Það var óumflýjanlegt. Cristiano Ronaldo hefur komist að samkomulagi við Manchester United og er hann frá og með deginum í dag laus undan samningi. Eftir allt fjaðrafokið og fréttaflóðið í kjölfar viðtals Portúgalans við Piers Morgan á dögunum var það ljóst að Ronaldo hefur leikið sinn síðasta leik fyrir liðið. Án efa eru margir sem sitja súrir og hefðu flestir viljað að endurkoma hans hefði endað með öðrum hætti en það þýðir lítt að velta því fyrir sér úr því sem orðið er.
https://twitter.com/ManUtd/status/1595107357159297029
Þá er spurningin, mun Manchester United kaupa leikmann í hans stað í janúar og er sá leikmaður að spila í Katar um þessar mundir?
Pétur Orri Gíslason says
Kaupa Osimhen fyrst að Sesko er ekki í boði.
Björn Friðgeir says
Er það bara ég sem er stressaður yfir stjörnum frá Ítalíu? Finnst eins og það sé ekki eins gefið mál að þeir standi sig á Englandi?