Gleðileg jól kæra United stuðningsfólk nær og fjær!
Eftir hörmungina á Þorláksmessu lýkur öðrum degi jóla á því að Aston Villa kemur í heimsókn. Villa hefur farið með himinskautum undir stjórn Unai Emery og sætu nú á toppinum ef þeir hefðunáð að sigra Sheffield United á föstudaginn var. En þeir náðu þó að stela stigi þar með jöfnunarmarki langt inni í uppbótartíma og hafa auka dag til hvíldar á United á morgun þannig að það er ekki mikið að marka. Villa er ósigrað í tíu leikjum, hafa skorað tvö mörk í síðustu þremur útileikjum en hafa reyndar fengið á sig mörk í öllum útileikjum í vetur utan á Stamford Bridge.
Stjarna Villa í vetur er búinn að vera Ollie Watkins með fjögur mörk og fjórar stoðsendingar og hann leiðir línuna á morgun
Manchester United
Hvað er hægt að segja? Það er allt í steik. Højlund skorar ekki, enda fær hann aldrei stoðsendingar. Rashford skorar ekki. Scott McTominay skorar ef liðið er undir pressu og getur lítið en getur litið gert ef liðið á að liggja í sókn. Amrabat þarf engar áhyggjur að hafa af því að vera í Manchester næsta vetur, Kobbie má ekki spila of mikið, það veit enginn hverjir geta vilja eða eiga að spila í hafsent, og það segir eiginlega mest um þetta allt að Onana hefur ekkert komist að í neikvæðu umræðunni i nokkrar vikur.
Fréttir fréttana er auðvitað staðfesting á kaupum Sir jim Ratcliffe á 25% í félaginu og yfirtaka hans á knattspyrnumálum. Hún kemur samt ekki til framkvæmda fyrr en á nýju ári og við förum vonandi yfir hana nánar hér síðar.
En á morgun klukkan átta þarf þetta lið að storma inn á Old Trafford og gefa okkur jólagjöf!
Helgi P says
Ef McTominay og brunó byrja þá verður þetta bara en eitt tapið
Ólafur Kristjánsson says
Ekkert að óttast. Rashford er í byrjunarliðinu.
BjörnK says
Loksins sá maður karakter í liðinu. Og um það leyti sem Højlund átti að fara út af skorar hann. Á hárréttu augnabliki.
Garnacho maður leiksins, hann hljóp úr sér lungun.
Óheppni að eitt markið hans skyldi vera rangstaða.
Og Evans og Onana með lykilvörslur og björgun.
Seinni hálfleikur frábær hjá þeim. Þetta Villa lið er frábært lið en í kvöld mættu þeir ofjörlum sínum og sigurganga þeirra stöðvuð. Sáttur.🙂