Í kvöld leggur United enn út á öldur Evrópudeildarinnar, enda fimmtudagar skemmtilegustu fótboltadagarnir.
Við vonumst til þess að það verði eitthvað af leikmönnum hvíldir á morgun, enda ótrúlegt tímabil framundan með HM í desember. Ronaldo hlytur að verða í aðalhlutverki í Evrópudeildinni, Casemiro fær sitt fyrsta byrjunarliðssæti og eitthvað verður skipt út í vörninni, vonandi þó ekki öllum. Martin Dúbravka hlýtur að vera Evrópudeildarmarkvörðurinn.
Real Sociedad hefur leikið fjóra leiki í deild, unnið tvo, en tapað fyrir Barcelona á heimavelli og núna síðast á laugardaginn gerðu þeir 1-1 jafntefli við Atlético Madrid.
Einn þeirra helsti leikmaður Mikel Oyarzabal er frá vegna meiðsla og þar vantar heilmikið í sóknina. David Silva kemur aftur í heimsókn á Old Trafford í öllu slakara liði en síðast.
United á því á pappír að vera mun sigurstranglegra en þetta er líka leikur sem ætti að skipta úrslitum með hvort liðið fær efst sætið í riðlinum. Ætti…
Spáð lið
La Real:
Marco Di Bello frá Ítalíu flautar leikinn á kl 7 í kvöld
Skildu eftir svar