Þá er það staðfest. Manchester United hefur fest kaup á vinstri bakverðinum Tyrell Malacia, 22 ára gömlum hollending frá Feyenoord. The Athletic heldur því fram kaupverð sé í kringum 15 millj. evra sem getur endað í 17 millj. evra út frá bónusgreiðslum auk þess að Feyenoord mun fá hluta af söluverðinu þegar United ákveður að selja hann.
https://twitter.com/ManUtd/status/1544304856516726786
Einhverjar fréttir höfðu borist af því að Lyon úr frönsku Ligue Un væru búnir að festa kaup á leikmanninum fyrir 13 millj. evra (+ 2 millj. í bónusgreiðslur), þeir hefðu gengið frá munnlegu samkomulagi og voru menn svo pottþéttir á að hollendingurinn væri að fara til Frakklands að sjálfur Fabrizio Romano var búinn að skella í eitt af sínu frægu „Here We Go!“ tístum um helgina. En svo virðist sem United hafi tekist að stela þessum kaupum á einum mest spennandi bakverði hollensku Eredivisie á síðustu leiktíð.
Malacia er uppalinn leikmaður hjá Feyenoord og braust fram á sjónarsviðið á tímabilinu 2017/2018 en þá byrjaði hann eina 8 deildarleiki á tímabilinu en spilað tvöfalt fleiri leiki á því næsta. Malacia spilaði svo 50 leiki á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði eitt mark og lagði upp önnur fjögur í 32 leikjum í deildinni og tókst um leið að vinna sér inn sæti í hollenska landsliðinu. Hann er örvfættur og spilar nánast einvörðu sem bakvörður en hefur þó spilað framar, t.d. sem varnarsinnaður kantmaður. Hann er góður með boltann, bæði að bera hann upp völlinn og að halda honum ásamt því að búa yfir góðum sendingum.
Hann hefur hins vegar fengið ákveðna gagnrýni á sig fyrir staðsetningar, einkum og sér í lagi sóknarlega en til að vega upp á móti því eru fyrirgjafirnar hans og langar sendingar ákveðinn styrkleiki. Hins vegar hefur hann allt sem þarf til að verða toppbakvörður sem sást í úrslitaleik Sambandsdeildar Evrópu (Europa Conference League) þar sem Feyenoord mætti Roma í úrslitum eins og sjá má á eftirfarandi tölfræði:
https://twitter.com/StatmanDave/status/1541817610064519172
Hér að neðan gefur svo að líta töflu sem ber saman tölfræði Tyrell Malacia við tölfræði nokkurra bakvarða úr ensku Úrvalsdeildinni frá því þeir voru á sama aldri (21 árs). Eins og sést er Malacia með 0,16 mörk+stoðsendingar að meðaltali í leik sem er á pari við Cucurella hjá Getafe og Robertson þegar hann var hjá Hull en nokkuð betra en Digne og Chilwell þegar þeir voru hjá fyrri klúbbum. Cancelo er hins vegar sér á báti og sömu sögu er að segja um Trent hjá Liverpool.
Þá er einnig áhugavert að skoða og bera hann saman við aðra varnarmenn í Eredivisie. Hann var einn af einungis þremur leikmönnum sem var með 0,2 xA per 90 (expected assists per 90 minutes), ásamt því að vera með yfir 50 sendingar að meðaltali í leik og vinna um 55% af öllum einvígum sínum. Þar fyrir utan er tölfræði hans í deildinni miðað við aðra varnarmenn nokkuð ásættanleg:
#1 most shots
#1 most successful take-ons
#1 most successful through balls
#2 passes in the final 3rd
#3 most tackles made
#3 most touches in the opp. box
Auðvitað er þetta einungis til gamans gert og alla tölfræði þarf að taka með fyrirvara. Þarna eru menn í ólíkum deildum, hjá liðum sem eru með ólíka stöðu í deildinni en vonandi tekst hollendingnum að halda áfram að þróa sinn leik og þó það væri ekki nema til þess að endurtaka leikinn með Luke Shaw þegar Alex Telles kom fyrst til liðsins. Þá hreinlega spilaði Shaw eins og engill og sýndi af sér sínar bestu hliðar. Vonandi tekst honum að mynda meiri samkeppni um byrjunarliðssæti á næsta tímabili og þar með bæta liðið þó svo hann detti ekki sjálfur beint í liðið.
En það er víst að núna er orðið heldur þröngt á þingi þegar kemur að vinstri bakvarðarstöðunni okkar. Við erum með Luke Shaw, Alex Telles og núna Tyrell Malacia og svo má ekki gleyma Brandon Williams sem kom eftir heldur dapurt lán hjá Norwich á síðustu leiktíð. Það gefur augaleið að þeir eru ekki allir fjórir að fara fá nægar mínútur svo einhver þarf að víkja og þá eru þeir William og Telles líklegastir. Þar sem Malacia kostaði ekki augun úr væri vonandi hægt að fá einhverjar kúlur í kassann og styrkja aðrar stöður þá um leið og vinstri bakvarðarstaðan fær andlitslyftingu.
https://twitter.com/utdreport/status/1544305555564544000?s=20&t=bmXAPb92-gaUc-L6IX1Ehg
Gummi says
Við verðum að vona að Ten hag sé nógu góður þjálfari til bjarga þessu liði frá falli því þessi hópur er ömurlegur
Bjarni says
Sagan endalausa í kringum „only the good den Jong“ ef eitthvað er að marka fréttir. Síðan er spurning hvaða leikmaður fái sjöuna úr því hans heilagleiki virðist ætla leita á önnur mið, skv nýjustu fréttum. Geri fastlega ráð fyrir því að við byrjum nýtt mót með leikmönnum sem leggja harðast að sér í æfingaferðinni og sýna þar framfarir. Fróðlegt verður það.
Scaltastic says
Ágætis kaup. Vinstri bak er langt, ég endurtek langt frá því að vera sú staða sem liðið þarfnast mest styrkingar. Hins vegar þá kveikir þetta vonandi undir Shaw aftur eða Malacia hirðir stöðuna. Vonbrigði að Telles hafi verið tekinn með í ferðina í staðinn fyrir Alvaro Fernadez, þetta tefur söluferlið á Telles í tvær vikur og það hefði verið gaman að sjá strákinn fá séns.
Ég held að meirihluti stuðningsmanna félagsins hafi gert sér grein fyrir því að það yrði engin flugeldasýning í sumar eftir niðurlægingu síðustu 9 mánaða. En fjandakornið hafi það… Hvað í fjáranum var verið að spá með því að spila sig kúl í þessari vonlausu störukeppni í rúman mánuð áður en að menn rökunuðu við sér og föttuðu að þeir þyrftu mögulega að fara að vinna í öðrum leikmönnum?
Varðandi De Jong þá væri gífurlega mikilvægt fyrir Ten Hag að fá hann inn. Hins vegar er löngu orðið tímabært að Murtough og Co seti þeim tímafrest til næstu mánaðarmóta til að klára söluna. Þá getur Mino Laporta glaður selt hann til Chelsea á 45 milljónir punda.
Raunveruleikinn er sá að félagið kaus fyrir stuttu með tillögu um fimm skiptingar. Sjö leikmenn eru farnir og einn kominn inn, ofan á það erum við komnir með þriðja stjórann á hálfu ári (allt undir control). Það eina jákvæða sem ég get tekið út úr sumrinu er það að Ten Hag er „locked in“. Liðið byrjaði að æfa viku áður en flest önnur lið og þar á meðal 4-5 leikmenn sem munu byrja í fyrsta leik.
Ef 5 leikmenn í viðbót detta inn í glugganum þá verður það varnarsigur. Fjórir eða færri væri afhroð af verstu sort.
Arni says
Það boðar ekki gott að vera með þjálfara sem horfir bara á leikmenn frá ajax