Manchester United mætir Þýskalandsmeisturunum Bayern Munchen í síðasta leik riðlakeppni meistaradeildarinnar á Old Trafford. Leikurinn hefst klukkan 20:00. United eins og flestir vita er á botni A-riðils aðeins með 4 stig en Bayern er á toppi riðilsins með 13 stig. United á þó enn þá séns á að komast upp úr riðlinum, á sama tíma spila FCK og Galatasaray, ef þessi tvö lið sem bæði eru með 5 stig skilja jöfn þá dugar United að vinna Bayern. Miðað við spilamennsku United undanfarið þá er þó erfitt að ímynda sér að United vinni Bayern. United var niðurlægt á heimavelli um helgina þegar kirsuberjakarlarnir í Bournemouth mættu á Old Trafford og snýttu United 0-3. Það var þó svipað upp á teningnum hjá Bayern þessa helgina, en liðið heimsótti Eintracht Frankfurt og töpuðu þeir 5-1. Það mætti því segja að bæði lið séu að koma særð inn í leikinn. Bayern hafa þó að engu að keppa í þessum leik sem gæti komið sér vel fyrir United. Ef að United lendir í þriðja sæti í riðlinum þá fer liðið í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar.
United tapaði fyrri leik liðana á Allianz Arena 4-3 þar sem Onana sem hefur ekki beint sýnt sínar bestu hliðar í meistaradeildinni. Síðasti leikur United í meistaradeildinni var 3-3 jafntefli gegn Galatasaray, liðið hefur ekkert verið í vandræðum með að skora mörk í meistaradeildinni en liðið er búið að skora flest mörkin í A-riðli. Það er aaaalveg galið að United hafi skorað flest mörkin í sínum riðli en er á botni riðilsins. Enn er talsvert um meiðsli hjá United; Casemiro, Lindelöf, Mount, Malacia, Martinez og Eriksen eru allir meiddir en Casemiro er farinn að æfa aftur og gæti snúið fyrr til baka en ætlað var.
Líklegt byrjunarlið
Ég held að Ten Hag haldi sig áfram við miðvarðaparið Shaw og Maguire. Það bara hlýtur að vera Hojlund byrji leikinn ég held að allir stuðningsmenn United séu búnir að missa þolinmæðina á Martial. Mögulega kemur Marcus Rashford inn í liðið eftir að hafa verið kældur eftir frammistöðuna gegn Newcastle. Mainoo gæti byrjað en mér þætti ekkert ólíklegt að Amrabat og McTominay fá báðir kallið aftur.
Að lokum
Það er ekki mikil bjartsýni fyrir þessum leik, ég reyndar tel United alveg geta unnið þetta Bayern-lið. Það er þó aðallega staðreyndin að United þarf að vinna og vonast eftir jafntefli. Þá er ég ekkert alveg mjög spenntur fyrir því að United fari í Evrópudeildina (ætli það verði þá ekki raunin). Það væri samt alvöru stemning ef United kæmist áfram og smá bjartsýni áður en við heimsækjum Liverpool næstu helgi sem er leikur sem ég hef farið að kvíða meir og meir því meira sem ég horfi á United liðið spila. Espen Eskas er dómari kvöldsins, ég biðla bara til hans að halda kvöldinu drama fríu.
Skildu eftir svar