Fyrsti leikur æfingatímabilsins var spilaður í Tælandi í dag og hófst leikur klukkan 13:00 að íslenskum tíma. Manchester United vann mjög góðan sigur á erkifjendunum þar sem liðið spilaði löngum stundum frábæran fótbolta. Liverpool notaði sitt sterkasta lið ekki fyrr en síðasta hálftímann en fundu ekki leiðina í mark Manchester United.
Gott að byrja sumarleikina svona vel og gaman að fá fljúgandi start fyrir Erik ten Hag.
Byrjunarliðin
Það var ágætis munur á styrkleika byrjunarliðanna hjá þjálfurum liðanna. Ten Hag stillti upp þessu byrjunarliði hjá Manchester United:
https://twitter.com/ManUtd/status/1546819317492289536?s=20&t=DMTurGSV6EREwBe0UkoUrA
Á meðan ákvað Klopp að hefja leik með þetta lið inni á vellinum:
https://twitter.com/LFC/status/1546819158377127937?s=20&t=DMTurGSV6EREwBe0UkoUrA
Leikurinn sjálfur
Undirritaður man eftir því að hafa pínt sig í gegnum ófáa æfingaleikina í Asíutúrum sem spilaðir voru í hita og miklum raka, á meira en lítið vafasömum völlum sem voru lausir í sér og leiðinlegir. Slíkar aðstæður, ofan á það að leikmenn voru nýlega komnir til baka eftir sumarfrí, buðu oftast upp á afskaplega leiðinlega leiki.
En þessi leikur var mjög fjörugur strax frá fyrstu mínútum. Bæði lið vildu sækja og Liverpool gerði sig líklegri í upphafi leiks. De Gea þurfti að verja vel fyrirgjafir og skot. En United sótti líka og það var gaman að sjá spilamennsku liðsins. Jadon Sancho var sprækasti maður leiksins á meðan hann var inná vellinum og það var viðeigandi að hann skoraði fyrsta markið. Hann spilaði að mestu hægra megin en það var fínt flæði í fremstu þremur og markið sem Sancho skoraði kom vinstra megin.
https://twitter.com/ManUtd/status/1546847905385963523?s=20&t=NWAtbTy72OZxI30vxKsfvg
Liverpool fékk kjörið tækifæri til að jafna, raunar þrjú afbragðs færi í sömu sókninni, en marksláin, de Gea og lappir varnarmanna komu í veg fyrir mark. Áfram hélt United að sækja og sýna góða spretti og eftir fínt upphlaupt frá Bruno og Martial barst boltinn út á Fred sem vippaði boltanum laglega með hægri fæti yfir Alison. Frábært mark!
https://twitter.com/ManUtd/status/1546852796317798402?s=20&t=NWAtbTy72OZxI30vxKsfvg
Klopp ákvað að gera skiptingu eftir rúman hálftíma þar sem hann tók alla af velli nema Alison í markinu og setti nýjan hóp inná. Flestir sterkustu leikmenn Liverpool sátu þó áfram á bekknum. Það segir ágætlega mikið um styrkleika liðsins sem Liverpool tefldi fram að þarna voru að koma inn á leikmenn með treyjunúmerin 97 og 98. Fimm af leikmönnunum sem byrjuðu leikinn fyrir Liverpool eða komu inn á eftir hálftíma eru ekki með myndir af sér á FotMob. Zidane Iqbal og Charlie Savage eru með myndir af sér á FotMob.
En leikmenn United voru lítið að pæla í því og strax eftir skiptinguna setti Anthony Martial góða pressu á Liverpool, vann boltann, brunaði upp völlinn og chippaði boltanum hárfínt yfir Alison í markinu. Frábærlega gert hjá Frakkanum brosmilda.
https://twitter.com/ManUtd/status/1546854990572036099?s=20&t=NWAtbTy72OZxI30vxKsfvg
United hélt áfram að sækja og hefði getað bætt í en staðan 3-0 í hálfleik. Verðskulduð forysta eftir frábæran fyrri hálfleik.
Í leikhlé skipti Ten Hag öllum nema De Gea af velli og setti 10 ferska leikmenn inná í staðinn. Þar á meðal fékk Tyrell Malacia sínar fyrstu mínútur fyrir United.
https://twitter.com/ManUtd/status/1546859122066350082?s=20&t=NWAtbTy72OZxI30vxKsfvg
Eftir um það bil klukkutíma leik var komið að annarri hópskiptingu hjá Liverpool. Klopp hafði greinilega ákveðið að skipta leiknum upp í 3 hluta og nú kom stórskotaliðið inn á völlinn.
https://twitter.com/LFC/status/1546861854907154432?s=20&t=Jam5LIH3KlDQEAKOoLdthw
David de Gea hafði verið frábær í leiknum og meðal annars komið nokkrum sinnum út á móti boltanum til að vinna hann. Í einu slíku úthlaupi, þegar hann veiddi boltann á undan Darwin Nunez, virtist hann hnjaskast eitthvað svo hann bað um skiptingu. Hann hafði fengið fyrirliðabandið eftir að Bruno fór af velli í hálfleik en þegar Tom Heaton kom inn á tók Eric Bailly við bandinu.
Þrátt fyrir að Liverpool væri núna komið með A-liðið sitt inná gegn B-liði United voru United-piltarnir mjög sprækir, vörðust vel og reyndu að sækja. Eric Bailly gerði á einum tímapunkti mjög vel í að lesa sendingu sem átti að fara inn í teiginn, sá að það var pláss fyrir sig og skeiðaði upp völlinn. Á vallarhelming Liverpool fann hann Pellistri með sér hægra megin en hélt sprettinum áfram. Pellistri fann hins vegar Amad sem gerði mjög vel í að bera boltann upp og leggja hann svo til baka á Pellistri sem slúttaði vel. Frábært mark og virkilega gaman að sjá.
https://twitter.com/ManUtd/status/1546869172814200836?s=20&t=BFBc3JY75tWYsL6I93y88A
Liverpool hélt áfram að reyna að sækja. Komust næst því að skora þegar Salah átti innanfótar snuddu í stöngina, Nunez fékk dauðafæri í kjölfarið en skóflaði boltanum hátt yfir markið.
Eric Bailly var gjörsamlega frábær í seinni hálfleik og leiddi sitt lið vel. Liðið var skipulagt og þeir ungu leikmenn sem stóðu vaktina gerðu það af yfirvegun og aga, gerðu sitt vel og reyndu ekki of mikið. Virkilega ánægjulegt að sjá þá, sérstaklega eftir að Liverpool var komið með svotil sterkasta liðið sitt inn á völlinn.
Niðurstaðan í fyrsta leik því sanngjarn 4-0 sigur. Segir ekki mjög mikið en samt ánægjulegt. Ekki frá því að það sé strax hægt að sjá handbragð Ten Hag að einhverju leyti á liðinu en sjáum hvernig það þróast og auðvitað byrjar alvöru alvaran ekki fyrr en í ágúst. En við getum verið glöð í dag.
Hvað fannst ykkur markverðast við leikinn í dag?
Framhaldið í sumar
Það eru fleiri leikir á döfinni hjá okkar mönnum, eins og venjan er.
Næstu leikir á undirbúningstímabilinu eru þessir:
- Föstudagurinn 15. júlí, kl. 10:05 – gegn Mel Victory
- Þriðjudaginn 19. júlí, kl. 10:10 – gegn Crystal Palace
- Laugardaginn 23. júlí, kl. 9:45 – gegn Aston Villa
- Laugardaginn 30. júlí, kl. 11:45 – gegn Atlético Madrid
- Sunnudaginn 31. júlí, kl. 15:00 – gegn Rayo Vallecano
Miðað við nýjustu gluggafréttirnar eru Christian Eriksen og Lisandro Martínez líklegir til að koma til liðsins fljótlega. Eriksen gæti mögulega náð Ástralíuhluta æfingaferðalagsins.
Frenkie-sagan heldur svo áfram að skemmta okkur eitthvað áfram en það er vonandi að eitthvað fari að skýrast fljótlega þar.
Bjarni Ellertsson says
Já einmitt þetta með FDJ. Vonandi skýrist það af eða á, ekki dvelja meira við þetta. Sjáum til hvernig liðinu tekst til í undirbúningnum.
Audunn says
Það sem er það markverðasta við þennan leik að við sáum hluti sem hafa ekki sést lengi og sáust nánast aldrei á síðasta tímabili.
Eins og ákefð, hraði, skipulögð pressa, drifkraftur, liðið var að vinna tæklingar úti á velli og menn voru að hlaupa til að loka svæðum og vinnusemi og svo sást eitthvað skipulag og taktík ofl ofl.
Þótt um æfingarleik sé um að ræða þá sáust hlutir hjá Manchester United sem ekki hafa sést lengi lengi sem er mjög jákvætt.
hjolli69 says
Sammála Audunni, sáum hluti sem hefur sárvantað hjá liðinu síðustu tímabil, þetta er mjög lofandi og styrkir mig í þeirri trú að Ten Hag sé maðurinn til að breyta gengi liðsins. Algjör no nonsense þjálfari með mjög skýra sýn á þann bolta sem hann vill spila, kröfuharður og árangursdrifinn
Bjarni says
Flott mörk, góð ákefð og liðsheild, eitthvað sem við getum verið stolt af. Liðið greinilega æft vel og lagt á sig mikla vinnu, leikgleðin skein úr augum flestra. Hef fulla trú á betri árangri í ár.
Glory glory.
Scaltastic says
Málmur í hús, 45 mín af Eric Bailly í annarri vídd, fjórða markið var alsæla og Sancho var besti maður vallarins.
Væntingar fyrir tímabilið eru þó enn vel tempraðar, Liverpool byrjuðu að æfa viku á eftir okkur og Nat Philips er ekki nægilega góður til að pússa skónna hjá Konate, hvað þá fylla hans skarð. Miðjan er því miður ennþá fíllinn í herberginu, ég hef raunverulegar áhyggjur af Rashford, það sárvantar ennþá vinstri fótar kanntara og Dalot + Wan Bissaka er… no comment.
Ég er bjartsýnn varðandi Ten Hag þó svo að ég sé alls ekki sammála honum varðandi að halda Maguire sem fyrirliða, tel þó að það sé óraunhæft að liðið nái topp 4. Svo lengi sem að liðið spilar jákvæðari og drifkraftsmeiri bolta framvegis og leikmennirnir kaupa áherslurnar. Þá hljóta Murtough og Arnold að ranka við sér og bakka þjálfarann fyrr en síðar. Ef svo verður bjartara yfir 23/24 tímabilinu.
gho says
HERE WE KNOW Martinez miðvörðurinn geðþekki frá ajax verður kynntur sem nýjasti leikmaður man utd.
Dór says
Bally og martial búnir að vera virkilega flottir í þessum 2 leikjum við erum vonandi komnir með topp þjálfara