Ef einhver okkar voru bjartsýn fyrir leikinn að United ætti möguleika á að standa i City í þessum slag þá var það minna að okkur væri kippt niður á jörðina, meira svona brotlending.
Liðið var alveg eins og spáð var, Rashford leikfær og McTominay hélt sæti sínu
Varamenn: Heaton, Lindelöf, Shaw, Fred, Casemiro, Pellistri, Ronaldo, Martial, Elanga
Í liði City var Nathan Aké í miðverðinum, en Rúben Diaz sat með Laporte á bekknum. Rodri var meiddur og í hans stað kom Gündogan í varnarmiðju hlutverkið.
City setti pressu á United frá fyrstu mínútu, Dalot fékk guld strax á annarri og á þeirri þriðju kom flott fyrirgjöf sem Haaland skallaði, McTominay reyndi að hreinsa en De Bruyne fékk skot, De Gea varði og síðan blokkaði McTominay skot Silva, alger nauðvörn.
Þetta hélt áfram og City skoraði á 8. mínútu. Lagleg sókn City, upp hægra megin, sending inn í teiginn og þar var Foden ódekkaður og skoraði með of laglegu skoti. Christian Eriksen missti þarna Foden frá sér.
United var áfram undir pressu um stund en náði svo sér aðeins á strik, Eriksen náði skoti á mark eftir að Sancho sótti inn í teiginn og gaf út, en var ekki í jafnvægi og skotið ekki alveg nógu gott. Ederson þurfti þó aðeins að reyna á sig við að fara niður og verja.
City fékk aukaspyrnu á frábærum stað, akkúrat fyrir miðjumarki, á vítateigshringnum. Gündogan tók, frábært skot og small í stöng utanverðri. Áfram pressaði city og sóknir þeirra alltof hættulegar, Foden fékk boltan aftur inni í teig, aðeins minni mistakalykt þar en samt. Skotið fór þó vel framhjá í þetta sinnið.
Yfirburði City voru algerir. Á 32 mínútu kom gríðarþung sókn, hver leikmaður City á fætur öðrum reyndi sig en vörning blokkaði allt þangað til að lokum kom skot De Bruyne rétt yfir, það var reyndar horn og úr því kom Haaland sér í bestu stöðuna á markteignum og skoraði með öruggum skalla. 2-0.
Raphaël Varane hafði snúið sig og legið meiddur utan teigs meðan á stórsókninni stóð og var ekki kominn inná þegar hornið var tekið.
Það tók svo ekki nema tvær mínútur fyrir Haaland að bæta við, hröð sókn endaði með að De Bruyne kom upp að teig, gaf sendingu og Haaland stakk sér fram á færj og stýrði boltanum inn. Spurning hvort að Varane hefði átt að komast í fyrirgjöfina, en hann var greinilega enn haltrandi. og fór svo útaf fyrir Victor Lindelöf.
Fjórða markið kom svo á 44. mínútu. enn ein hröð sóknin, De Bruyne á Haaland, hann með fyrirgjöfina og Malacia komst ekki fyrir hana þannig að Foden náði skotinu. Vörn United tætt í sundur.
Bæði seinni mörkin komu þegar United missti boltann í sókninni og áttu svo ekki séns í hraðaupphlaupin, hörmuleg frammistaða.
Shaw kom inn á fyrir Dalot í hálfleik og City voru aðeins minna agressífir. United sótti svolítið og Antony tók af skarið þegar hann fékk vel utan við teiginn, lagði aðeins boltann fyrir sig og hamraði honum svo að marki og inn alveg úti við stöng, frábært mark, og alveg óverjandi.
Kannske sá Ten Hag einhverja smá von og setti þá Casemiro og Martial inn á fyrir McTominay og Rashford.
Þetta var auðvitað skammgóður vermir, City tók öll völd og Haaland fullkomnaði þrennuna á 61. mínútu, og enn einu sinni var það sending út til vinstri, fyrirgöf og varnarmenn United ávkæðu að það væri sniðugt að hlaupa frá Haaland og skilja hann eftir einan á miðjum teignum.
Þá var þetta bara spurning, loksins, um skaðaminnkun og Fred kom inn á fyrir Sancho.
En það hjálpaði auðvitað lítið. Foden kláraði líka þrennu. City sótti upp, seinkaði aðeins og það voru komnir þrír varnarmenn í kringum Foden, sem tókst samt að skilja þá eftir þegar stungusending kom frá Haaland og Foden skoraði örugglega. 6-1.
Stuttu seinna tók Pep fjórfalda skiptingu, De Bruyne, Foden, Gündogan og Grealish fóru útaf fyrir Álvarez, Palmer, Mahrez og Laporte.
Þá hægðist aðeins á City og á 84. mínútu komst United í City, Luke Sha var alveg útvið hliðarlínu og skeiðaði upp kantinn, gaf inn á Fred sem skildi Akanji eftir og skaut á mark, Ederson kom hendi í boltann en hann skoppaði út og Martial stakk sér fram og skallaði í opið markið.
Á 89. mínútu fékk United svo víti! Bruno gaf inn á Martial rétt innan við vítateigslínuna og Cancelo fór klaufalega í hann. Martial skoraði af gríðarlegu öryggi.
United vann þannig seinni hálfleikinn 3-2 og slapp við að markatalan yrði jafn mikil niðurlæging og stefndi í um tíma. Vörnin er skelfileg gegn vel spilandi liðum og þarf að taka sig verulega á. Nú er að berja í brestina og fara til Kýpur og sækja þrjú stig á fimmtudaginn.
Haaland says
LOL
Zorro says
Við erum eins og pelabörn á vellinum…..það er hægt að hlægja af þessu
Helgi P says
Þessi leikur hefði getað endað miklu verra við erum farnir að bera alltof mikla fyrðingu fyrir þessu City liði
Þorsteinn says
Ég er þrátt fyrir þennan leik ekkert óbjartsýnn á þetta tímabil, þetta virkaði svona á mig eins og leikur sem mátti tapa í heildarmyndinni. Hefði samt viljað sjá meiri vilja til að vinna þetta en ok kannski er það bara óraunhæft eins og er. Hef fulla trú á því að við komum sterkir til baka og vinnum næstu leiki sannfærandi, gott að fá þessi þrjú mörk í hús,