Spoiler: ÞETTA VAR ÖMURLEGT!
Lið United:
Varamenn: Butland, Vitek, Dalot, Lindelöf, Maguire (45′), Eriksen (62′), Fred, Pellistri (81′), Zidane, Elanga (62′), Weghorst (62′)
Lið Sevilla:
United byrjaði leikinn frábærlega, því sem næst. Jadon Sancho setti boltann í netið eftir aðeins 27 sekúndur en var því miður rangstæður þegar hann fékk sendinguna innfyrir og þetta taldi þvi ekki. En United var mun betra liðið og á 16. mínútu uppskáru þeir þegar Bruno gaf á Sabitzer á vítateignum, ekki í alveg fullkominni gæslu og hann fékk plássið til að snúa og skora með öruggu skoti. 1-0 United.
Sevilla reyndi sóknir eftir þetta sem þýddi bara hratt upphlaup United, Martial fékk að athafna sig og Sevilla vörnin hafði aðallega áhyggjur af Antony og sáu ekki að Sabitzer var að koma á ferðinni, og hljóp beint inn í frábæra stungusendingu Martial og skoraði á gríðaryfirvegaðan hátt framhjá Bono. 2-0 á 21. mínútu.
United réði lögum og lofum, sótti hart og það var Anthony Martial sem var bestur í því en Jadon Sancho var meira fyrir en hitt. Sevilla var búið að fá gul spjöld fyrir töf og fyrir brot á Casemiro og á 40. mínútu slapp Lamela við gult eftir skoðun fyrir að traðka á Casemiro, nokkuð rétt það samt. Spjöldin héldu áfram, Bruno fékk gult þegar nelgt var í upphandlegginn á honum, fáránlegt það og Bruno fer í bann í seinni leiknum. Fáránlegt spjald þar.
Rafael Varane meiddist undir lok hálfleiksins en það hindraði hann ekki í að skalla vel frá á línu í einni af fáum atlögum Sevilla. Maguire kom svo inná í hálfleik.
United hafði gefið nokkuð eftir síðustu tíu mínúturnar í fyrri og náðu ekki upp sama góða spilinu í seinni hálfleik. Antony var svona eins og hann er alltaf, góður ef hann nær boltanum á vinstri og í einu slíku tilviki fintaði hann Marcao upp úr skónum, náði uppáhaldsskotinu sínu en í innanverða stöng og út.
Þá komu Eriksen, Weghorst og Elanga inná fyrir Sancho, Martial og Bruno. Það var í raun lítið að segja um leikin eftir þetta. United sótti meira en fjarri því að skapa sér eitthvað stórkostlega hættulegt. Sevilla hins vegar virtust alveg bitlausir.
Síðasta skiptingin var Pellistri fyrir Antony.
Það leit um tíma út fyrir að United ætlaði að rústa þessum leik en í stað þess var það Sevilla sem náði að krafsa í bakkann. Sending kom inn á teiginn, Malacia lét boltann fara framhjá sér og Navas náði að skjóta frá endalínunni í Malicia, þaðan í De Gea og inn.
Hrikalegt mark að fá á sig, og Malacia sem hefði átt að skora rétt á undan þegar hann var dauðafrír í teignum en var alltof lengi að leggja fyrir sig boltann var sökudólgurinni.
Þetta versnaði svo enn fyrir United þegar Lisandro Martinez missteig sig og fór sárþjáður af velli. Sevilla setti í fimmta gír og það var De Gea sem kom til bjargar tvisvar með góðum vörslum, en réði ekki við það þegar Sevilla jafnaði þegar 90 sekúndur voru liðnar af uppbótartíma. Ocampos gaf fyrir og En-Nesyri skallaði boltann í ennið á Maguire og boltinn sveif inn út við stöng.
Leikur sem leit út fyrir að ætti að fara fjögur núll um tíma varð einhver sá versti sem við höfum séð í vetur. Nú er bara að biðja og vona að meiðsli Varane og Martinez séu ekki alvarleg en það leit svo sannarlega ekki vel út fyrir Martinez.
Helgi P says
Þetta var dýrleikur
Egill says
Þar sem þjálfarinn virðist vera hafinn yfir gagnrýni hérna þá verðum við að hrósa honum fyrir skiptingarnar á 60. min. Elanga og fucking Weghorst!
Frábært alveg, til fyrirmyndar.
Rashford, Martinez, Varane, Garnacho og Shaw meiddir, 4. sætið var svo gott sem öruggt fyrir nokkrum vikum síðan…
Áfram ETH!
Dór says
Þetta tímabil er farið frá okkur ef enga trú að við náum 4 sætinu með maguire og lindelöf
Tómas says
@Egill það að allir séu kannski ekki sammála gagnrýni þinni, þýðir ekki að einhver sé hafinn yfir gagnrýni.
Martial var meiddur. Anthony á gulu spjaldi og búinn að vera í stimpingum við Sevilla mann.
Vel hægt að skilja þessar skiptingar.
En hræðilega svekkjandi… og ekki nógu gott að vera ekki búinn að skora meira og Malacia klikkar hryllilega. Seinna sjálfsmarkið var pjúra óheppni.
Hef nú samt trú á liðinu áfram og held við tökum amk 4 sætið. Þrátt fyrir meiðslin.
Egill says
Ég er vara algjörlega ósammála því að þessar skiptingar hafi verið skiljanlegar.
Weghorst er aldrei lausn á neinu vandamáli, það hefpi verið mikið betra að henda Fred inná til að þétta miðjuna heldur en að vera með þennan sauð á vellinum að skila engu.
Elanga er heldur aldrei nein lausn, eins og Sancho átti nú slæman leik þá var Elanga aldrei að fara að gera betur en hann.
Ég nenni svo ekki að ræða áhrif Maguire á liðið þegar hann spilar.
Ég er ekki heldur að átta þig á því af hverju Malacia er fyrsti maður inn fyrir Shaw, hann ætti að vera að berjast um sæti í varaliðinu. Við eigum talsvert betri bakvörð en Malacia, nema að hann var á bekknum hjá Sevilla í kvöld.
Vissulega svekkjandi úrslit, en það versta við þetta er að þetta var fyrirsjáanlegt, því miður.
Helgi P says
Elanga og weghorst eru bara ekki nógu góðir til að spila fyrir okkur maður er ekkert rosalega bjartsýn fyrir framhaldið