Loksins, loksins, loksins! Manchester United hefur loksins fest kaup á varnarsinnuðum miðjumanni og sá er ekki af lakari gerðinni. Carlos Henrique Casimiro, betur þekktur sem Casemiro er þrítugur miðjumaður sem kemur frá Real Madrid eftir að hafa verið þar í tæpan áratug, rétt eins og Varane og Ronaldo. Talið er að kaupverð sé um 60 milljónir punda og þar af eru um 8-10 milljónir í árangurstengdar geriðslur. Hann skrifar undir 4 ára samning með möguleikanum á framlenginu en talið er að hann muni þéna um 300-350 þúsund pund á viku sem gerir hann þá að einum launahæsta leikmanni deildarinnar.
https://twitter.com/ManUtd/status/1560707140918067201
Casemiro er hreinræktuð sexa sem hefur ásamt Luka Modric og Toni Kroos myndað hjarta Real Madrid liðsins undir stjórn Zidane og síðar Carlo Ancelotti og með þeim raðað inn titlum, en Real Madrid hefur unnið La Liga tvö af síðustu þremur tímabilum þar ytra auk þess að Real Madrid vann Meistaradeildina fimm af þeim níu árum sem Casemiro spilaði með liðinu.Þá hefur hann einnig verið fastamaður í brasilíska landsliðinu og spilar þar einmitt við hlið Fred en sú samvinna virðist ganga vel upp ef marka má árangur Brasilíu undanfarið en liðið hefur ekki tapað nema einum leik (gegn Argentínu í úrslitaleik Suður-Ameríku bikarsins) af síðustu 27 leikjum og með markatöluna 61-10.
En hvers vegna er Real Madrid að losa sig við einn albesta varnarmiðjumann heims? Svarið er stutt, endurnýjun. Í byrjun sumar keyptu þeir Aurélien Tchouaméni og ekki ólíklegt að þau kaup kæmu niður á spilatíma Casemiro. En er hér um að ræða enn einn +30 ára leikmanninn sem endar upp of lengi hjá United á ofurlaunum sem verður meira á meiðslalistanum en á grasinu eins og við þekkjum svo alltof vel? Stysta svarið er „Nei“ þó ómögulegt sé að spá hvað framtíðin ber í skauti sér. En fyrir þá sem hafa áhyggjur af því er gott að líta til leiktíma hans hjá Real Madrid sem yfirleitt fara langt í þeim keppnum sem þeir taka þátt í.
Á síðustu átta leiktíðum (höf. tekur sér bessaleyfi að sleppa fyrsta tímabilinu þar sem hann var að spila sig inn í liðið) þá sést að Casemiro hefur spilað að meðaltali 3.440 mínútur á tímabili og á síðustu þremur tímabilum hefur hann reyndar spilað meira en 3.900 mín í öll skiptin. Þessi leiktíð fór líka vel af stað fyrir hann þar sem hann lagði upp og var valinn maður leiksins í UEFA SuperCup gegn Eintract Frankfurt en síðan þá hefur hann einungis spilað 7 mínútur.
Segja má að hans hlutverk í Real Madrid og brasilíska landsliðinu sé ball-winning midfielder, það er að segja hans hlutverk felst í því að brjóta upp sóknir andstæðingana og komast fyrir sendingar og koma boltanum á meira skapandi leikmenn eins og Modric eða Coutinho. Styrkleikarnir hans eru sendingar, tæklingar, skallaeinvígi (hann er 185cm á hæð) og að komast inn í sendingar. Hann tímasetur tæklingar mjög vel og er þekktur fyrir að vera harður í horn að taka sem United veitir nú ekkert af slíkum mönnum eftir andlausa byrjun á þessu tímabilinu.
Ekki er klárt mál hvaða númer Casemiro mun taka sér en hann spilaði í treyju númer 14 hjá Real Madrid en sú treyja er frátekin af Eriksen. Sem stendur eru númer eins og 13, 15, 18, 21 og 31 laus en það verður að koma í ljós hvaða númer hann tekur sér. Ekki er heldur möguleiki að hann geti spilað gegn Liverpool á mánudaginn þar sem hann hefði þurft að vera skráður í hóp fyrir lokun á föstudeginum.
Sir Roy Keane says
Frábærar fréttir að fá Casemiro, einn sá besti í heimi í sinni stöðu og mjög baráttuglaður. Okkur hefur sárlega vantað svona leikmann í þessa stöðu á miðjuna.
Verður gaman að sjá hvernig liðinu verður stillt upp á miðjunni í næstu leikjum og hjónaband loksins McFred á enda.
Ef við náum 2-3 góðum árum með honum á miðjunni þá getur það gert gæfumunin fyrir uppbygginguna sem er framundan og síðan taka aðrir yngri við.
Sveinbjörn says
Di María, Ronaldo, Varane og nú Casemiro. Hingað til hafa menn sem við höfum keypt frá RM ekki náð að lyfta liðinu okkar upp. Vonandi breytist það núna. Hættan með svona kaupum og launapökkum er að leikmennirnir eru orðnir saddir af titlum og ómögulegt er að losna við þá sökum hárra launa. Svipað og þegar stórlaxar úr atvinnulífinu færa sig yfir í ráðuneytin í kringum sextugt til að hafa endann á ferlinum þægilegan.
Helgi P says
Ronaldo kom frá juventus og di maria vildi aldrei koma til okkar casemiro vil nýja áskorun og hann hefur valið að taka erfiðustu áskoruna í boltanum í dag og gerast leikmaður united
S says
ég er ekki svakalega bjartsýnn á þessi kaup. Af hverju er hann að koma til United, aðallega til að fá launahækkun. Ekki er hann að koma til að berjast um titla. Það er nokkuð ljóst.
Við þurfum ekki enn einn kominn yfir sitt besta skeið leikmann.
Enn einn plásturinn frá Glazier til að láta okkur hætta að beina athyglinni að þeim sjálfum.
Elis says
Þetta er mjög góður leikmaður sem á eftir að styrkja liðið en látum ekki blekkjast.
Hann er að koma til Man utd númer 1,2 og 3 af því að liðið bauð honum ofurlaun. Hann myndi alltaf taka Man City, Liverpool, Chelsea og jafnvel Tottenham/Arsenal fram yfir Man utd í dag miða við stöðu liðsins innan vallar sem utan en liðið er orðið óþreyjufullt eftir nýjum leikmönnum, var tilbúið að borga toppverð fyrir 30 ára miðjumann og borga honum ofurlaun.
Þetta er allt vel gert en það þarf að átta sig á því að liðið er að fá til sín ein heimsklassa miðjumann til að spila fullt af leikmönnum sem eiga ekki skilið að spila fyrir Man utd.
Gho says
Glazer fjölskyldan er hrædd eftir að Jim Ratcliff opinberaði áhuga sinn á félaginu, svo nú koma væntanlega fleiri leikmenn til félagsins á fáránlegum launum aðeins til að róa stuðningsmenn félagsins. Ég hef fylgst með umræðum stuðningsmanna félagsins á netinu og sýnist á öllu að stuðningsmenn muni halda sínu striki varðandi motmælin á morgun, þrátt fyrir kaup á hugsanlegum leikmönnum. Þessir eigendur hafa aldrei lagt neitt fjármagn að viti í félagið bara tekið út og eru á góðri leið með að eyðileggja félagið í þeirri mynd sem við þekkjum. Það er í raun alveg makalaust að hægt sé að kaupa jafn stóra eign og man út án þess að leggja til eina einustu krónu og án nokkurs eftirlits að heitið geti, því fyrr sem þessi fjölskylda hunskast í burtu með allar sínar streingjabruður því betra. Svo því sé haldið til haga þegar menn ræða um fjármuni sem fjölskyldan / félagið hafa sett í leikmenn þá erum við að ræða um fé man utd, hvað varðar leikmannanna mál þá hafa alltof margar misgóðar ákvarðanir verið teknar í þeim efnum og illa farið með peningana.
S says
Gho, hvernig heldur þú að fyrirtækjarekstur risafyrirtækja gangi fyrir sig?
Scaltastic says
Til að taka allan vafa af, þá er ég mótfallinn öllu formi af ofbeldi við löggæsluaðila og vallarstarfsfólk á morgun, hef að vísu litla trú á því að það gerist. Að því sögðu þá vona ég innilega að þessir aðilar sýni tilfinningum stuðningsmanna skilning sömuleiðis.
Það er bráðnauðsynlegt að við stuðningsmenn hömrum járnið meðan það er heitt. Tækifærið til að gefa „blóðsugunum“ löngutöngina tilbaka eftir 17 ár sem kreditkortið þeirra mun aldrei verða jafn gott eins og núna. Ef við drögum okkur inní skelina og látum ekki á þetta reyna, þá verður það svartur blettur í okkar sögu og framtíðarhorfur ekki til þess að hrópa húrra fyrir.
Atburðarásin frá með miðvikudeginum er neyðarleg fyrir eigendurna og stjórnina, hún sýnir því miður að Glazer’s ætla að sitja áfram sem fastast. Ef við treystum þeim ekki til að hlúa að og byggja upp félagið, hvers vegna í ósköpunum ætti þeim að vera treystandi að losa eignarhlut sinn á farsælan hátt?
Þeir hafa traðkað á local-num sem hefur að mínu mati verið of meðvirkur alla þeirra stjórnartíð, leikvangurinn og æfingarsvæðið eru í niðurníðslu. Að ógleymdu því að þeir voru með áform fyrir einu og hálfu ári síðan að flytja félagið frá svæðinu. Heimafólkið hefur fullan rétt á því að vera drullupirrað, hávært, staðfast og stolt á morgun. Í raun ættu allir stuðningsmenn liðsins að vera samheldnir í því. Ég hlakka a.m.k. til að drekka inn stemminguna úr fjarska og gæfi mikið fyrir að vera partur af þessari árshátíð.
Að lokum hvet ég alla íslenska stuðningsmenn sem verða á vellinum á morgun, burt sé frá hvaða skoðun sem þeir hafa á eignarhaldinu. Að hugsa sig tvisvar um áður en þeir vaða í megastore. Fyrir mér þá snýst dagurinn á morgun um virðingu fyrir local stuðningsmönnum og samheldni í boðskapnum. Það er 5% séns að losna við eigendurna og það er kominn tími til að velta öllum steinum í átt að því.
Við munum halda rauða fánanum fljúgandi hátt. Vegna þess að Man United mun aldrei deyja.