Það er ekkert sem netstuðningsmaður fótboltaklúbbs elskar meira en góða krísu. Þegar hægt er að kalla stjórann trúð (já þennan sem kom klúbbnum í Meistaradeildina), og líka alla þá sem keyptir hafa verið nýlega. Svo er hægt að skamma stjórann fyrir að spila ekki með manninn sem hefur verið rakkaður niður stöðugt síðustu tvö árin. Ekki er það verra þegar einhver leikmaður þarf að spila úr stöðu vegna fjölda meiðsla og gerir þar ein mistök. Markmaður sem er fenginn til að spila nýja boltann er svo hengdur af því að hann er að spila fyrir aftan vörn sem rétt svo man hvað hinir heita, þess þá síður að þeir hafi spilað saman sem heild. Svo er auðvitað alger firra að hugsa dæmið til enda og íhuga hvaða stjóri eigi að taka við þegar búið er að reka enn einn stjórann. Að vísu er hér upp á Íslandi maður sem búinn er að vinna tvær tvennur á þremur árum, en jafnvel ofanritaður myndi setja örlítið spurningamerki við það að hann væri tilbúinn að taka skrefið. Þó vissulega væri hann í topp fimm bestu kostunum. Er það ekki annars?
Það virðist vera sterk tilfinning hjá þeim sem einhverjar fréttir úr innsta hring að starf Ten Hag sé öruggt, sama hvað á gengur næstu vikur. Er það vel. Klúbburinn er vissulega í heilmiklum vanda innan vallar, sem utan og svo lekur þakið líka. En það vita flest að það er skammgóður vermir að pissa í skóinn sinn og það sem gildir núna er að þrauka.
Á morgun kemur Brentford á morgun og það gæti verið erfiðara lið. En enginn leikur er auðveldur þegar krísan geisar og Brentford á sælar minningar frá leik United á Gtech Community Stadium í ágúst í fyrra þegar þeir skelltu United 4-0. En þeir hafa ekki staðið sig neitt sérlega vel í haust, einn sigur í deild, gegn Fulham, fjögur jafntefli og töp gegn Everton og Newcastle úti, síðarnefndi leikurinn sá eini gegn toppliði. United verður því að finna sigurviljann í sér á morgun.
Það er ekki spurning hver komst frá leiknum á þriðjudag með beint bak og höfuðið hátt. Rasmus Höjlund skoraði tvö mörk og tvö næstum því mörk. Allt í einu virðist sem hann geti staðið undir væntingum, en það er þung byrði sem er allt í einu komin á tvitugar herðar, að bera heilt lið á bakinu. Mason Mount hefur fengið það óþvegið frá nethetjunum en þó að vissulega megi setja spurningamerki við hvaða stöðu hann eigi nákvæmlega að gegna, var hann alveg fínn á þriðjudag. Shaw, Martínez, Wan-Bissaka og Malacia verða allir frá áfram og Sergio Reguilon er ekki orðinn góður. Það er því óbreytt vörn. Kobbie Mainoo er líka frá og Amrabat upptekinn annars staðar þannig að miðjutvennan verður líklega Mount og Casemiro. Markahæsti maður síðasta tímabils hefur átt erfitt uppdráttar og það eru auðvitað aldrei nein grið gefin á netinu, en Ten Hag mun halda Rashford í liðinu. Svo kemur í ljós hvort Garnacho eða Pellistri verða fyrir valinu
Brentford er líka í meiðslaveseni, misstu Rico Henry út tímabilið, Ben Mee er enn frá og Kevin Schade sem þeir keyptu í sumar eftir fínt lán kemur til baka um áramótin. Josh Dasilva sem skoraði fyrsta markið fyrir ári er líka meiddur. Svo er Ivan Toney auðvitað í banni.
Liðinu er spáð svo
Senterinn er Keane Lewis-Potter sem var maður ársins hjá Hull í fyrra en hefur ekki skorað enn í deild fyrir Brentford. Það gæti því verið að Neal Maupay fái tækifæri til að byrja og reyna að skora eftir 29 markalausa leiki í deild. Yoane Wissa hefur spilað sem fremsti maður en verður líklegast á kantinum á morgun og hefur átt það til að skora.
En það á enginn að efast um það: Jafnvel í mestu meiðslavandræðum á Manchester United að vinna þennan leik á morgun. Leikmenn verða að gjöra svo vel að girða upp um sig buxurnar, og spila eins og menn. Leikurinn hefst á slaginu tvö og flautuleikarinn er Andy Madley
En við ljúkum þessari upphitun á að gera eins og United mun gera fyrir leik á morgun og minnast lafði Cathy Ferguson. Án hennar hefði enginn Sir Alex Ferguson verið og ef ekki fyrir inngrip hennar hefði Sir Alex hætt 2002, og ekki fært klúbbnum 6 titla, Evrópumeistaratitil og nokkrar dollur í viðbót.
Every single one of us loves Cathy Ferguson
Helgi P says
Ten Hag er bara buinn að gera of mörg slæm kaup og það er að vera honum að falli
Dór says
Þótt Ten Hag hafi rétt svo náð meistardeildasæti þá er þessi byrjun á þessu tímabili ekki boðlegt
Lalli says
Vel skrifað 👌
Björn Friðgeir says
Helgi P og Dór mættir með innihaldslausa einnar línu pósta sem ekkert hafa fram að færa.
Helgi: hver eru þessu slæmu kaup?
Dór: og? Reka? Ráða hvern
Elis says
Onana eru skelfileg kaup. Maðurinn er betri en DeGea í fótunum (reyndar hefur hann kostað liðið líka þar) en það má gera kröfur um markvörð að hann getur varið er það ekki? Sum skotin sem hann er að láta leka inn er ekki boðlegt og hefur það ekkert með varnarmenn liðsins að gera.
Anthony sorry en þetta eru léleg kaup. Gæti liðið í dag selt hann á helminginn af því verði sem hann var keyptur á? Svarið er nei.
Jájá það má segja að hann er ungur og á sín bestu ár eftir en hann hefur ekki tekið neinum framförum á þessum tíma og virkar eins og C.Ronaldo wanabe.
Varane/Casimiro þetta eru mjög solid kaup fyrir lið sem er í win know mode og viti menn þeir hjálpuðu liðinu að ná meistaradeildarsæti sem er vel gert en hvað svo? Þetta eru tveir leikmenn sem virka alveg búnir á því í dag og það þarf strax að fara að huga að því að endurnýja þá og þá byrjar sama vitleysan aftur. Hefði ekki verið betra að ná í aðeins yngri leikmenn miða við ástandið á liðinuog missa af Meistaradeildar sætinu en vera þá með góða leikmenn næstur 4-8 árin en ekki 1-2 ár fyrir utan að Utd eru búnir að sína að þeir eiga ekkert heima í Meistaradeild .
Hvað er Tan Hag búinn að gera svona frábært fyrir Man Utd?
Er liðið að spila árangurs ríkan fótbolta? Nei.
Er liðið að spila fallegan fótbolta? Nei.
Eru leikmenn að stíga upp? Nei.
Er hann búinn að gera vera frábær á leikmanna markaðinum? Nei
Eru miklar framfarir á liðinu? Nei
Ég veit hvernig fótbolta Klopp, Pep, De zerbi, Poch, vilja spila en maður hefur ekki hugmynd um hvernig Ten Hag vill spila því að liðið virkar alltaf alveg týnt.
Staðan er einfaldlega sú að hann er ekki að standa sig en af því að Man Utd eru búnir að vera að skipta oft um stjóra undanfarið þá er hugsunin sú hvað er það að skila liðinu og gefum þessum stjóra meiri tíma. Menn nenna ekki að byrja aftur með nýjan stjóra sem vill fá nýja leikmenn og tíma þótt að það er það eina rétta í stöðunni því að Ten Hag er ekki að standa sig.
Gáfað lið myndi losa sig við Ten Hag og stökkva sem fyrst á De zerbi hjá Brighton sem mun vaða í tilboðum frá stórliðum mjög fljótlega.
Það er ekkert gaman að reyna og vona að glasið sé hálf fult þegar það er ekkert í glasinu.
Ég spái því samt að liðið vinnur öruggan sigur um helgina 2-0 og menn fara með von í brjósti inn í landsleikjarhlé en þessar vonir hverfa svo fljót aftur.
Björn Friðgeir says
Sammála þér með Varane og Casemiro en stundum þarf að stoppa í göt. Minni á að Ole keypti Varane.
Sammála með Anthony en af allt öðrum ástæðum. Sem leikmaður skilar hann yfirleitt sínu.
Alveg ósammála með Onana. Sjáum til hvað hann getur með solid vörn fyrir framan sig.
Það er ekkert hægt að vera ósammála að boltinn núna er hvorki fallegur né árangursríkur. En meiðslin hljóta að fá að vera ástæða? Var ekki síðasta tímabil þokkalegt?
De Zerbi er búinn að vera eitt ár hjá Brighton hjá best skipulagða klúbbi á Englandi nema hugsanlega City. Honum væri lítill greiði gerður að koma inn í þetta kaos hjá United.
Vika er langur tími í stjórnmálum og helgi lengri tími í fótbolta. En mér finnst að rökin fyrir að halda Ten Hag sem stendur mun betri en gagnrökin.
Elís says
Finnst þér í alvöru að Anthony sé að skila sínu? Þá eru kröfurnar litlar sem engar að mínu mati.
Onana er að fá á sig alltof mörg mörk sem hafa ekkert með varnarleik að gera. Skot sem góður markvörður á að taka en hingað til virkar hann ekki sem góður markvörður.
De zerbi er stjóri sem var með mjög góðan orðstýr áður en hann kom til Brighton og fannst mörgum mjög skrítið að hann hefði ekki farið í stærra lið. Hans saga er sú að hann vill spila svona fótbolta og Brighton passaði því vel að hans stíl. Hann er miklu meira tilbúin en Ten Hag sem virðist ekki ráða við þetta verkefni.
Síðasta tímabil var jú þokkalegt en alls ekki meira en það. Fótboltinn var ekki merkilegur og hrun hjá Liverpool, Tottenham og Chelsea hjálpaði mikið að hægt væri að líta á þetta sem þokkalegt tímabil.
Fyrir utan að nenna ekki í en ein stjóraskiptin. Hvað hefur Ten Hag gert svona vel sem réttlætir að hann eigi skilið meiri tíma?
Klefin virðist vera veikur, leikskipulag ekki gott, úrslit ekki góð og framfarir ekki sjáanlegar. Hvert er hann að fara með liði? Þegar maður er farinn að heyra í stuðningsmönnum annara liða tala um að vonandi verður Ten Hag sem lengst þá er liðið komið á vondanstað.
P.s þegar stjóri fær stuðnings yfirlýsingu það er aldrei gott. Það þýðir að sá sami hafi þurft á henni að halda og líka að það er líklega ekki langt eftir.
Ég er 100% viss um að það séu menn bakvið tjöldin allavega að skoða aðra kosti ef Ten Hag heldur svona áfram eða nei annars ég er 10% viss um það Man Utd drullar alltaf á sig í svona málum og virðist aldrei vera tilbúnir.
Björn Friðgeir says
Með Anthony það sem hann gerði rétt var auðvitað vinnan til baka. Fram á við er hann í besta falli work in progress.
En ég vil alla vega bíða og sjá hvernig þetta lítur út þegar vörnin styrkist.
Eitt meðan ég man: Áhrifin á Rashford af því að haf ekki Shaw fyrir aftan sig eru örugglega heilmikil
Arni says
Við erum bara komnir á slæman stað með Ten Hag sem stjóra alveg óskiljanlegt hvernig rashford og brunó byrji alla leiki þótt þeir hafi ekki sýnt neitt í þessum leikjum
s says
Þetta eldist ekkert sérstaklega vel.