Lið United er komið til Kýpur og mætir þar liðið Omonia, eða er það Omonoia?? Hvort heldur það er stiur Omonia á botni riðilsins með núll stig. Þeir töpuðu 3-0 á heimavelli fyrir Sheriff Tiraspol í fyrsta leik en náðu svo aðeins að standa í Real Sociedad í San Sebastián, jöfnuðu 1-1 áður en La Real skoraði sigurmarkið þegar tíu mínútur voru eftir.
Í deild eru þeir með þrjá sigra og tvö töp þannig að þessi leikur er fyrirfram unninn á pappírnum og við þekkjum nú alveg nóg af svoleiðis síðustu 9 ár.
Eitt af því fáa markverða í stuttri upphitun er auðvitað að Neil Lennon er þjálfari.
United
Raphaël Varane er meiddur og er ekki í hóp, sömuleiðis Maguire, Van De Beek og Aaron Wan-Bissaka, og missa þeir tveir síðarnefndu því af tækifæri til að spila því eitthvað þarf að rótera
Spáum þessu svona, verður smá spennandi brasilísku miðjuna. Þetta er leikur sem United þarf á að halda eftir erfiða helgi, og sýna hvort þeir geti eitthvað.
Leikurinn er eftirmiðdagsleikur, flautaður á kl 16:45 að íslenskum tíma
zorro says
Strákar þetta er skyldusigur…3-0 allavega…..getum ekki hugsað eins og aumingjar……rífum þetta hellvítis lið i gang…og hvetjum rauðu djöflanna næstu 10 leiki….þurfum á því að halda
zorro says
Var að skoða á youtupe training aðstæður hja liðum i premier…við komumst ekki einu sinni á topp 10….þannig að það er mikið að bak við tjöldin líka