Manchester United liðið fer tómhent frá London í dag. 3-1 tap niðurstaðan í leik sem að þurfti alls ekki að tapast. Öfugt við undanfarna leiki þá náði liðið að skapa sér talsvert af marktækifærum, en allt kom fyrir ekki. Dómgæslan í leiknum var ekki uppá marga fiska og stóru augnablikin féllu okkur ekki í vil, hvort sem að það var okkur að þakka eða flautugerpinu.
https://twitter.com/R_o_M/status/1517850143244132353?s=20&t=GRanpC4MCGVgUSCa9RDXuA
Svona stillti Manchester United upp:
Bekkur: Henderson, Bailly, Jones, Maguire, Wan-Bissaka, Lingard, Garnacho, Rashford, Mata
Leikurinn
Leikurinn var ekki gamall þegar að fyrsta kómedía Manchester United leit dagsins ljós. Fyrirgjöf frá vinstri kantinum rataði fyrst við fætur Raphael Varane, en Frakkinn hitti boltann afleitlega og hann barst því til Alex Telles. Telles leit verr út ef eitthvað var og hitti boltann bara alls ekki, sem varð til þess að tuðran endaði hjá Bukayo Saka. Englendingurinn klippti á vinstri löppina og þrumaði á mark United. David de Gea varði vel til hliðar, en gat ekki reiknað með því að Diogo Dalot myndi sleppa því að fylgja Nuno Tavares inn í teiginn, svo að eftirleikurinn var auðveldur fyrir Tavares. Hann fylgdi eftir skoti Saka og setti boltann í opið markið. 1-0 eftir 3 mínútur. Flott er.
Næstu mínútur létu Arsenal boltann ganga óáreittir sín á milli án þess að skapa sér nokkuð. Á 10. mínútu átti Aaron Ramsdale afleita sendingu inn á miðjan vallarhelming Arsenal. Scott McTominay hirti boltann og kom honum á Bruno Fernandes. Portúgalinn var nokkuð lengi að athafna sig í ágætis færi og miðvörðurinn Gabriel blokkaði skot hans. Bruno virtist einhvernveginn aldrei hafa trú á því að hann gæti gert sér mat úr þessu fína tækifæri. Stuttu síðar féll Anthony Elanga í vítateig heimamanna eftir baráttu við Nuno Tavares, en Craig Pawson sá ekki ástæðu til þess að benda á punktinn.
Á þessum tímapunkti voru United búnir að vinna sig inn í leikinn og töldu sig eiga að fá aðra vítaspyrnu um miðbik fyrri hálfleiks. Þá tók Jadon Sancho Cedric Soares á og varnarmaðurinn féll við. Í leiðinni sópaði hann boltanum undan löppum Sancho með höndunum. Sancho brást eðlilega ókvæða við og heimtaði víti, rétt eins og restin af liði United gerði. Pawson hélt nú ekki. Stuttu áður hafði Diogo Dalot átt skot í þverslánna.
https://twitter.com/sampilger/status/1517840724544430083?s=20&t=GRanpC4MCGVgUSCa9RDXuA
Litlu síðar var farsinn svo endanlega fullkomnaður. Snyrtilegt spil Arsenal við vítateig United endaði með því að Telles og Saka féllu í teignum, en Eddie Nketiah var mættur til að þruma boltanum inn. Nketiah var þó dæmdur rangstæður og United þá mögulega hólpið. Eða hvað? Nei, Craig Pawson ákvað að líta á VAR-skjáinn og komst að þeirri niðurstöðu að Telles hefði brotið á Saka og því vítaspyrna dæmd. Úr vítinu skoraði svo Saka sjálfur og staðan orðin 2-0.
Þetta rotaði þó ekki United sem að svaraði strax. Nemanja Matic átti glimrandi góða fyrirgjöf sem að rataði til Cristiano Ronaldo. Ronaldo kláraði færið örugglega og fagnaði með því að benda til himins, til minningar um son sinn sem að lést við fæðingu. Markið var hans hundraðasta í Úrvalsdeildinni, en það fyrsta kom gegn Portsmouth þann 1. nóvember 2003. Það sem eftir lifði hálfleiks virtist Arsenal liðið líklegra til að bæta við, en United að jafna en staðan í hálfleik var 2-1.
https://twitter.com/ManUtd/status/1517841167190274048?s=20&t=GRanpC4MCGVgUSCa9RDXuA
United tók öll völd í seinni hálfleik. Og eftir 10 mínútna leik þá fengu okkar menn loks víti. Nuno Tavares setti handlegginn langt út í loftið og Nemanja Matic skallaði boltann beint í hann. Það virtist algjörlega borðleggjandi að Ronaldo færi á punktinn og gripi tækifærið til þess að jafna metin. Nei, þess í stað var það Bruno Fernandes, sem að hefur átt gríðarlega erfitt uppdráttar undanfarna mánuði og í raun ekki verið annað en skugginn af sjálfum sér. Kannski yrði þetta augnablikið til þess að vakna úr dáinu. Portúgalinn setti vítið í stöng og Arsenal menn fögnuðu ákaft.
Áfram hélt sókn United. Ramsdale varði ágætlega frá Elanga úr þröngu færi og Ronaldo skoraði mark sem að var afar tæplega dæmt af vegna rangstöðu. Þá skaut Diogo Dalot í stöngina og í fyrsta sinn í langan tíma þá gat maður sagt að United væri í raun að spila ágætis fótbolta. Á 70. mínútu var hins vegar leik lokið. Þá fékk Bruno Fernandes boltann fyrir framan teig United, en var algjörlega sofandi og Mohamed Elneny hirti af honum boltann og lagði hann fyrir Granit Xhaka. Svisslendingurinn þrumaði boltanum í bláhornið og David de Gea kom engum vörnum við. Það spilaði líklega smá part að Nketiah var í sjónlínu Spánverjans og þar að auki rangstæður – en sá dómur var ekki að fara að falla með okkur frekar en flestir í þessum leik.
Eftir þetta varð sigurinn formsatriði fyrir Arsenal. Það virtist allur vindur úr United, sem að höfðu spilað vel í síðari hálfleik en ekki átt erindi sem erfiði. Ekki er hægt að segja að tímabilið kristallist í þessari frammistöðu þar sem að undanfarið hefur liðið varla náð að skapa sér færi. 3-1 niðurstaðan og Meistaradeildin er úr sögunni, þó að það sé enn einhver tölfræðilegur séns.
https://twitter.com/OptaJoe/status/1517857082820775936?s=20&t=GRanpC4MCGVgUSCa9RDXuA
Framhaldið
Það er bara næsti leikur og svo næsti eftir það o.s.frv. Erik ten Hag er væntanlegur og maður bindur vonir við að það verði lagleg sumarhreingerning á Old Trafford. Ég fæ heilablóðfall ef að ég þarf að sjá suma af þessum leikmönnum mikið oftar. Við komumst bara í gegnum þetta saman og fáum svo vonandi að fagna saman í framtíðinni. Líklega ekki á næsta tímabili, en kannski tímabilið eftir það? Skulum allavega passa okkur á gamla Liverpool frasanum!
Áfram Manchester United
Arni says
Hversu lélegur þarf Bruno að vera til að hann missi sætið sitt ömurlegur og leiðinlegur leikmaður
MSD says
Hefðum þurft að nýta þetta víti, meðbyrinn var með okkur þá í spilamennskunni og hefði getað snúið leiknum. Ef og hefði, same old. Maður vissi það samt einhvern veginn innst inni að Bruno væri að fara að klikka, eitthvað svo týpískt. Enda var hann slakur í leiknum. Ronaldo sjóðheitur undanfarið og hefði átt að taka þetta. Bruno klúðraði einnig dauðfæri fyrr í leiknum og missti boltann auðveldlega í þriðja marki Arsenal og hefur ekki skorað síðan í febrúar.
En svo er þessi liðshópur okkar svo veikur. Ef það blæs á móti þá koðna þeir niður.
Engin meistaradeild á næsta seasoni og ég held það sé hreinlega ágætt. Við þurfum að losa út leikmenn og taka inn yngri graðari menn sem eru tilbúnir að leggja eitthvað á sig og vilja vera þarna. Það þarf að taka vel til bæði hjá leikmönnum og starfsliði.
En menn virðast tala mjöh vel um þetta Arsenal lið núna en mér fannst þeir ansi oft mikið opnir til baka þegar sótt var hratt á þá. Gegn betra liði en okkar, sem er bara samansafn af sjálfstraustslausum fokdýrum verktökum, þá hefðu þeir fengið fleiri mörk á sig. En þeir eru að taka skref fram á við sem er meira en hægt er að segja um okkur.
Vertu velkominn Erik Ten Hag. Þín bíður ærið verkefni og vonandi færðu vinnufrið og tíma til að gera það sem þarf. Ég allavega get ekki beðið eftir að þessu tímabili ljúki…
Elis says
Lélegasta tímabil Man utd frá upphafi úrvaldsdeildar staðreynd.
Að þetta lið hafi ekki náð top 4 er ömurlegur árangur og að tala um að það sé ágæt að komast ekki í meistaradeild er fáranlegt.
Já, liðið er ekki að fara að vinna hana en að vera í meistaradeild skapar tekjur og hjálpar liðinu að styrkja sig eða rétta sagt möguleika á að styrkja sig(hefur ekki vantað seðlana til þess að styrkja liðið).
Gamli Liverpool frasinn er líklega að tala um næsta tímabil en er það ekki nákvæmlega sem stuðningsmenn hafa verið að tala um undanfarinn ár. Gaal nær þessu á næsta tímabili, Móri nær núna að búa til sitt lið fyrir næsta tímabili, Ole þar bara tíma og við sjáum betra lið á næsta tímabili og maður er strax farinn að heyra að Erik Ten Hag mun snúa þessu við á næsta tímabili.
Því miður er Liverpool frasinn orðinn að staðreynd og ástæðan er skelfilegt gengi liðsins undanfarinn ár og eina sem stuðningsmenn geta haldið í er voninn um betri tíma eða að minnstakosti framfarir.
afleggjari says
Spurning samt hvort ekki hefði verið skynsamlegra að bíða eftir nýjum stjóra og fá hans álit áður en Bruno voru boðin ofurlaun. Bruno má kalla lúxusleikmann, en það orð er oft notað um framliggjandi miðjumenn sem eru góðir í að sækja en geta lítið varist.
Þó Ten Haag hafi að mestu spilað með framliggjandi miðjumenn með Ajax þá hefur enginn afsláttur verið gefinn á vinnuframlagi þeirra. Bruno er t.d. aðal ástæða þess að Beek fékk aldrei að spila í sinni stöðu hjá Solskjaer, en mögulega gæti það breyst með tilkomu ETH.