Það er almennt hýr há á stuðningsmönnum United þessa dagana, góð og allt að frábær úrslít og það sem ekki síður er, frábær spilamennska. Það er ekki kominn nóvember og Erik ten Hag er strax búinn að stimpla sig inn og fá liðið til að spila eftir sínu höfði.
Það er því spennandi að taka á móti David Moyes og West Ham á morgun. Einu sinni var David Moyes stjóri United, en það muna bara þau sem komin eru yfir fermingaraldur! Hann er að gera ágæta hluti hjá West Ham eins og áður. Liðið tapaði reyndar fyrstu þremur leikjunum en hefur síðan staðið sig þokkalega, tapað fyrir Chelsea, Everton og Liverpool á útivelli en unnið skyldusigra heima og eru í tíunda sæti. Í framrúðubikar Evrópu, afsakið Sambandsdeildinni, eru þeir hins vegar í stuði og hafa unnið alla leikina í riðlinum, unnu nú síðast Silkeborg á heimavelli á fimmtudaginn.
West Ham á í einhverju meiðslabasli, Lucas Paqueta, sóknarmiðjumaður sem staðið hefur sig vel í vetur er meiddur, og Craig Dawson, Maxwel Cornet og Jarrod Bowen eru allir á ‘kannski’ listanum.
Þetta er sama lið og vann Bournemouth um síðustu helgi nema að Fornals kemur inn fyrir Bowen. Flestra augu verða á Declan Rice en það eru ágætis leikmenn þarna inn á milli. Łukasz Fabiański er búinn að eiga fínt tímabili, og Tomáš Souček er alltaf góður á miðjunni. Sóknarmiðjan er svona og svona, og Gianluca Scamacca beið fram í október með að skora í deild og er með tvö mörk þar en önnur fjögur í Sambandsdeildinni.
Það verður forvitnilegt að sjá hversu sókndjarfir West Ham munu reynast, en það er ólíklegt að við sjáum sömu handboltavörnina og Sheriff stillti upp.
United hefur staðið sig vel gegn stóru liðunum í haust, en á morgun er leikur af því tagi sem segir jafnvel meira. Til að stimpla liðið inn í baráttuna um Meistaradeildarsætið þarf að vinna miðlungsliðin og verkefnið á morgun er að gera það sannfærandi. United er stigi á eftir Chelsea og Newcastle sem leika úti gegn Brighton og heima gegn Villa í dag kl 3 og þremur á eftir Spurs sem er úti gegn Bournemouth á sama tíma. Reyndar með leik til góða á tvö þau síðarnefndu. Þessi lið eru því líka að spila leiki sem eiga að vinnast til að vera við toppinn og spennandi að sjá hvort eitthvert þeirra misstígur sig.
Ég ætla hreinlega að spá óbreyttu liði. Helstu líkur á breytingum eru að Sancho, Fred, og Malacia komi inn, og það er kannski óskhyggja að maður leiksins frá á fimmtudaginn haldi sæti sínu en það er ekki eins og Sancho hafi verið frábær fram að þessu.
Athugið að Bretar breyta tímanum í nóttu og leikurinn á morgun er því kl 16:15 að íslenskum tíma. Flautan verður milli tannanna á Chris Kavanagh
https://twitter.com/PoojaMedia/status/1585743829877112834
Mál málanna eftir leikinn á fimmtudaginn var hvort skemmtilegir taktar Antony, sem hann er reyndar þekktur fyrir að sýna, hefðu verið óviðeigandi. Menn af gamla skólanum blésu vel og virtist helst sem þeim þætti Antony eiga skilið að vera fótbrotinn fyrir svona. Ten Hag var ekkert sérlega ósáttur og sagði að skiptingin í hléi hefði verið meira eða minna plönuð gagnstætt því sem tístarinn að ofan heldur fram og tístfylgjendur Rauðu djöflanna eru að segja sitt álit og þar er mjög afgerandi staða
https://twitter.com/raududjoflarnir/status/1586030538863017985
Meira svona Antony!
Skildu eftir svar