United hópurinn er kominn til Kaupmannahafnar og leikur við FC København annað kvöld klukkan 8.
Lánið, og þrautseigjan lék við United á laugardaginn og sigur hafðist gegn Fulham. Nú er komið að Meistaradeildinni og sigur á morgun er það eina sem gildir ef United á að eiga von um áframhaldandi þátttöku. Fyrir tveimur vikum hafðist sigurinn með vítavörslu á Onana á síðustu sekúndu leiksins, annað hvort tapast leikir örugglega eða United er í streði leikinn á enda. Það væri hugaður fréttaritari sem gerði ráð fyrir einhverju öðru á morgun.
Í 23 manna hópi United eru bæði Victor Lindelöf og Marcus Rashford sem misstu af leiknum á laugardaginn, en það er enn enginn Kobbie Mainoo. Spáum liðinu svona
Það verður magnað fyrir Rasmus Højlund að koma heim og sjá amk annan bróður sinn á bekknum. Mohamed Elyounoussi er meiddur og verður það líklega eina breytingin á liði FCK. Búist er við að Jordan ‘Hinriksson’ Larsson komi inn í hans stað, og sá væntanlega staðráðinn í að bæta fyrir vítaklúðrið í fyrri leiknum.
Stressið á morgun hefst sem fyrr segir kl 20:00 og það er Litháinn Donatas Rumšas sem dæmir
Skildu eftir svar