Erik ten Hag gerði fjórar breytingar á liðinu frá afhroðinu gegn Brentford. Maguire, Shaw, Ronaldo og Fred settust allir á bekkinn og í stað þeirra komu Varane, Malacia, Elanga og McTominay allir inn í byrjunarliðið. Fyrir leik gekk nýr leikmaður United, Casemiro inn á Old Trafford fyrir framan stuðningsmenn.
Liðið
Varamenn: Heaton, Maguire, Shaw, Wan-Bissaka, Fred, Van de Beek, Garnacho, Martial, Ronaldo
Lið Liverpool
Leikurinn
United byrjaðu af miklum krafti og Liverpool áttu í stökustu vandræðum með pressu United, eitthvað sem ekki allir hefðu spáð fyrir leik. Eftir u.þ.b. 10 mínútna leik kom stungusending frá McTominay á Bruno sem tæklaði boltan til Elanga sem var einn gegn Alisson en setti boltann í stöngina. United hélt áfram að vera líklegri aðilinn og á sextándu mínútu komst Elanga upp að endamörkum sneiddi boltann út í teiginn á Sancho sem setti Milner og Alisson á skauta með auðveldri gabbhreyfingu og renndi honum síðan í nærhornið, 1-0 Manchester United í vil. Eftir markið vöknuðu Liverpool aðeins og byrjuðu að halda boltanum betur en tókst þó ekki að reyna á De Gea í marki United. Eftir tæplega hálftíma leik fékk United aukaspyrnu vinstra meginn við vítateig Liverpool, Eriksen tók aukaspyrnuna og reyndi að setja hana yfir Alisson og í fjærhornið en Alisson blakaði boltanum í horn, fínasta tilraun. Seinustu 15 mínúturnar lág þungt á United liðinu en enn náði Liverpool ekki að skjóta á markið. Hættulegasta „færi“ Liverpool kom eftir hornspyrnu þegar Bruno Fernandes reyndi sitt besta til þess að skora sjálfsmark þegar hann skaut í Lisandro Martinez sem stóð á marklínunni, nýi leikmaður United bjargaði Bruno heldur betur. 1-0 var staðan í hálfleik og Liverpool áttu ekki skot á mark United miklu miklu betra frá United en í fyrstu tveimur umferðunum.
Martial kom inn á fyrir Elanga í hálfleik, United byrjaði seinni hálfleikinn líkt og þann fyrri mjög sterkt og kraftmiklir. Á 53 mínútu renndi Martial boltanum inn fyrir á Rashford, Rashford setti í fluggírinn stakk Gomez af og setti hann í nærhornið fram hjá Alisson 2-0 United. Eftir annað mark United sat liðið aðeins aftar og beitti skyndisóknum en enn ströggluðu Liverpool aðeins við að koma boltanum á markrammann. Alvöru barátta hjá United liðinu yfir allan völlinn sem jók United hjartsláttinn talsvert meira. Á 71 mínútu kom önnur skipting United en þá kom Fred inn á fyrir Jadon Sancho. Rashford átti mjög góða marktilraun sem Alisson varði. Liverpool fór að sækja aðeins meira í sig veðrið og De Gea átti tvær góðar vörslur og pressan orðin aðeins meiri. Á 81 mínútu fengu Liverpool hornspyrnu og eftir smá skrambl í teignum þá náði Carvalho skoti á marki sem De Gea varði vel en Salah náði frákasti og skallaði boltann í netið, 2-1 Manchester United í vil. Á 86 mínútu gerði Erik ten Hag þrefalda breytingu en þá komu Ronaldo, Wan-Bissaka og van de Beek inn á fyrir Rashford, Dalot og Eriksen. Liverpool náði ekki að skapa sér mikið eftir markið og var helsta færið þegar Martial komst frá hjá Tsimikas og þurfti bara að renna boltanum á van de Beek sem var fyrir opnu marki en Martial aðþrengdur renndi boltanum rétt fyrir aftan van de Beek, þar sem Alisson rétt snerti boltann.
Seinustu mínúturnar voru mjög taugatrekkjandi en United töfðu mikið og loksins eftir uppbótartíma sem var fimm mínútur þó að tilfinningin hafi verið að þær hafi verið 15 þá loksins flautaði Michael Oliver til leiksloka og 2-1 sigur United staðreynd. Loksins, loksins, loksins spilaði United vel og fékk verðskulduð 3 stig. Ekki skemmir fyrir að sigurinn þýðir að United er með fleiri stig en Liverpool eftir 3 umferðir þrátt fyrir hörmulegar fyrstu tvær umferðir. United voru betri en Liverpool heilt yfir og leikplan ten Hag gekk mjög vel, Liverpool var þó meira með boltann en sköpuðu sér ekki jafn mikið af færum og þeir eru oft vanir. Krafturinn í United var til fyrirmyndar menn hlupu loksins fyrir allan pening og spurning hvort að hlaupa æfing ten Hag á mánudaginn hafi skilað sínu. Það eru mjög margir sem koma til greina sem menn leiksins því flest allir leikmenn stóðu sig vel, ég vil þó minnast á einn sem spilaði sinn fyrsta byrjunarliðsleik fyrir United og það er Tyrell Malacia sem reyndist erfiður ljár í þúfu fyrir Salah og var mjög sprækur fram á við.
Allt í allt glæsilegur sigur United og loksins mun hlakka í United mönnum á twitter og þegar hlaðvörp landsins fara yfir leiki helgarinnar.
Helgi P says
Hversu lélegir þurfa brunó og rashford að vera til að missa sætið sitt þetta gæti endað illa
Rúnar P says
Martinez of lítill fyrir enska boltann A.k.A the Butcher From Manchester
Helgi P says
Þetta lið kemur manni alltaf á óvart
Snorkur says
:) gaman í kvöld.. taktik sótti þetta
Arni says
Ég er meira í sjokki eftir þessi úrslit heldur en á móti brendford
Þorsteinn says
Þetta var vel þegin sigur og mikið er alltaf gaman að vinna Liverpool, okkar menn geta þetta alveg þegar þeir nenna þessu, sem er líklega ástæðan fyrir því að maður verður svo pirraður.
Turninn Pallister says
Frábær úrslit fyrir okkur og full ástæða til þess að vera glaður í dag.
Vonandi förum við bara að sjá meira af svona baráttu og sigurvilja í næstu leikjum. Það að Ten Hag hafi ákveðið að taka út Maguire og Ronaldo fyrir þetta stóran leik sýnir líka að honum er full alvara og þorir að taka erfiðar ákvarðanir liðinu í hag. Vonandi virkar það svo hvetjandi á liðið í heild og sýnir mönnum að þeir verði að standa sig til þess að halda sæti sínu í liðinu.
Helgi P says
Það er alveg kominn tími á bekkja brunó það eina sem hann gerir í leikjum er að væla í dómaranum og ef ETH ætlar ekki nota Donny þá held ég að sé kominn tími á að selja hann
Gummi says
Fyrsta skiptið í langan tíma sem þessir leikmenn spila sem lið
Sir Roy Keane says
Frábær sigur og Ten Hag sýndi hugrekki í liðsvalinu og skiptingunum.
Hann hefði fengið mikla gagnrýni eftir leik með liðsvalið og skiptingarnar ef okkar menn hefðu tapað. Las það einhversstaðar að á seinustu leiktíð vorum við með 2.1 mark á okkur í leik þegar Varane var ekki í liðinu en 1.1 mark á okkur í leik þegar hann spilaði. Frábært ef hann nær að vera heill og festa sig í sessi sem leiðtoginn í vörninni. Malacia hefur líka komið á óvart og ég hefði ekki búist við því fyrirfram að hann væri að negla sig í byrjunarliðið á stuttum tíma.
Það er líka að komast hægt og rólega flott jafnvægi á miðjuna núna þegar Casemiro er komin og miðjan: Casemiro – Eriksen – Bruno finnst mér mjög spennandi og er miðja sem mörg stórlið væru mjög sátt við.