Loksins snýr deildin aftur á morgun þegar Jesse Lingard mætir í heimsókn með sínu nýju félagi.
Fyrsti leikurinn í deild eftir HM er endurkoma hins fornfræga félags Nottingham Forest á leikvang draumana. Nottingham Forest þarf kannski ekki mikið að kynna þótt þetta sé í fyrsta skiptið á þessari öld sem liðið er í efstu deild og fyrsti leikur liðanna síðan 1-8 sigurinn á City Ground árið 1999.
Sumir leikmenn eru enn annaðhvort í fríi eða að jafna sig á smávægilegum meiðslum sem þeir urðu fyrir á HM og kæmi það ekki á óvart ef liðið yrði nánast það sama og það sem spilaði á móti Burnley fyrir jól nema ætli það sé ekki líklegt að David de Gea byrji leikinn og svo veltir það á hvort Maguire hafi náð að jafna sig á veikindunum sem héldu honum úr þeim leik.
Með HM pásum meiðslum og öðru veseni sem fylgir nútíma fótbolta þá spái ég liði Manchester United svona
Hjá gestunum er það hins vegar öruggt að Wayne Hennessey byrji leikinn í markinu þar sem Dean Henderson má ekki spila á móti okkur og má telja að allir leikmenn Nottingham Forest sem fóru á mótið séu tilbúnir í að spila nema Kouyate sem varð fyrir meiðslum sem halda honum frá keppni fram í mars.
Nottingham Forest sendu einnig nokkra leikmenn á HM og misstu reyndar Kouyate sem þann eina úr hópnum og spái ég því liði gestanna svona.
Eftir leiki dagsins er Nottingham Forest í 19 sæta stigi á undan Southampton og verri markatala heldur þeim frá 18 sætinu og með sigri lyft sér í 16 sætið á meðan erum við enn í 5 sæti og fjórum stigum eftir Tottenham sem náðu í jafntefli við Brentford í fyrsta leik dagsins annan í jólum en viðeigum eins og staðan er tvo leiki til góða á þá.
Bruno says
Gakpo að koma?