Leikurinn: Manchester United – Arsenal
Hvar: Old Trafford, Manchester
Hvenær: Sunnudaginn 4. september – kl. 15:30
Fyrir um þremur vikum síðan leit undirritaður yfir leikjaprógrammið sem að framundan var hjá Manchester United og hreinlega hryllti sig. Framundan var heimaleikur við Liverpool og svo strembnir útileikir við Southampton og Leicester. Maður óttaðist það versta og það versta í þessu samhengi var botnsætið eftir 4-5 umferðir. En fótboltinn getur verið svo magnaður og óútreiknanlegur.
Eftir afleita byrjun og núll stig í fyrstu tveimur leikjunum hafa okkar menn sigrað erkifjendurna og síðan unnið flotta 0-1 vinnusigra á útivelli. Nú síðast gegn Leicester, sem að hafa átt virkilega góðu gengi að fagna gegn okkur að undanförnu. Næsta verkefni er ærið og við þurfum að eiga toppleik til þess að vinna. Þá mæta sjóðheitir Arsenal menn í heimsókn á Old Trafford og reyna að halda fullkomnu gengi sínu gangandi, en liðið er það eina sem að enn er með fullt hús stiga í deildinni eftir fyrstu fimm umferðirnar.
Liðsfréttir
Það fór líklega ekki framhjá nokkrum einasta knattspyrnuaðdáanda að félagsskiptaglugginn skellti í lás þann 1. september. Við kynntum brasilíska vængmanninn Antony til leiks nokkrum dögum fyrir lok gluggans og Friðrik Már sá til þess að við lærðum eitt og annað um kauða. Þá var markmaðurinn Martin Dubravka staðfestur á sama degi, en honum fylgdi talsvert minna fár. Þessi 33 ára Slóvaki kemur á láni frá Newcastle og ef að hann heillar þjálfara og forráðamenn þá getur félagið keypt hann til liðsins á 5 milljónir punda. United aðdáandinn og penninn Alex Turk bjó til ágætis spjald á Twitter yfir það hvernig liðið lítur út í lok gluggans.
https://twitter.com/AlexCTurk/status/1565685986826264576?s=20&t=JIXZliiNwj9YTlUFa_qvsA
Erik ten Hag svaraði spurningum varðandi Arsenal og var að sjálfsögðu spurður út í Antony. Gera má ráð fyrir því að hann verði í leikmannahópi United á morgun. Brassinn hefur náð þremur æfingum með liðinu og er í leikæfingu enda hefur hann náð þremur leikjum með Ajax í upphafi tímabilsins. Það hefur verið sérlega gaman að sjá hversu einlæg gleði hans yfir félagsskiptunum er og hversu staðráðinn hann er í að endurgjalda traustið. Um leið og ég lýsi yfir mikill spennu með að sjá hann leika listir sínar í United treyju, þá hvet ég fólk til þess að sýna honum þolinmæði og gefa honum tíma til að aðlagast nýju umhverfi.
https://twitter.com/ManUtd/status/1565746625376657408?s=20&t=JIXZliiNwj9YTlUFa_qvsA
Þá sagði Erik ten Hag að óvissa væri með þáttöku bakvarðanna Luke Shaw og Aaron Wan-Bissaka, en báðir eru að glíma við minniháttar meiðsli. Shaw má hafa sig allan við þegar kemur að því að vinna sæti sitt aftur í byrjunarliðinu, en nýliðinn Tyrell Malacia hefur spilað glimrandi vel og komið skemmtilega á óvart. Wan-Bissaka var sífellt orðaður við brottför í félagsskiptaglugganum, en var ekki seldur og mun líklega þurfa að sætta sig við tækifæri í Deildarbikarnum og gegn minni spámönnum í Evrópudeildinni. Ten Hag útilokaði að Anthony Martial myndi spila og gat ekki sagt hvenær von væri á Frakkanum til baka. Eftir ágætt undirbúningstímabil er alveg týpískt fyrir Martial að ná ekki að halda dampi og lenda í meiðslabrasi. Aðrir eru eldhressir og klárir í slaginn!
Líklegt byrjunarlið Man Utd:
Andstæðingurinn
Lærisveinar Mikel Arteta hafa farið liða best af stað í Úrvalsdeildinni og sitja á toppnum með 15 stig eftir 5 leiki. Fullt hús. Þeir gerðu vel í félagsskiptaglugganum og tóku á vandræðastöðum innan liðsins. Framherjinn Gabriel Jesus var keyptur frá Manchester City, vinstri bakvörðurinn Oleksandr Zinchenko kom frá sama liði og miðjumaðurinn Fabio Vieira kom frá Porto. Jesus hefur farið vel af stað og er kominn með þrjú mörk í fyrstu fimm leikjum liðsins. Fyrir utan augljósa hæfileika, þá leggur Brasilíumaðurinn gríðarlega hart að sér fyrir liðið. Zinchenko hefur sömuleiðis byrjað vel, en ólíklegt er að hann spili á morgun vegna hnémeiðsla.
En Arsenal liðið er fullt af tiltrú og sjálfstrausti. Liðið virðist vera búið að læra að vinna „ljóta“ leiki og sýna smá tennur. William Saliba hefur komið með ákveðið stál í vörnina og skoraði um daginn alveg frábært mark gegn Bournemouth. Það er auðvitað full snemmt að tala um titilbaráttu, en mér finnst talsvert full ástæða til þess að taka þetta Arsenal lið alvarlega. Framundan er erfiður leikur gegn liði með sjálfstraustið í botni.
Meiddir/fjarverandi: Reiss Nelson, Thomas Partey, Mohamed Elneny.
Tæpir: Martin Ödegaard, Aaron Ramsdale, Oleksandr Zinchenko
Líklegt byrjunarlið Arsenal:
Spá
2-1 sigur. Sancho kemur okkur yfir, áður en Gabriel Jesus jafnar. Svo er kominn tími á eitt gullið Bruno Fernandes augnablik!
Áfram Manchester United!
Helgi P says
Að Solskjær hafi ekki tekið Haaland með sér til united sýnir hvað hann er vitlaus og ekki með neinn fótbolta heila og svo situm við fastir með maguire
Valdimar u says
Held að þetta sé leikurinn sem sýnir að vörnin er komin til að best.
Vinnumeaö 1-0. Eð góðri vörn.
Draumur er 2-0