Liðið svaraði fyrir skelfinguna á Etihad, en allt annað en sigur hefði verið gríðarleg vonbrigði.
Omonia Nicosia komst yfir á 34. mínútu með marki Karim Ansarifard. Varamaðurinn Marcus Rashford jafnaði á 53. mínútu og það var svo annar varamaður sem kom okkar mönnum yfir. Þar var að verki Anthony Martial á 63. mínútu. Sex mínútum fyrir leikslok virtist Rashford ætla að sigla þremur stigum þægilega í hús, en mínútu seinna hafði Nikolas Panayiotou minnkað muninn í 2-3 fyrir Omonia. Bæði fyrir þriðja mark United og eftir að Omonia klóraði í bakkann hefði liðið getað nýtt fjölmargar skyndisóknir margfalt betur, en mestu máli skipti að koma þremur stigum á töfluna.
Svona stillti United upp:
Helgi P says
ETH þarf að fara hugsa um að hvíla Eriksen