfimum tíma, en fjandakornið hafi það. 3 mánuðir í starfi og núll handbragð hans á leik liðsins. Það er deginum ljósara að bandamenn hans innan félagsins má telja á fingrum annarrar handar. Þetta er í besta falli rjúkandi rúst!
Okkar áreiðanlegi og skilvirki fyrirliði mun án nokkurs vafa koma tuðrunni í netið á Anfield, hvorum megin er svo annað mál. Það verður áhugavert að ganga í gegnum þær 90 mín með honum… verð með xanax á kantinum fyrir okkur báða.
Zorro says
Held að sé best að fá Roy Keane til að stjòrna þessu liði…allavega i þjálfarateyminu….hann myndi aldrei lìða svona spilamensku😁
Golli Giss says
Hefði nú verið nær að ráða Conte