Maggi, Bjössi og Ragnar settust niður og ræddu brottför Cristiano Ronaldo og það tíðindi að Glazer fjölskyldan sé loksins tilbúin til að hlusta á tilboð í klúbbinn.
Takk kærlega fyrir þáttinn.
Léttir að Ronaldo sé farinn og fjölmiðlafárið í kringum liðið minnkar líklegast við þetta og fleiri einbeita sér að spila fyrir liðið.
Ég man nú ekki eftir eins snúnum 12 mánuðum utanvallar fyrir liðið og sl. ár. Pogba drama 2.0 nánast vikulega, undrabarnið Greenwood kærður fyrir alvarlega glæpi og Ronaldo leikritið „You never cry alone“ á fullu.
Þetta hefur alls ekki hjálpað þjálfurum eða leikmönnum liðsins og mér finnst spilamennskan og staðan á okkur núna sem liði furðu góð miðað við allt sem hefur gengið á.
Við erum búnir að spyrna okkur í botninn og erum aftur á leiðinni upp í toppbaráttuna. Kæmi ekki á óvart ef það væri staðan eftir 12 mánuði.
Auðunnsays
Ég fæ ekki skilið hvernig nokkur einasti maður, félag etc geti keypt Manchester United á 5 miljarða punda vitandi það að það þurfi amk að henda 1 miljarði punda í klúbbinn strax í endurbætur á vellinum, æfingasvæðið og nýja leikmenn.
Við erum að tala um fjárfestingu uppá 6 -6.5 miljarða punda sem er nú engin smá fjárfesting.
United þyrfti að skila 300 – 500 milj punda í hreinan hagnað á hverju einasta ári svo það væri smá glóra í þessari fjárfestingu.
Svona fjárfesting tekur áratugi að borga sig upp.
Þannig að ég er bara ekki að sjá að það reikningsdæmi að kaupa klúbbinn á það sem Glazers fjölskyldan vill fá fyrir liðið geti gengið upp.
Það er enginn bissniss maður að kaupa fyrirtæki, félag osfr án þess að græða á því.
Er Glazers liðið ekki bara að kasta ryki í augu stuðningsmanna Manchester United með þessu útspili sínu?
Finna sér ástæðu til að geta sagt.. liðið var til sölu enn það var enginn til í að borga uppsett verð og því getum við gert það sem okkur sýnist??
Ég veit það ekki enn ég ætla svo sannarlega ekki að fagna neinu fyrr en ég sé það staðfest að einhverjir alvöru gæjar sem hugsa fyrst og fremst um hag klúbbsins séu búnir að ganga frá kaupum á liðinu.
Amk fæ ég ekki skilið í dag hvernig það reikningsdæmi gengur upp að kaupa þetta lið á þennan pening + peningar sem þarf að eyða í klúbbinn.
Getur einhver aðstoðað mig við að skilja hvernig það á að ganga upp?
Hvernig getur fjárfesting uppá 6 miljarða punda í Manchester United borgað sig og þá á hversum löngum tíma?
Björn Friðgeirsays
Auðunn: Super League en jafnvel það finnst mér ólíklegt verði mikið meiri tekjulind
Sir Roy Keanesays
Ég er nú enginn fjármálagúrú en ef ég man gróflega rétt þá keyptu Glazer United á rúmlega 800 milljónir punda, fengu þá upphæð að mestu leyti að láni og settu skuldina/lánið á sjálft félagið. Síðan hafa þeir borgað sér arð sem nemur yfir 800 milljónum punda og stefna nú að selja yfir 5 milljarða punda. Ég skyldi segja að þessi viðskipti hafa margborgað sig fyrir þá.
Sama er að segja um Liverpool, það er ekki langt síðan að liðið var selt á 300 milljónir punda, er núna til sölu og hefur 10-faldað sig í virði á stuttum tíma.
Til samanburðar þá er meðalverð á NBA liðum (Sá þessa úttekt nýlega og var hún gerð af einhverju virtu fyrirtæki) um 2,2 milljarðar dollara og verðmiðinn á New York Nicks um 6 milljarðar dollara og Golden State 7,1 milljarður dollara ef ég man rétt.
Lið eins og New York Nicks hafa ekki getað neitt í um 20 ár, eiga ekki eigin leikvang, eru í einni keppni á ári, hafa komist sjaldan langt í úrslitakeppninni á undanförnum árum og eiga ekki leikmenn sem hægt er að selja (bara launaþak, valréttir og skipti). Eru ekki einu sinni með alvöru stórstjörnu eða ofur efnilegan leikmann á samning.
Ef við berum saman þessi lið, United og Nicks sem lið, stærð og vinsældir íþróttagreinar og sem vörumerki þá finnst mér United ódýrt.
Ég sé þessa fjárfestingu á tvennan hátt:
a) Einhver kaupir liðið, passar upp á fjárfestinguna á sinn hátt og selur það svo aftur með hagnaði eftir einhver ár
b) Einhver sem á fullt af peningum, er ekkert að hugsa mest um að græða á þessu sem fjárfestingu, er bara svo sáttur að eiga eitt stærsta lið heims og leika sér í „raun“ Football Manager“. Svona eins og t.d. Abramovic gerði með sínum kaupum á Chelsea.
Til gamans þegar hann keypti liðið á sínum tíma þá var sú upphæð sem hann greiddi fyrir liðið sem hlutfall af heildarauðæfum hans svona svipað og fyrir mig að fara með kærustuna á hótel yfir helgi og nokkuð fínt út að borða.
Það fer einhver létt með að kaupa United, spurningin er mun þeim aðila þykja vænt um liðið og byggir það upp, eða á að mjólka það eins og Glazers? Verðum við kannski ekkert betur settir?
Sindri says
Takk fyrir þáttinn!
Hallmar says
Frábær þáttur eins og alltaf hjá ykkur
Sir Roy Keane says
Takk kærlega fyrir þáttinn.
Léttir að Ronaldo sé farinn og fjölmiðlafárið í kringum liðið minnkar líklegast við þetta og fleiri einbeita sér að spila fyrir liðið.
Ég man nú ekki eftir eins snúnum 12 mánuðum utanvallar fyrir liðið og sl. ár. Pogba drama 2.0 nánast vikulega, undrabarnið Greenwood kærður fyrir alvarlega glæpi og Ronaldo leikritið „You never cry alone“ á fullu.
Þetta hefur alls ekki hjálpað þjálfurum eða leikmönnum liðsins og mér finnst spilamennskan og staðan á okkur núna sem liði furðu góð miðað við allt sem hefur gengið á.
Við erum búnir að spyrna okkur í botninn og erum aftur á leiðinni upp í toppbaráttuna. Kæmi ekki á óvart ef það væri staðan eftir 12 mánuði.
Auðunn says
Ég fæ ekki skilið hvernig nokkur einasti maður, félag etc geti keypt Manchester United á 5 miljarða punda vitandi það að það þurfi amk að henda 1 miljarði punda í klúbbinn strax í endurbætur á vellinum, æfingasvæðið og nýja leikmenn.
Við erum að tala um fjárfestingu uppá 6 -6.5 miljarða punda sem er nú engin smá fjárfesting.
United þyrfti að skila 300 – 500 milj punda í hreinan hagnað á hverju einasta ári svo það væri smá glóra í þessari fjárfestingu.
Svona fjárfesting tekur áratugi að borga sig upp.
Þannig að ég er bara ekki að sjá að það reikningsdæmi að kaupa klúbbinn á það sem Glazers fjölskyldan vill fá fyrir liðið geti gengið upp.
Það er enginn bissniss maður að kaupa fyrirtæki, félag osfr án þess að græða á því.
Er Glazers liðið ekki bara að kasta ryki í augu stuðningsmanna Manchester United með þessu útspili sínu?
Finna sér ástæðu til að geta sagt.. liðið var til sölu enn það var enginn til í að borga uppsett verð og því getum við gert það sem okkur sýnist??
Ég veit það ekki enn ég ætla svo sannarlega ekki að fagna neinu fyrr en ég sé það staðfest að einhverjir alvöru gæjar sem hugsa fyrst og fremst um hag klúbbsins séu búnir að ganga frá kaupum á liðinu.
Amk fæ ég ekki skilið í dag hvernig það reikningsdæmi gengur upp að kaupa þetta lið á þennan pening + peningar sem þarf að eyða í klúbbinn.
Getur einhver aðstoðað mig við að skilja hvernig það á að ganga upp?
Hvernig getur fjárfesting uppá 6 miljarða punda í Manchester United borgað sig og þá á hversum löngum tíma?
Björn Friðgeir says
Auðunn: Super League en jafnvel það finnst mér ólíklegt verði mikið meiri tekjulind
Sir Roy Keane says
Ég er nú enginn fjármálagúrú en ef ég man gróflega rétt þá keyptu Glazer United á rúmlega 800 milljónir punda, fengu þá upphæð að mestu leyti að láni og settu skuldina/lánið á sjálft félagið. Síðan hafa þeir borgað sér arð sem nemur yfir 800 milljónum punda og stefna nú að selja yfir 5 milljarða punda. Ég skyldi segja að þessi viðskipti hafa margborgað sig fyrir þá.
Sama er að segja um Liverpool, það er ekki langt síðan að liðið var selt á 300 milljónir punda, er núna til sölu og hefur 10-faldað sig í virði á stuttum tíma.
Til samanburðar þá er meðalverð á NBA liðum (Sá þessa úttekt nýlega og var hún gerð af einhverju virtu fyrirtæki) um 2,2 milljarðar dollara og verðmiðinn á New York Nicks um 6 milljarðar dollara og Golden State 7,1 milljarður dollara ef ég man rétt.
Lið eins og New York Nicks hafa ekki getað neitt í um 20 ár, eiga ekki eigin leikvang, eru í einni keppni á ári, hafa komist sjaldan langt í úrslitakeppninni á undanförnum árum og eiga ekki leikmenn sem hægt er að selja (bara launaþak, valréttir og skipti). Eru ekki einu sinni með alvöru stórstjörnu eða ofur efnilegan leikmann á samning.
Ef við berum saman þessi lið, United og Nicks sem lið, stærð og vinsældir íþróttagreinar og sem vörumerki þá finnst mér United ódýrt.
Ég sé þessa fjárfestingu á tvennan hátt:
a) Einhver kaupir liðið, passar upp á fjárfestinguna á sinn hátt og selur það svo aftur með hagnaði eftir einhver ár
b) Einhver sem á fullt af peningum, er ekkert að hugsa mest um að græða á þessu sem fjárfestingu, er bara svo sáttur að eiga eitt stærsta lið heims og leika sér í „raun“ Football Manager“. Svona eins og t.d. Abramovic gerði með sínum kaupum á Chelsea.
Til gamans þegar hann keypti liðið á sínum tíma þá var sú upphæð sem hann greiddi fyrir liðið sem hlutfall af heildarauðæfum hans svona svipað og fyrir mig að fara með kærustuna á hótel yfir helgi og nokkuð fínt út að borða.
Það fer einhver létt með að kaupa United, spurningin er mun þeim aðila þykja vænt um liðið og byggir það upp, eða á að mjólka það eins og Glazers? Verðum við kannski ekkert betur settir?