Seinni leikur Manchester United og Barcelona er á morgun og verkefni beggja er einfalt: Sigur eða dauði. Jafntefli þýðir framlengingu, jafnt eftir framlengingu þýðir vítakeppni.
Fyrir sex dögum síðar mættust liðin í frábærum leik, United hélt að þeir hefðu kannske gert nóg til að fara með sigur heim frá Camp Nou, en Barcelona hirti, líklega verðskuldað, jafnteflið. Nú þarf United sigur til að komast áfram og eftir 14 slíka í síðustu 15 á Old Trafford er það vissulega eitthvað sem á ekki að vera ofverkið þeirra. Byrjum á góðu fréttunum: Lisandro Martínez og Marcel Sabitzer eru komnir úr banni, Casemiro verður með eins og á Camp Nou og fékk síðustu bannhvíldina um helgina, og Antony og Harry Maguire eru orðnir leikfærir.
Þetta lið velur sig ekki alveg sjálft en það er nálægt því. Já, Wout Weghorst fær enn að vera með, lílkega sem framherji en ekki 10 en það verður pláss fyrir vinnusemina á morgun. Við vitum að hinir þrír fyrir aftan hann geta skorað. Það væri freistandi að ætla að Ten Hag vilji sjá Sabitzer með Casemiro en brasilíska tvíeykið hefur sýnt að þeir vinna vel saman.
það eru vissulega 4 stórleikir framundan á 10 dögum, þessi, deildarbikarúrslit á sunnudag, bikarleikur og Liverpool í deildinni, sem við viljum sjá sigra í öllum og einhver rótering virðist nauðsynleg til þess, en sigur á morgun mun slá tóninn fyrir hina og gefa mikinn kraft. Þetta verður því sterkasta liðið.
Barcelona
Barcelona varð fyrir skakkaföllum í fyrri leiknum. Gavi kom sér í bann með guldu spjaldi og Pedri fór meiddur af velli og missir af þessum leik. Á móti kemur er að gamla brýnið Sergio Busquets er kominn til baka eftir meiðsli og kemur inn á miðjuna í stað Pedri. Frammi er það á milli Fernan Torres og Ansu Fati að koma inn fyrir Gavi og hægt að skjóta á hvorn sem er þar.
Að öðru leyti er þetta sama lið. Barcelona vann auðveldan sigur á Cádiz um helgina og þar var Koundé í bakverðinum, Andreas Christensen og Eric Garcia miðverðir og Balde vinstra megin. Araújo var mjög góður móti United og líklegur að stíga aftur inn, en hvernig miðverðir verða skipaðir er ágiskun. Christensen og Koundé báðir hægri miðverðir og líklega að keppa um stöðuna og svo voru Marcos Alonso og Jordi Alba aftur fínir gegn United.
Sem fyrr segir, fjórir stórleikir á 11 dögum. Fjórir sigrar og þá er það dolla í hús, frábær tækifæri í tveimur öðrum bikarkeppnum og áfram gakk í deild. Fjögur töp og tímabilið snýst um að hanga á Meistaradeildarsæti. Það er fyrir svona vonir og væntingar sem við erum stuðningsfólk. Ég get ekki beðið!!
Skildu eftir svar