Ten Hag ákvað að Jonny Evans myndi henta betur gegn City en Raphaël Varane og að Christian Eriksen þyrfti að vera í tíunni. Bruno vék út á kant.
Varamenn: Bayındır, Varane, Reguilon(73′), Hannibal, Mainoo, Mount(46′), Antony(86′), Garnacho(73′), Martial(86′)
Það var hins vegar óhætt að segja að Pep stillti upp sókngjörfu liði:
{team2}
United byrjaði bara frísklega og sótti á en í fyrstu sókn City voru þeir næstum búnir að skora. Foden skallaði, Onana varði og sló svo boltann frá þegar Haaland var rétt búinn að ná honum. Boltinn fór í Haaland og laust í átt að marki en Harry Maguire var á réttum stað og kom honum frá.
City var búið að taka völdin á miðjunni upp úr þessu og United leyfði það að miklu leyti. Öll hápressa var meira sýndarmennska en hitt og liðið datt mikið til baka. Onana þurfti að verja skot frá Grealish, frekar stöðluð skutla en þokkalegt engu að síður.
Þegar United´fékk boltann sýndi City þeim svo hvernig átti að pressa, voru á vallarhelmingi United og gáfu þeim engan frið.
Svo á 24. mí´nutu fengu City víti, Höjlund togaði í Rodri inni á vítateig í horni. Dómarinn sá það ekki en var bent á að fara í skjáinn og það var lítill vafi á þessu. Verður fróðlegt að sjá hvort svona verði nýja línan á peysutogi.
Haaland sendi Onana í vitlaust horn og skoraði örugglega. 1-0 á 26. mínútu.
Loksins sýndi United smá lit, Höjlund komst í gegn en missti jafnvægið við snertingu frá Stones og Ederson komst út í hann og gat truflað. Aldrei að vita nema hann hefði fengið víti eða rautt ef hann hefði farið niður en líklega var þetta of lúmskt.
Embed from Getty Images
City hélt yfirburðunum áfram, Alvarez átti fínt skot úr aukaspyrnu yfir vegginn en Onana varði.
Loksins í uppbótartíma náði United sókn, hún endaði á neglu McTominay sem Ederson varði í horn og eftir hornið skaut Eriksen yfir af löngu færi. United náði smá sóknum í viðbót en svo kom City upp, Onana var á nær stönginni þegar Grealish kom upp að endamörkum og tók fyrirgjöfina, Haaland var fyrir opnu marki en skallaði aðeins of nálægt Onana sem kom fljúgandi og sló boltann í horn. Frábær markvarsla en Haaland hefði kannske getað miðað betur.
Mount kom inná fyrir Amrabat í hálfleik og United byrjaði af krafti. Bruno átti þrumuskot af löngu færi en Ederson fór vel niður og varði örugglega. City fór beint í sókn, Foden fékk boltann á fær en var ekki vel staðsettur og sendi boltann langt yfir. United reyndi að sækja en þá kom hraðaupphlaup á móti, Bernardo Silva með fyrirgjöf og einhverra hluta vegna hafði enginn nennt að dekka Erling Haaland á fjær, hann stökk hátt og lét boltann hitta ennið á sér. Aftur fór skallinn meira í átt að Onana en ekki í í þetta skiptið kom hann engum vörnum við. 2-0 City á 48. mínútu.
Áfram hélt City. Grealish fékk pláss í teignum þegar Bernardo tók með sé tvo varnarmenn og skaut en Onana varði. Fín varsla. Næsta sókn var sendingaveisla í og við teiginn og Grealish endaði á að skjóta úr þröngu færi, rétt framhjá fjær stöng.
Loksins náði United að halda uppi sókn í nokkrar mínútur, vann horn og svona og svo kom löng sending Eriksen inn á Rashford sem tók boltann á kassann og niður, náði skotinu framhjá Walker en framhjá fjær. Hefði mátt gera betur en svo sem vel gert að koma kotinu framhjá Walker.
Auðvitað kom þá sókn City, þeir opnuðu vörnina og stungu inná Haaland en Onana kom vel út á móti og varði í horn.
Ten Hag setti þá Reguilon og Garnacho inn fyrir Lindelf og Höjlund. Áhorfendur á Old Trafford voru ekki ánægðir með að Höjlund væri tekinn útaf.
City gerði það sem þeir vildu og þriðja markið kom á 80. mínútu. Rodri fékk allt plássið í heiminum í hálfhringnum, Onana varði skot hans mjög vel en boltinn fór út á Haaland við markteigshornið, Onana þurfti að loka horninu og Haaland gaf einfaldlega á markteiginn þar sem Phil Foden skoraði án þess að hafa miklar áhyggjur af tveimur varnarmönnum sem reyndu að trufla.
Síðustu skiptingarnar voru Eriksen og Rashford útaf fyrir Antony og Martial. Undir lokinn sparkaði Antony í Doku og sló svo í hendurnar á honum þegar þeir kom náælgt hver örðum en einhverra hluta vegna fékk hann bara gull spjald. Bruno fékk svo gult fyrir að reyna að sparka í Doku en hitti ekki . Menn alveg búnir að missa hausinn.
Þetta var eins og við var að búast þegar eitt besta lið Englands mætir miðlungsliði: Auðvelt.
Núna er að hugsa hvað er til bragðs að taka og það er ekki öfundsvert hlutskipti að þurfa að taka ákvarðanir um það. Ef einhver getur bent á stjóra sem getur komið inn og breytt liðinu á einni nóttu í smurða vél þá væru þær tillögur vel þegnar en að sama skapi ólíklegar. Ef einhver heldur að peningar leysi vandann er hægt að benda á Chelsea og verð á fjölda leikmanna í United treyjunni í dag sem kostuðu offjár.
Það eru engar skyndilausnir.
David Moyes says #mufc must improve in a number of areas, including passing, creating chances and defending.
— Manchester United (@ManUtd) December 9, 2013
Niðurs
Arni says
Er Ten Hag alltaf útur dópaður þegar hann er velja liðið sem á að byrja þessi leikur gæti endað ver en 7-0 leikurinn á móti liverpool
Egill says
Þessi miðja…
Af hverju var hann að eyða öllum þessum pening í Mount ef hann vill ekki nota hann?
Dór says
En ein glæsilega frammistaðan hjá þessu liði áfram Ten Hag meira af þessu
Elís says
Nei nei Ten Hag er ekki vandamálið. Hann veit ekkert hvað hann er að gera. Tveir leikmenn sem hann var að reyna að gefa frá liðinu í sumar eru allt í einu orðinn lykilmenn sem þýðir að hann er að drulla á sig.
Fótboltinn lélegur, úrslitin léleg en neibb stjórinn er heldur betur að gera fína hluti. Það má ekki tala um að reka hann.
Herbert Hjálmarsson says
Hef alveg stutt að halda lengur í þjálfarann og gefa honum tíma. En nú er klefinn búinn í enn eitt skiptið og virðist ekki vera trú á verkefninu. Agalegt að það sé líka enginn af nýju kaupunum ennþá að stíga upp og skila einhverju inn á vellinum. Onana var flottur í dag en það er líka hugmyndin þegar maður eyðir 60 miljónum í að styrkja markmannsstöðuna. Mount eru bara kaup sem ég get ekki áttað mig á. Veit ekkert hvaða stöðu hann er hugsaður í en finnst fáránlegt ef hann er hugsaður í sömu stöðu og bruno og eriksen. Liðið virkar bara alveg clueless inn á vellinum. Hefði alltaf viljað sleppa mount kaupunum og kaupa tvo framherja. Að martial skuli ennþá vera í þessum hóp og striker númer tvö er áhyggjuefni. Væri rosalega gaman að sjá united kaupa leikmann sem bætir sig hjá klúbbnum. Að því sögðu áfram united og vona að eitthvað fari að breytast sem skili sér í betri framistöðum á vellinum og betri úrslitum.
Herbert Hjálmarsson says
Hef alveg stutt að halda lengur í þjálfarann og gefa honum tíma. En nú er klefinn búinn í enn eitt skiptið og virðist ekki vera trú á verkefninu. Agalegt að það sé líka enginn af nýju kaupunum ennþá að stíga upp og skila einhverju inn á vellinum. Onana var flottur í dag en það er líka hugmyndin þegar maður eyðir 60 miljónum í að styrkja markmannsstöðuna. Mount eru bara kaup sem ég get ekki áttað mig á. Veit ekkert hvaða stöðu hann er hugsaður í en finnst fáránlegt ef hann er hugsaður í sömu stöðu og bruno og eriksen. Liðið virkar bara alveg clueless inn á vellinum. Hefði alltaf viljað sleppa mount kaupunum og kaupa tvo framherja. Að martial skuli ennþá vera í þessum hóp og striker númer tvö er áhyggjuefni. Væri rosalega gaman að sjá united kaupa leikmann sem bætir sig hjá klúbbnum. Að því sögðu áfram united og vona að eitthvað fari að breytast sem skili sér í betri framistöðum á vellinum og betri úrslitum.
Gummi says
Hvernig getur hann spilað verri bolta en þegar solskjær var með liðið þetta er verst þjálfaða liðið í deildinni
Arni says
Ef Ten Hag fer ekki að gera miklar breytingar á þessu liði þá er stutt í að hann verður rekinn hann verður að fara taka rashford og brunó úr liðinu og helst selja þá bara báða þeir geta bara ekki neitt
Helgi P says
Þetta lið verður bara sorglegra með hverjum leik sem við spilum og það versta er að klúbburinn hefur ekki efni á að reka Ten Hag
S says
Antony, þvílíkt þrot. Þetta er bara ofbeldismaður. Burt með hann.
Gummi says
Er Ten Hag búinn að gera einhver superkaup síðan hann tók við þessu liði
Elís says
Það er margt að Man utd.
Eigendur borga ekki skuldir og láta ekki seðla inn í liðið en mega eiga það að þeir eru duglegir að eyða seðlum í leikmannakaup.
Leikmannakaup virka flest ekki nógu vel. Mount og Anthony virka sem seðlar í vaskinn.
Leikmenn virkar á köflum áhugalausir og ekki að standa sig.
Ten Hag er klárlega ekki eina vandamálið hjá liðinu en hann er samt partur af vandamálinu alveg sama þótt að hann sé kannski ekki það stærsta eða að menn eru að reyna að líta framhjá því.
Einfaldar spurningar til stuðningsmanna Man utd?
1. Hvernig fótbolta spilar Man utd? s.s Hver er hugmyndafræðin?
2. Ertu sáttur við Ten Hag sem stjóra Man utd? Ef já afhveru? Ef Nei Afhverju?
tuðarinn says
Í fyrra var liðið að vinna marga nauma sigra og í fæstum af þeinn sigrum var liðið að leika vel og má segja að liðið hafi komist í meistaradeildina smá heppni og þokkalegum varnarleik.
Allir sigrar liðsins þetta tímabilið hafa unnist með einu marki og fyrir utan 40 mín kafla gegn Forest þá hefur liðið ekki leikið vel í neinum af þessum leikjum.
Það væri kannski ástæða fyrir þolinmæði hefði liðið rúllað sannfærandi yfir lið eins og Wolves, Palace, Burnley, Sheff Utd og Copenhagen.
s says
Núna segist Ten Hag aldrei ætla að láta United spila eins bolta og hann gerði hjá Ajax? Var það ekki forsendan fyrir því að hann kæmi til okkar? Ég er orðlaus.
Gummi says
Ef Ten Hag heldur áfram að spila rashford og brunó og McTominay þá verður hann rekinn fljótlega hann verður að fara gefa Garnacho og Mainoo einhverja leiki í byrjunarliðinu
Dór says
Það er eins og leikmenn séu með áskrift hjá Ten Hag í þessu liði það virðist vera alveg sama hversu illa þeir spila þeir starta alla leiki